18.5.2020 | 19:32
Fjöldi dauðsfalla vegna COVID-19 í nokkrum Evrópuríkjum og USA
Í flestum fréttum af COVID-19 eru alltaf birtar upplýsingar um fjölda greindra smita og dauðsfalla af völdum veirunnar. Þessar upplýsingar eru villandi vegna þess að þær eru alltaf sagðar af hverju og einu landi fyrir sig og t.d. alltaf tekið fram að hvergi hafi jafn margir sýkst og í Bandaríkjunum og þar hafi einnig mesti fjöldinn látist af völdum veirunnar.
Í Bandaríkjunum búa tæplega 331 milljón manna, en hvert land sem borið er saman við þau eru mun fámennari, þannig að samanburður milli einstakra landa og Bandaríkjanna er erfiður, jafnvel ómögulegur og að minnsta kosti algerlega óraunhæfur.
Ef tekin eru saman lönd í Evrópu, sem liggja hvert að öðru, og eru með svipaðan íbúafjölda samtals og er í Bandaríkjunum kemur sanngjarnari samanburður í ljós. Í Belgíu, Frakklandi, Hollandi, Ítalíu, Póllandi, Spáni, Sviss og Þýskalandi (löndunum raðað í stafrófsröð, en ekki eftir íbúafjölda) höfðu þann 16. maí s.l. alls 1.004.562 greinst með veiruna og þar höfðu 112.447 látist af völdum af hennar völdum.
Sama dag var fjöldi skráðra sem smitast höfðu í Bandaríkjunum 1.507.773 og fjöldi látinna þar af 90.113. Vitað er að skránig sýktra getur verið misjöfn milli landa og sumir vilja halda því fram að fjöldi látinna af völdum COVID-19 sé mjög vanmetinn og á það bæði við um Evrópuríkin og Bandaríkin.
Eftir sem áður er afar athyglisvert að þrátt fyrir færri skráningar sýktra í Evrópu svo nemur hálfri milljón er fjöldi látinna í þessum löndum u.þ.b. 22 þúsundum fleiri en í Bandaríkjunum.
Bandaríkjamenn hafa verið sakaðir um að hafa verið óviðbúnir innrás veirunnar og brugðist seint og illa við í baráttu gegn henni. Sama á auðvitað við um Evrópuríkin og miðað við samantektina hér að ofan verður að álykta að Evrópa hafi jafnvel brugðist enn ver við en Bandaríkin, en íbúafjöldi landanna villir um í öllum samanburði þegar Bandaríkin eru borin saman við eitt og eitt land í Evrópu, sem hvert fyrir sig er mun fámennara en þau.
Baráttan við veiruna var tekin föstum tökum frá upphafi á Íslandi og nú virðist orustan um fyrstu bylgu faraldursins vera að vinnast, enda engin smit fundist í nokkra daga.
Vonandi tekst að kveða þessa óværu niður beggja vegna Atlanshafsins sem allra fyrst og að næsta innrás hennar verði ekki jafn skæð, eða að takist betur upp í næsta stríði við hana.
Athugasemdir
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði fyrir skömmu að dauðsföll í Bandaríkjunum vegna Covid-19 gætu orðið 100 þúsund en næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að þau verða mun fleiri, þar sem þau eru nú þegar um 92 þúsund og um eitt þúsund á sólarhring, samkvæmt skráningu Bandaríkjamanna.
Skráning Covid-19 dauðsfalla er hins vegar mjög mismunandi eftir löndum og sum þeirra skrá hjartaáfall sem dánarorsök, enda þótt viðkomandi sjúklingar hafi fengið Covid-19 en önnur lönd, til dæmis Belgía, skrá Covid-19 sem dánarorsök, til dæmis á hjúkrunarheimilum, ef líklegast er að sjúklingarnir hafi dáið vegna Covid-19.
Í sumum löndum hefur toppnum í dauðsföllum vegna Covid-19 verið náð en í öðrum ekki og önnur bylgja gæti einnig komið í sumum löndum en öðrum ekki, til dæmis í haust.
Þar til fyrir nokkrum dögum voru engin Covid-19 tilfelli skráð í Tadsíkistan í Mið-Asíu en nú eru þau 1.729 og dauðsföllin 41.
