Skattahækkanir

Indriði H. Þorláksson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, og Stefán Ólafsson, prófessor, boðuðu skattahækkanir á fundi hjá Smáflokkafylkingunni.  Báðir eru þeir talsmenn þrepaskipts skattkerfis, en slíkt kerfi er flókið í framkvæmd og í raun tvöfalt kerfi, því bæði er greidd staðgreiðsla (eins og nú er) og síðan er endanleg álagning eftirá og þá þarf að greiða viðbótarskatt (þ.e. staðgreiðsu og skatt sem lagður er á eftirá).  Þetta kerfi var við lýði til skamms tíma og var kallað "hátekjuskattur", en lagðist á meðaltekjur og hærri, þannig að flestir landsmenn lentu í þessum "hátekjuskatti". 

Enginn þarf að efast um að verði slíkt kerfi tekið upp aftur mun það með tímanum færast neðar og neðar í skattstigann, þar til meðaltekjufólkið verður allt komið í "hátekjuskatt".  Mikið betra væri að hækka almenna skattþrepið og hækka persónuafsláttinn um leið, því núverandi kerfi er í raun þrepaskiptur skattur og því hærri sem tekjurnar eru, því hærri skattprósenta er greidd.

Hér er sett upp dæmi um útreikning á núverandi sköttum og hvernig skattar breyttust, ef skattprósenta yrði hækkuð í 41,1% og persónuafsláttur yrði hækkaður í 50.000 krónur:

 Staðgreiðsla, 37,2% Staðgreiðsla, 41,1% HækkunHækkun
 (PersónuafslátturHlutfall af(PersónuafslátturHlutfall afskattaskatta
Laun á mánuði:kr. 42.205)tekjum í %kr. 50.000)tekjum í %í krónumí %
200.00032.19516,1032.20016,1050,02
400.000106.59526,65114.40028,607.8057,32
600.000180.99530,17196.60032,7715.6058,62
800.000255.39531,92278.80034,8523.4059,16
1.000.000329.79532,98361.00036,1031.2059,46
1.200.000404.19533,68443.20036,9339.0059,65
1.400.000478.59534,19525.40037,5346.8059,78
1.600.000552.99534,56607.60037,9854.6059,87
1.800.000627.39534,86689.80038,3262.4059,95
2.000.000701.79535,09772.00038,6070.20510,00

Venjulega hljóðar áróðurinn á þá leið, að ósanngjarnt sé að hátekjumenn greiði sömu prósentu af launum sínum í skatt og lágtekjumaðurinn, en þannig er það alls ekki í raun með núverandi kerfi.  Eins og sést af töflunni myndu skattar lækka á lægri launum en 200.000 kr. á mánuði, en hækka hratt eftir því sem ofar drægi í launastigaum.  Hér er ekki tekið tillit til neinna bóta, en þær eru allar tekjutengdar og kæmu því lágtekjuhópunum til góða til viðbótar við lægri skattgreiðslu.

Krafa um "þrepaskiptan" tekjuskatt er krafa um að flækja skattkerfið svo mikið að það yrði fljótt óskiljanlegt fyrir alla nema endurskoðendur og aðra skattasérfræðinga.  Það yrði mikil afturför.

 


mbl.is Hækki skatta og tvöfaldi vaxtabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri Axel,

Þetta er mjög áhugaverð greining hjá þér og ég skora á þig að senda þetta inn sem grein i Morgunblaðið!

Bestu kveðjur, Ólafur M.

ólafur M. Jóhannesson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 10:07

2 identicon

Í Danmörku er hátekjuskattur. Það hafa ýmis fyrirtæki svo nýtt sér þegar verið er að semja við starfsmenn um laun. Þannig er starfsmaðurinn t.d. hafður einhverjum 50 þúsund kalli undir skattaþrepi og svo er farið að semja um alls kyns hlunnindi sem að fyrirtækið og starfsmaðurinn meta sem verðmæti eða laun til handa starfsmanninum. Internettenging heima því að starfsmaðurinn þarf að vinna heima eða gsm sími o.s.frv. Þannig ná fyrirtækin að fara á sveig við kerfið því að ekki greiða þau launatengd gjöld af þessum "launum" starfsmannsins og ekki greiðir starfsmaðurinn tekjuskatt af þessum "launum" sínum.

kristinn (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 12:04

3 Smámynd: A.L.F

Nú spyr ég eins og fífl.

Er virkilega til fólk sem vil þrepaskipt skattkerfi?

Er það ekki greinilegt að þeir sem eru með hærri tekjur en meðal Jón er nú þegar að borga meira í ríkssjóð en sá síðarnefndi.

En mjög gott að sjá þetta svart og hvítt :)

A.L.F, 6.3.2009 kl. 13:08

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er virkilega til fólk sem vill þrepaskipt skattkerfi því það er svo auðvelt að reka áróður fyrir því að "allir hinir" eigi að greiða hærri skatta, bara ef þeir lækka hjá mér og bæturnar mínar hækki.

Kristinn bendir á hvernig menn fara í kringum þetta í Danmörku og allt er þetta þekkt hér á landi líka.  Í Danmörku er einnig algengt að eingöngu séu gefin upp laun fyrir dagvinnu, en ef þarf að vinna aukavinnu, þá er hún unnin "á svörtu". 

Ókostirnir við háa skatta eru einmitt þeir að skattsvik aukast umtalsvert.

Axel Jóhann Axelsson, 6.3.2009 kl. 14:00

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Áróðurinn mun virka því fólk er heimskt.

Svo byrjar svona svindl - sem við erum öll orðin vön og þykir sjálfsagt, og því sjálfsagðara sem kerfið sparkar meira í réttlætiskenndina.  Einhverjir fara bara.  Sumir munu ekki nenna þessu og vera bara á bótum.

Fer allt eftir karakter hvers og eins.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.3.2009 kl. 14:11

6 Smámynd: A.L.F

Ég hef alltaf verið á móti þrepaskiptu skattakerfi, var harður andstæðingur hátekjuskattsins þegar hann var, þó ég hafi verið ung.

Það væri óskandi að það væri hægt að kjósa fólk inn á þing en ekki flokka, því sumir í flokkunum eru bara ekki að gera sig, sérstaklega þeiir sem eru með svona vitleysis hugmyndir.

A.L.F, 6.3.2009 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband