15.4.2009 | 08:45
Öskra og grenja
Skrílnum í Öskru, félagi byltingasinnaðra stúdenta, hefur leiðst eitthvað undanfarið og eins og óþekkra krakka er siður, reynir hann að vekja á sér athygli með alls kyns bægslagangi. Ekkert finnst þeim þó eins gaman og að atast og slást við lögregluna.
Nýjasti fíflagangurinn hjá þessum hópi er "hústaka" við Vatnsstíg, þar sem hann segist ætla að koma sér upp "félagsmiðstöð", til þess að hittast í og leika sér með dótið sitt. Hópnum er alveg sama um eignarrétt annarra og telur að hann geti lýst þann eignarrétt ógildan, en eignað sjálfum sér hvað sem honum dettur í hug.
Svo er toppurinn á leiknum, að ögra lögreglunni og reyna að fá hana til að slást:
"Hústökufólkið sagði í gær það, að lögregla kom ekki, sýna að hún væri hrædd við samstöðu fólksins."
Ef Kolbrún Halldórsdóttir er ekki búin að koma rassskellingarfrumvarpi sínu í gegnum þingið, ætti að taka svona óþekktarorma, sem öskra og grenja til að fá sínu framgengt, og rassskella þá.
Lögregla rýmir Vatnsstíg 4 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þvílík forpokun hjá þér. Fyrst eignarrétturinn er svona heilagur fyrir þér hjá einstaklingum sem láta eignir sínar vísvitandi drabbast niður, finnst þér þá þetta ekki skrýtin forgangsröðun hjá lögreglunni? 40-50 lögreglumenn í óeirðabúningum með slökkviliðið og sérsveitina á stand-by? 1984? Finnst þér ekki að fólk ætti rétt á nýtingu á eignum sem eigendurnir vanhirða vísvitandi? Í Hollandi eru hústökulög, sem kveður á um að ef húseign standi ónotuð og óhreyfð í meir en ár megi nýta eignina svo fremi sem vel sé hugsað um húsið. Sú aðferð hefur bjargað mörgum fallegum húsum sem hefðu annars orðið einhverjum steinsteypu útrásarklumpum að bráð.
Kristján Hrannar Pálsson, 15.4.2009 kl. 08:50
Kristján, þú spyrð: "Finnst þér ekki að fólk ætti rétt á nýtingu á eignum sem eigendurnir vanhirða vísvitandi?"
Svarið er einfalt: Nei. Þú hefur engan rétt til að ganga á eignarrétt annarra.
Hvað má bíll standa lengi mannlaus á bílastæði, þangað til þú tekur nýtingarréttinn á honum í þínar hendur?
Axel Jóhann Axelsson, 15.4.2009 kl. 09:05
Við því er einfalt svar: Þegar bíllinn hefur staðið það lengi að eigandi hans virðist ekki ætla að koma og lappa upp á hann og bíllinn stefnir í að verða óökufær. Eignarréttur er ekki heilagur réttur manns til að gera hvað sem er við hvað sem er. Eignum fylgir ábyrgð.
Kristján Hrannar Pálsson, 15.4.2009 kl. 09:16
Þín ábyrgð er ekki minni, að láta eignir annarra í friði. Þú er bara að réttlæta þjófnað.
Um slíkt gilda lög í landinu, þó ekki sé hægt að reikna með því, að krakkar sem hafa aldrei haft fyrir nokkrum hlut í lífinu, virði lögin, frekar en annað.
Axel Jóhann Axelsson, 15.4.2009 kl. 09:33
Þess ber að geta að bílar sem eru látnir grotna niður í bílastæðum eru fjarlægðir og þeim fargað á kostnað eigenda sinni þeir ekki viðvörun um að laga eða fjarlægja bílinn, þ.a. eignarrétturinn er ekki heilagur í lögum, amk ekki gagnvart bæ eða ríki.
