VG fellir skattagrímuna

Steingrímur J. stendur enn í formennsku VG og getur ekki annað, þar sem enginn annar bauð sig fram í embættið, frekar en önnur embætti á vegum flokksins.  Embættismenn VG voru allir endurkjörnir með 100% greiddra atkvæða og slógu þar með út félaga sína í Norður Kóreu, sem fengu aðeins 99,98% atkvæða í síðustu "kosningum" sem þar fóru fram.

"Helstu kosningaáherslur vinstri grænna snúast um hagi heimila og fjölskyldna, atvinnusköpun í hefðbundnum framleiðslugreinum og ferðaþjónustu og um sanngirni í skattamálum" segir í fréttinni, en ekkert er minnst á að samþykktin (samkvæmt fréttum í útvarpi) snerist um að lagður skyldi á hátekjuskattur.  Það hlýtur að vera krafa allra þeirra meðaltekjumanna, sem greiddu "hátekjuskatt" um árabil, að fá að vita við hvaða tekjumörk VG ætlar að miða við endurupptöku "hátekjuskattsins"

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2009 að hátekjuskattur, sem væri miðaður við raunverulegar hátekjur, væri aðeins táknrænn, þar sem hann skilaði svo litlum tekjum til ríkissjóðs.  Þess vegna verður að krefjast þess að boðberar skattahækkana segi skýrt og skorinort hvað þeir meina með hátekjum.

Ekki kemur fram í þessari frétt, né í útvarpsfréttum, hvort VG ætli að hækka persónuafsláttinn, en ef hækka á skatta á annað borð skal á ný bent á þetta blogg.

Hér og nú skal sú spá sett fram að verði vinstri stjórn áfram í landinu eftir kosningar, þá verði það aðrir en "hátekjumenn" sem taki á sig mestu skattahækkanirnar.

 


mbl.is Steingrímur J.: „Hér stend ég enn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mér finnst mjög sérkennilegt að Steingrímur J. sem studdi framsal veiðiheimilda á sínum tíma hefur ekkert þurft að svara til saka um mannréttindabrot stjórnvalda og að virða í engu álit Mannréttindanefnar Sameinuðu þjóðanna.

Sigurjón Þórðarson, 21.3.2009 kl. 15:34

2 identicon

mér segir svo hugur að VG þurfa svara fyrir mun minna en aðrir stjórnmálaflokkar hér á landi,landi pólítískrar mafíu hægrimanna ;)

Sigurður H (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 15:56

3 identicon

Það er nú svolítið skondið að heyra vinstri menn hneykslast á fyrirhugaðri "rússneskri" kosingu hjá Sjálfstæðismönnum. Á spajllþráðum hamast kommarnir við að lýsa andúð sinni á því að aðeins einn bjóði sig fram til formanns hjá Sjálfstæðisflokki. Eins heyrast raddir um að það sé engum hollt að sitja of lengi við völd. En allt virðist þetta bara eiga við um XD. Það er í lagi að sami maður hafi verið við völd hjá Vg frá stofun og hið besta mál að einn bjóði sig fram til forystu Vg og einn fyrir Samfó. Hvað kallast þetta annað en hræsni? Er pólitíkin ekki yndisleg?

Kjartan (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 15:59

4 Smámynd: Benedikta E

Sæll Kjartan.

Það eru tveir sem hafa boðið sig fram til formanns hjá Sjálfstæðisflokknum

Loftur Altice Þorsteinsson verkfræðingur og vísindakennari - hann er fullveldissinni og segir því - NEI - við aðild að ESB

Bjarni Benediktsson lögfræðingur - hann er hlyntur aðild að ESB

Benedikta E, 21.3.2009 kl. 23:47

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hjá Sjálfstæðisflokknum eru í raun allir landsfundarfulltrúar í kjöri til embætta í flokknum, þó einstakir menn og konur lýsi opinberlega yfir áhuga á störfunum.  Jafnvel þó bara einn lýsi yfir áhuga einhverju embættinu þarf alltaf að kjósa, fólk verður ekki sjálfkjörið með lófaklappi.

Þannig sést hversu stór hluti landsfundarfulltrúa stendur á bak við hvern þann sem skipar embætti á vegum flokksins.  Vinstri menn ættu að líta sér nær áður en þeir fara að gaspra um fyrirkomulag kosninga hjá alvöru stjórnmálaflokkum.

Axel Jóhann Axelsson, 22.3.2009 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband