Hindrun umbóta

Ferenc Gyurccsany, forsætisráðherra og sósíalisti, skýrði frá því á flokksfundi með félögum sínum að hann hyggðist víkja úr embætti þar sem "hann áliti sig hindrun í vegi ferkari umbóta í félags- og efnahagsmálum".

Ungverjar, sem eru í Evrópusambandinu, hafa fengið 25,1 milljarð Bandaríkjadala frá AGS og öðrum til viðreisnar efnahagslífsins.  Veran í ESB og tenging við Evru hefur ekki komið Ungverjalandi til neinnar bjargar í þeirri kreppu, sem nú ríður yfir heimsbyggðina.

Sumir Íslendingar virðast halda að innganga í ESB og upptaka Evru muni koma Íslandi til bjargar.  Engar skýringar fylgja með þeirri bjargráðakenningu, aðrar en þær að þá muni vextir lækka af skuldum landans.  Í lok þessa árs mun verðbólgan hérlendis verða farin að nálgast núllið og vextir væntanlega komnir niður í svipað horf og í nágrannalöndunum og þá hverfa þessar ástæður til að réttlæta umsókn um ESB aðild.  

Þegar ekki tókst að sannfæra þjóðina með venjulegum áróðri fyrir ESB, var tekið upp á því að níða niður krónuna og segja hana dauðan gjaldmiðil og þess vegna yrði að ganga í ESB, svo Evran myndi bjarga þjóðinni.  Það er nú að koma í ljós að það eru líka falsrök, því svo gæti farið að myntsamstarfið gæti sprungið fyrr en varir vegna erfiðleika í efnahag margra ESB landa.  Fróðlegt verður að fylgjast með því hvaða rök verða þá fundin upp til að réttlæta umsókn um ESB aðild.

Mikil hætta er á að Íslenska sósílistaríkisstjórnin verði, eins og sú Ungverska, hindrun í vegi umbóta í félags- og efnahagsmálum.  

 


mbl.is Gyurcsany segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Niðurstaðan er einföld: segjum nei við ESB/Evru og merkjum x við L !

Guðmundur Ásgeirsson, 21.3.2009 kl. 12:45

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Niðurstaðan er einföld: segjum nei við ESB/Evru og merkjum x við D !

Axel Jóhann Axelsson, 21.3.2009 kl. 13:13

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

"Sósíalistaflokkurinn" í Ungverjalandi er sósíalískur á sama hátt og "Sósíalistaflokkurinn" í Chile, "Sósíalistaflokkurinn" og Jóns Baldvins Hannibalssonar-armur Samfylkingarinnar hér heima. Í ungverskri stjórnmálaumræðu þýðir "sósíalisti" nefnilega það sama og "krati" þýðir hjá okkur. Gyurcsany er einn ríkasti maður Ungverjalands og hefur leitt Ungverja í gegn um massífa einkavæðingu og markaðsvæðingu á undanförnum árum.

Og "x við D"? Hafa dagblöðin ekki skilað sér inn um bréfalúguna undanfarið hálft ár?

Vésteinn Valgarðsson, 21.3.2009 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband