Fjölskylduvandamál eiga varla erindi í fjölmiðla

U:ndanfarnar vikur hefur fjölskylduharmleikur innan fjölskyldu Jóns Baldvins Hannibalssonar verið áberandi í fjölmiðlum, fyrir utan ásakanir nokkurra kvenna á hendur honum um kynferðislegt áreyti.  

Ásakanirnar um áreytið eru flestar birtar nafnlausar og því vafasamara en ella að taka mark á þeim, þó varla sé hægt að reikna með að þær séu upplognar en auðvitað hefði rétta leiðin verið að kæra atvikin til réttra yfirvalda, því samkvæmt réttarríkinu skal maður teljast saklaus þar til sakir hafa verið sannaðar fyrir dómstólum.

Þó þjóðfélagsumræðan sé orðin öll önnur en hún var áður fyrr, þ.e. fyrir samfélagsmiðlana, er allt of langt gengið að ákærur um alls kyns uppákomur úr fortíðinni séu birtar áratugum eftir að meintir atburðir áttu sér stað og að því er virðist eingöngu til að hefna gamalla harma eða sverta meintan geranda af einhverjum öðrum sökum.

Fjölskyldudeilur vegna veikinda, eða meðhöndlunar þeirra, eiga í sjálfu sér ekkert erindi inn á samfélagsmiðlana og hvað þá fréttamiðlana og ættu a.m.k. þeir að varast að fjalla um svo viðkvæm mál og ættu að hafa í huga að ekki einungis deilendur í slíkum málum þurfa að þjást, heldur fljölskyldur allra sem þeim tengjast og eiga auðvitað enga aðkomu að málum.

Ekki verður hér minnst á athugasemdakerfi samfélagsmiðlanna og reyndar fréttamiðlanna einngig.  Þar birtast oft á tíðum þvílík ummæli að engu er líkara en viðkomandi ritari sé alls ekki með sjálfum sér.  Mál er linni á þeim vettvangi.


mbl.is Aldís kærir lögreglumann vegna vottorðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sammála þér. Það er vægast sagt ömurlegt að fylgjast með fjölskyldumeðlimum ásaka hvern annan á þennan hátt í fjölmiðlum. En vandi fjölmiðlanna er að allt ratar þetta til almennings eftir öðrum leiðum hvort eð er, jafnvel þótt það komi ekki í hefðbundna fjölmiðla. Fyrir tíma samfélagsmiðla efast ég um að svona mál hefðu fengið rúm á síðum Moggans eða Fréttablaðsins, hvað þá ratað í RÚV. Það má kannski segja að hefðbundnu fjölmiðlarnir séu í vissri tilvistarkreppu: Annað hvort verða þeir að hætta að beita sínum hefðbundnu meðölum til að sía út það sem ritstjórar telja ekki eiga erindi, eða þeir verða hálfpartinn utanveltu.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.2.2019 kl. 11:19

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Algjörlega sammála.  En því miður eru fjölmiðlar að keyra á því sem þeir HALDA að selji.  Hefur nokkurn tíma verið gerð könnun á því HVAÐ ÞAÐ ER SEM VIRKILEGA SELUR FJÖLMIÐLA?  Kannski vantar það að fjölmiðlar SKILGREINI sig og markhóp sinn betur og og viti þá betur hvers konar efni þeir bjóða uppá?????

Jóhann Elíasson, 13.2.2019 kl. 14:52

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Góður punktur Jóhann. Slúður selur líklega ekki fjölmiðla neitt sérstaklega vel lengur, það fæst frítt á netinu og ókjörin öll af því. Það sem virkilega selur fjölmiðla í dag er því væntanlega ekki lengur það sama og seldi þá fyrir 20 árum. 

Þorsteinn Siglaugsson, 13.2.2019 kl. 15:16

4 identicon

Ég er fyllilega sammála þessu. Svona viðkvæm mál og erfið er ekki hægt að leysa á fjölmiðlasviðinu, og á heldur ekkert erindi á þær slóðir. Rúv er bara eins og það er, og iðkar einelti hvað ofan í samt, og nú er Jón Baldvin ekki lengur í náðinni hjá þeim, þótt hann sé vinstri maður og þar með á sömu línu og Rúv er og hefur verið alltof lengi. Þegar ekki er hægt að finna neitt lengur á Sigmund Davíð og fer að snjóa yfir Klausturmálið svokallaða, þá er að finna eitthvað nýtt viðfangsefni til að velta sér upp úr. Svona eru vinnubrögðin hjá Sovétfréttastofu Rúv. Það þarf að fara að gera eitthvað róttækt varðandi þá stofnun, svo að Rúv verði aftur, eins og hún var á árum áður, þegar alls hlutleysis var gætt og þau vinnubrögð, sem þar tíðkast í dag, þóttu ekki boðleg fyrir Útvarp allra landsmanna, og eitthvað vit var í hlutunum. Þá var nú hlustandi á fréttirnar í útvarpinu, eitthvað annað en í dag. Þetta er ömurlegt allt saman. Ég segi ekki annað.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2019 kl. 16:13

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það væri reyndar fróðlegt að vita hvort skoðanakönnun hafi verið gerð um hvað selur fjölmiðla og hvað ekki.  Núorðið virðist reyndar vera erfitt yfirleitt að selja fjölmiðla, eins og fækkun áskrifenda Moggans sýnir en það er þó sá fjölmiðillinn sem minnst veltir sér upp úr kjaftasögunum.  

Axel Jóhann Axelsson, 13.2.2019 kl. 17:16

6 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Er ekki mál að linni??

Sigurður I B Guðmundsson, 13.2.2019 kl. 20:51

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Tek undir þetta Axel.

Margt fólk þykist oft þekkja líf annars fólks mjög vel. En á sama tíma þekkir það oft ekki sín eigin hjónabönd og líf barna sinna. Framhjáhöld í eigin hjónabandi koma oft sem þruma úr heiðskýru lofti, og þegar lögreglan sendir því skýrslur um líf barna sinna, þá kárnar nú heldur betur gamnið gráa með sögusagnalíf annars fólks. 

Kominn er tími til að slaka á upplýsingakröfunum til lífs annarra. Annars endum við sem nýtt Stasiland. Þetta er orðin þvæla út í hött. Best er að byrja aldrei á þvælum.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.2.2019 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband