Bankaleyndin og FME

Samfylkingin, með Björgvin viðskiptaráðherra í broddi fylkingar, þvældist fyrir frumvarpi Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, um sérstakan saksóknara um efnahagshrunið í tvo mánuði og setti sig algerlega upp á móti því að saksóknarinn gæti rannsakað mál að eigin frumkvæði.  Skilyrði Björgvins voru þau að öll mál yrðu að koma frá FME.  Fjármálaeftirlitið hefur verið einhver lokaðasta stofnun sem hugsast getur og hefur nánast aldrei gefið nokkrar upplýsingar um störf sín.  FME hefur einmitt alltaf borið fyrir sig bankaleyndina.

Eftir það hrun sem orðið er og er á ábyrgð bankanna, eigenda þeirra og útrásarvíkinganna (sem voru "eigendur" bankanna og allra helstu fyrirtækja landsins) er ekki með nokkru móti réttlætanlegt að skýla sér á bak við bankaleyndina og sérstaki saksóknarinn verður að hafa óheftan aðgang að öllum gögnum.

Þá má ekki yfirfæra leyndina yfir á saksóknarann, þannig að hann gefi engar upplýsingar um þau mál sem hann tekur til rannsóknar.  Kröfu verður að gera til þess að hann skýri frá öllum málum, sem hann tekur til skoðunar, hvort sem skoðunin leiðir til ákæru eða ekki.

Tortryggninni í þjóðfélaginu verður aðeins eytt með öflugu upplýsingaflæði. 


mbl.is Bankaleynd verður afnumin með öllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er að frétta af nefndinni sem BB vildi koma á laggirnar og átti að leita að grun um glæp?

Ég held að hendur Björgvins hafi verið tjóðraðar í samstarfi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

Áfram með hvítþvottinn, nú er þurrkur sem aldrei fyrr.

Kolla (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 15:33

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Er þetta nefndin sem þú spyrð um?  Tveir nefndarmannanna voru í Kastljósi, líklega í fyrradag, og lýstu því sem þeir eru að gera og að nefndin myndi skila af sér fyrir 1. nóvember, eins og lögin kveða á um.

Ingibjörg Sólrún tjóðraði Björgvin einhvers staðar í bakgarði Samfylkingarinnar, því eins og fram hefur komið upplýsti hún hann ekkert um það sem fram fór á fundum með seðlabankamönnum og hvað þá að honum hafi verið boðið á slíka fundi.  Björgvin var þó viðskiptaráðherra og hafði með bankamálin að gera og því var þetta hin mesta lítilsvirðing við hann af hálfu Ingibjargar. 

Samfylkingin hefur klúðrað sínum málum hjálparlaust hingað til.

Í svona brakandi þurrki er þvotturinn fljótur að verða svo fínn að ekki þarf einusinni að straujaEmotions

Axel Jóhann Axelsson, 5.3.2009 kl. 16:01

3 identicon

Bara að stríða. Nei sem betur fer fékk tillaga bíbís og blaka ekki hljómgrunn.

Áfram með þvottinn, það er allt skítugt hjá ykkur.

Kolla (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 14:54

4 identicon

Ertu að tala um sama Björn Bjarnason sem sagði í viðtali í Mannamáli á Stöð 2 að það borgaði sig ekki að fá erlenda rannsóknaraðila að bankahruninu, það væri dýrt og svo þyrftu þeir að setja sig inn í allskonar mál. Mikið betra væri að hafa aðila sem væru þegar öllum hnútum kunnugir. Setti svo menn sem voru náskyldir helstu rannsóknarefnunum.

Ertu virkilega að reyna að láta líta út fyrir að framganga Björns hafi verið verjandi? Sjálfstæðismönnum færi best að reyna að gleyma allri þessari vitleysu og horfa fram á við, fortíðin er einn forarpyttur.

Og þess sjást merki hvar sem litið er. Hvaða steini sem velt er við.

Bogi (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband