Úrslitaatkvæði

Ótrúlega stór hluti kjósenda virðst ekki ætla að kjósa, eða skila auðu, í kosningunum á laugardaginn.  Samkvæmt fréttinni kemur fram að:

"Yfir 10% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins í alþingiskosningunum 2007 segjast ætla að skila auðu í kosningunum nú og yfir 7% eru enn óákveðin, samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði 18. til 20. apríl og birti í gær."

Því verður illa trúað, að svo stór hluti sannra sjálfstæðismanna, vilji með þessu stuðla að ríkisvæðingu atvinnulífsins og dýpri og lengri kreppu, en annars hefði orðið, ef hér yrði ekki vinstri stjórn eftir kosningar.

Þessir sjálfstæðismenn mega ekki láta sárindi vegna fortíðarinnar, verða til þess að Smáflokkafylkingin og VG hrósi stórum sigri í kosningunum, með tilheyrandi ósigri þjóðarinnar.

Nú er áríðandi að hver einasti maður sem vill þjóð sinni vel, skili sér á kjörstað og kjósi Sjálfstæðisflokkinn.


mbl.is Margir ætla að skila auðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband