Ekkert bólar á efnahagsstjórn

Ekki liggur fyrir hvenær stjórn AGS getur tekið til afgreiðslu annan hluta lánsins til Íslands vegna tafa á uppfyllingu ýmissa skilyrða sjóðsins.  Fjármálajarðfræðingurinn hefur gefist upp á efnahagsstjórninni, eins og t.d. sést af yfirlýsingu hans um að seðlabankinn sé hættur að reyna að styðja við krónuna.  Það hefur náttúrlega þær afleiðingar að erlend lán heimilanna hækka og hækka og fjármálajarðfræðingurinn segir að við því sé bara ekkert hægt að gera.  Með "breytingum" á yfirstjórn seðlabankans var því lýst yfir að styrking krónunnar yrði höfuðverkefni ríkisstjórnar og seðlabanka næstu mánuði.  Í því máli hefur verið lýst algerri uppgjöf.

Í lok fréttarinnar kemur fram að:

"Lánaafgreiðsla til Lettlands hefur frestast vegna ónægs niðurskurðar í ríkisfjármálum og þá frestaðist afgreiðsla láns til Úkraínu vegna mikils óstöðugleika þar í landi og skorts stjórnvalda á að sýna vilja til að framfylgja þeirri efnahagsáætlun sem IMF og stjórnvöld höfðu áður náð samkomulagi um."

Það skyldi þó aldrei vera, að bæði þessi atriði eigi við um Ísland.  Ríkisverkstjórinn og vinnuflokkurinn neitar að gefa upp, fyrr en eftir kosningar, hverning á að skera niður í ríkisfjármálunum, og miðað við ýmsar yfirlýsingar fjármálajarðfræðingsins, er líklegt að sjóðurinn líti svo á að hann sýni lítinn vilja til að framfylgja þeirri efnahagsáætlun sem AGS og stjórnvöld höfðu áður náð samkomulagi um.

Nú er mjög fáir dagar til kosninga og krafan er sú að stjórnmálaflokkarnir (allir) útskýri fyrir þjóðinni við hverju má búast á næstu árum í efnahagslífi landsins.


mbl.is Ekkert bólar á IMF láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Algjörlega sammála.  Það sem átti að gera þegar hin ríkisstjórnin hrökklaðist frá var að setja saman UTANÞINGSSTJÓRN skipaða mönnum sem vissu hvað þeir voru að gera og svo átti að gefa pólitíkusunum "frí" til að fara í sína kosningabaráttu.  En því miður var þetta ekki gert og nú sitjum við uppi með þessa kálfa sem hafa ekkert gert og koma ekki til með að gera neitt.

Jóhann Elíasson, 15.4.2009 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband