6.11.2020 | 17:03
Stökkbreytt veira ætti að vekja mikinn ugg
Fyrir u.þ.b. ellefu mánuðum barst stökkbreyttur kórónuvírus úr beltisdýri (?) yfir í einn kínverja og út frá honum hafa síðan smitast meira en 49 milljónir manna og rúmlega 1,2 milljónir látist af völdum óværunnar.
Þessi gríðarlega útbreiðsla hefur orðið þrátt fyrir að flestar þjóðir hafi barist af öllum mætti gegn henni og þar með væntanlega tekist að fækka dauðsföllum svo um munar, þó flestum þyki meira en nóg um þann fjölda látinna sem fallið hefur í valinn fyrir þessum skæða óvini.
Stríðið við veirunaa hefur einnig haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslíf heimsins og sér ekki ennþá hvernig þau mál fara að lokum, því óvíst er hvaða fyrirtæki muni lifa af og hve margir munu missa atvinnu sína vegna þess til skemmri eða lengri tíma.
Nú berast þær skelfilegu fréttir að veiran hafi tekið annan snúnig í Danmörku, þ.e. smitast frá manni í mink og þar hafi hún stökkbreyst og smitast til baka yfir í fólk. Engin ástæða er til að reikna með að þetta nýja afbrigði veirunnar sé minna smitandi eða hættulegt en eldra afbrigðið og því gæti allt það bóluefni sem unnið hefur verið að undanfarið ár orðið gagnslaust og þar með þurft að byrja alla varnarbaráttu gegn þessum óvini upp á nýtt og þjóðir heimsins standi í sömu sporum í varnarbaráttunni og þær voru í upphafi faraldursins.
Fréttin af þessari nýju stökkbreyttu útgáfu kórónuveirunnar virðist falla í skuggann af kosningaúrslitunum í Bandaríkjunum, sem alls ekki eru merkileg í samanburði enda verða afleiðingar af völdum veirunnar margfaldar á við þau áhrif sem sigurvegari kosninganna kemur til með að hafa.
Það er langt í land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bretar taka þetta nýja afbrigði kórónuveirunnar alvarlega og grípa strax til varúðarráðstafana, s.b.r. þessa frétt:
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/11/07/bretar_loka_a_dani_vegna_minkastokkbreytingar/
Axel Jóhann Axelsson, 7.11.2020 kl. 11:51
Það fer nú tvennum sögum af því hvort þetta var beltisdýr (pandólín) eða leðurblaka á matarmarkaðnum handan við götuna frá veirurannsóknarstofu kínverska alþýðuhersins...
Guðmundur Ásgeirsson, 7.11.2020 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.