Og harla ólíklegt að enginn hafi fengið Covid-19 í nágrannaríkinu Túrkmenistan í Mið-Asíu eða Norður-Kóreu.
Þorsteinn Briem, 18.5.2020 kl. 20:57
Það er mikið spað og spekúlerað, en eitt hefur maður lært af þessu ferli er að enginn hefur nokkra hugmynd um nokkurn skapaðan hlut. Spár fyrir bandaríkin voru tvæt milljónir dauðsfalla í byrjun mars. Þar sagði hinn alvaldi doctor Fauci 21 febrúar að ekkert væri að óttast og að fólk þyrfti engar varúðarráðstafanir að gera. Trump lokaði tveim dögum síðar á Kina og svo á evrópu og allt varð vitlaust og hann kallaður víðáttufælinn rasisti.
Hér á Siglufirði hefur enginn greinst fyrir utan einn í apríl, sem kom sýktur frá Reykjavík og var settur í einangrun. Hér gengur lífið sinn vanagang, allt er í rekstri og fólk gengur til vinnu. Hótel og veitingastaðir opnir. Svo hefur verið í tæpar þrjár vikur án áfalla, þrátt fyrir að mikill fjöldi komi hingað á fjallaskíði á hverri helgi og sumarhúsaeigendur séu komnir í nánast hvert hús.
Ég veit það eitt að eg veit ekki neitt og tel að við komumst ekki að neinu nema við látum á það reyna. 80% fá lítil eða engin einkenni, svo áhættan er ekki stór fyrir sauðsvartan almenning en auðvitað er skynsamlegt fyrir veika og aldraða að gæta varúðar þar til við vitum meira.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.5.2020 kl. 07:23
Í Ungverjalandi er nú skylda að nota grímur í verslunum og þegar menn nota almenningssamgöngur.
Ekkert handspritt er hins vegar í verslunum.
Fimm dauðsföll vegna Covid-19 voru skráð í Ungverjalandi í gær en Ungverjar eru um tíu milljónir.
Og dauðsföll vegna Covid-19 voru þar flest fyrir 2 vikum, eins og spáð hafði verið.
19.5.2020 (í dag):
"After two months of tough restrictions and closures, on Monday, Budapest could finally take a breath and at least partially reopen.
This meant that parks, terraces, and gardens were flooded, and people as well as restaurants are optimistic.
The government announced on Saturday to lift curfew restrictions in Budapest too, two weeks later than in the countryside.
As a consequence, as of Monday, all shops and service providers are allowed to open, and restaurants, cafes and bars, the outdoor areas and terraces can be opened in the capital.
This also applies to outdoor swimming pools, museums, and the zoo."
Þorsteinn Briem, 19.5.2020 kl. 15:30
Er ´´lækningun´´ orðin skaðvænlegri en sóttin? Aumur tuðari bara spyr.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 19.5.2020 kl. 23:59
Það er auðvitað spurning hvort óttinn hafi verið verri en sóttin. Nú hefur aðeins örlítill hluti þjóðarinnar sýkst af veirunni, þannig að líklega 98% hennar séu ennþá í hættu á að smitast.
Þegar næsti faraldur þessarar veiru skellur á, hafa þjóðirnar þó lært ýmislegt og líklega verður ekki öllu lokað í næstu umferð, heldur lögð áhersla á að verja okkur gamlingjana og þá sem eru með "undirliggjandi sjúkdóma" (með sjálfskipaðri og lögskipaðri sóttkví).
Einnig hlýtur að þurfa að gera uppskurð á Landspítalanum sjálfum og gjörbreyta skipulagi hans, því reikna má með að næsta umferð veirunnar verði skæðari, a.m.k. að því leiti að fleiri smitist vegna minni varna í þjóðfélaginu, og mun fleiri þurfi þá innlögn á sjúkrahúsin og gjörgæsludeildirnar.
Eitt er a.m.k. nokkuð víst og það er að stríðið við veiruna vinnst ekki fyrr en búið verður að finna upp bóluefni gegn henni og bólusetja stóran hluta mannkyns, sem er eitthvað um sjö milljarðar. Það mun taka sinn tíma og á meðan mun stríðið standa.
Axel Jóhann Axelsson, 20.5.2020 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.