Einar Þór (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 09:46
Ekki aðeins forpokun heldur fordómar og dónaskapur í þokkabót. Ég er orðinn leiður á eldra fólki sem öskrar og grenjar yfir ungu fólki sem hefur aldrei þurft að hafa fyrir neinu. Eruð þið ekki kynslóðin sem gerði Ísland að þessu letilandi sem það er? Öskra, og þá sérstaklega þessir krakkar sem níðst er á af lögreglu daginn út og inn, hafa einmitt barist fyrir því að lífið eigi að vera eitthvað sem hafa á fyrir, ekki bara mæta á skrifstofuna, ná í launamiðann sinn og horfa á flatskjá á milli þess sem maður keyrir 60 metra út í búð á jeppanum sínum. Þetta er hörkuduglegt fólk sem er ekki hrætt við að leggja gríðarmikla vinnu á sig til þess að fylgja hugsjónum sínum.
Bílar eru ekki sambærilegir húsum að því leyti að það er ekki lífsnauðsynlegt hverjum manni að eiga bíl. Það eru hins vegar mannréttindi að hafa húsaskjól, en bankar og lánardrottnar eru á öðru máli. Eignarrétturinn er alls ekki heilagur og sérstaklega ekki þegar honum er misþyrmt í krafti auðsöfnunar eins og gildir um Vatnsstíg 4. Lagaramminn allur var búinn til af fólki, hann kom ekki að ofan, og hér á Íslandi hefur hann verið búinn til af hinni ráðandi stétt þannig að það er ekkert skrítið að það þurfi að brjóta nokkur lög til að breyta samfélaginu til meira jafnréttis.
Svo finnst mér ólíðandi að þú skrifir svona dónalega um fólk.
Finnur Guðmundarson Olguson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 09:49
Það eru ekki síður mannréttindi að fá að hafa eigur sínar í friði fyrir þjófum.
Finnur, þú segir að þetta sé hörkuduglegt fólk, sem sé ekki hrætt við að leggja gríðarmikla vinnu á sig til þess að fylgja hugsjónum sínum.
Væri ekki betra að eyða allri þessari orku til þarflegra verka?
Axel Jóhann Axelsson, 15.4.2009 kl. 10:12
Ef bifreið stendur lengi á sama stað, ónothæf - þótt hún sé á númerum - er hún dregin í burtu á kostnað eiganda. Ef bifreiðin er á númerum, og ekki greidd af henni gjöld, eru númeri klippt af og eigandi fær tækifæri til að fjarlægja bíldrusluna í burtu. Ef nágranni kvartar vegna druslunnar, getur hann látið fjarlægja hana á sinn kostnað upp í Vöku, þar sem eigandi þarf að sækja hana og greiða gjald af geymslunni.
Rosalega getur fólk verið fátækt í fordómum sínum.
Skorrdal (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 10:12
Þetta með bílinn var sett inn sem dæmi um einkaeign fólks. Það hefði verið hægt að setja hvað sem er í staðinn fyrir bílinn og svörin hefðu öll orðið á sömu lund. Öskruliðið hefði sjálfsagt alltaf svarað á sama veg. Það telur sig geta stolið hverju sem er í nafni einhverra "hugsjóna".
Fólk getur verið afskaplega fátækt í "hugsjónum" sínum.
Axel Jóhann Axelsson, 15.4.2009 kl. 10:46
Segðu, Axel. Segðu...
Skorrdal (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 11:42
Er hústöku fólkið úr sömu uppsprettuninni og búsáhöldin - úr uppsprettu Katrínar J.og annarra VG í Suðurgötunni ?
Það er allavega eitthvað keimlíkt með því.
Benedikta E, 15.4.2009 kl. 14:23
Það er allavega gott að vita hvert rikningarnir eiga að fara - fyrir 40 manna lögregluliði - skemdum og öðru.
Reikningana í Suðurgötuna - það verður ÖRUGGLEGA tekið vel á móti þeim þar.
Benedikta E, 15.4.2009 kl. 14:27
99,9999% þjóðarinnar vill ekki svona anarkisma. Eigum við ekki bara að splæsa í one-way ticket til Sómalíu fyrir hina?
Viðar Freyr Guðmundsson, 15.4.2009 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.