Mótmæli námsmanna

"Námsmenn ætla að halda uppi verulegum þrýstingi á nýju stjórnina" segir í fréttinni.  Hætt er við að mótmælastaðan verði þá að vera stöðug, því á næsta ári mun þurfa að skera niður fjárframlög til menntamála um milljarða.  Niðurskurðurinn á þessu ári er aðeins sýnishorn af því sem koma skal.
mbl.is Mótmælt við stjórnarmyndun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mjög slæmt fyrir Ísland ef farin verður sú leið að skerða fjárlög til menntamála. Nemendur munu flýja úr landi og fæstir  snúa aftur.

Það hefur mikið verið talað um að ef verður mikill fólksflótti frá Íslandi þá eigi kreppan eftir að vara mikið lengur, vandamál skapast í ákveðnum atvinnustættum og einnig skerðast möguleg atvinnusköpunar tækifæri þegar "vitið" fer úr landi.

Mæli með því að fólk lesi sér til um Brain drain effect (human capital flight) og áhrif þess á samfélög sem hafa orðið fyrir barðinu á því.

hér geturðu lesið svona almennt um hugtakið og svo er mikið efni að finna með google.

http://en.wikipedia.org/wiki/Brain_drain

kv. námsmaður

Elín (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 22:46

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ágæti námsmaður.

Auðvitað er afar slæmt ef skerða þarf fjárframlög til menntamála sem og heilbrigðis- og velferðarmála og alveg er ég sammála því að það getur skapað fólks- og atgerfisflótta frá landinu.  Ég var hinsvegar að benda á það sem líklega verður óhjákvæmilegt vegna þess að ríkissjóður er gjörsamlega á kúpunni og ekki útlit fyrir annað en að harkalegur niðurskurður ríkisútgjalda sé óhjákvæmilegur.

Kveðja,

Axel.

Axel Jóhann Axelsson, 30.1.2009 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband