Píratar ættu að biðjast afsökunar á frumhlaupi sínu og dónaskap

Píratar sýndu bæði dönsku og íslensku þjóðinni sem og þingum beggja, að ekki sé minnst á forseta danska þingsins ótrúlegan ruddaskap með því að mæta ekki á hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum í tilefni eitt hundrað ára fullveldis Íslands.

Alveg eins og píratarnir eru fulltrúar þeirra sem kjósa þá til þings situr Pia Kjærs­ga­ard á danska þinginu kjörinn af kjósendum í lýðræðislegum kosnignum í Danmörku og danska þingið hefur sýnt henni þá virðingu að kjósa hana sem forseta sinn og fulltrúa til samskipta út á við þegar og þar sem við á.

Ekki eru allir sammála skoðunum Steingríms J. Sigfússonar og fyrirlíta hann jafnvel fyrir framgöngu sína í Icesavemálinu, en eftir sem áður verður fólk að sætta sig við að hann komi fram fyrir hönd Alþingis sem forseti þess á meðan flokkur hans á aðild að ríkisstjórn og tilnefnir hann í embættið.

Íslendingum, jafnvel þeim sem líkar afar illa við Steingrím J., myndi þykja það bæði dónaskapur og mikil móðgun við þing og þjóð ef danskur stjórnmálaflokkur myndi neita að mæta til hátíðarfundar í danska þinginu vegna þess að Steingrími J. væri boðið að halda þar hátíðarræðu vegna tengsla Danmerkur og Íslands í aldanna rás.

Píratar ættu að skammast sín fyrir ruddaskap sinn og biðja dönsku og íslensku þjóðina afsökunar á framkomu sinni.  Ekki skal þó reiknað með að að siðferði píratanna sé á nógu háu plani til að af því verði.


mbl.is Dónaskapur að virða ekki embættið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Alþingi Íslendinga hélt upp á afmæli fullveldisins með því að fá útsendara fyrrum nýlenduherranna til að ávarpa þingið á Þingvöllum. Á DÖNSKU!

Þeir sem gagnrýna sniðgöngu slíkrar samkomu með vísan til "virðingar" (fyrir fyrrum nýlenduherrum) mættu rísa upp úr undirlægjuhætti sínum.

Þeir sem stóðu fyrir þessari móðgun skulda íslensku þjóðinni afsökunarbeiðni. Til hamingju með daginn engu að síður.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.7.2018 kl. 16:32

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta verður að teljast furðuleg afstaða og þó líklega ekki úr þessari átt.

Sambandsslitin gengu algerlega friðsamlega í gegn og alla tíð síðan hafa Danir og Íslendingar verið vinaþjóðir og Íslendingar sótt meira til Danmerkur en Danir til Íslands.

Það er algerlega við hæfi að fulltrúi danska þingsins ávarpi íslensku þjóðina á þessu merkisafmæli fullveldis Íslands.

Axel Jóhann Axelsson, 18.7.2018 kl. 16:44

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Axel fullkomlega sammála þér. Það var heldur ekki Dönum að kenna að Ísland komst í hendur þeirra heldur okkur sjálfum 1262 þegar landráðamenn sviku þjóðina í hendur Noregskonung. Þessi kafli er löngu búinn og engin skaði gerður sem káfar upp á okkur í dag. Ég segi til Hamingju Ísland.

Valdimar Samúelsson, 18.7.2018 kl. 16:58

4 identicon

Ísland gekkst undir yfirráð Noregs- og síðar Danakonungs og laut þeim í nær 700 ár. Það var reyndar ekki fyrr en upp úr siðaskiptum að við fórum verulega að finna fyrir hinu erlenda valdi. Þó urðu hinu erlendu afskipti ekki meiri en svo að við héldum tungu okkar og menningu.

Auðvitað er ekki hægt að fullyrða neitt um það hvað hefði gerst ef við Íslendingar hefðum ekki svarist undir Noregskonung árið 1262, en langlíklegast er að að við hefðum með tíð og tíma komist undir yfirráð Englendinga. Þá væri íslensk tunga varla lengur til og staða okkar líklega svipuð og eyjanna við Skotland.  

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 18.7.2018 kl. 17:49

5 identicon

Undarlegt hvað eldra fólkið vill ennþá liggja kylliflatt fyrir Dönum, og sleikja skóna þeirra. Yngra fólki þykir, eins og Guðmundur Ásgeirsson sagði, þetta vera undirlægjuháttur. 

thin (IP-tala skráð) 18.7.2018 kl. 17:56

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Að sjálfsögðu ættu Píratar að biðjast afsökunar á framferði sínu, en þeir hafa sýnt það í gegnum tíðina að þeir kunna ekki að skammast sín og því er það með öllu tilgangslaust að fara fram á afsökunarbeiðni frá þeim.....

Jóhann Elíasson, 18.7.2018 kl. 18:21

7 identicon

Megi hún Pía okkar mæta sem oftast á viðburði á Íslandi, ef það verður til þess að Pí-hrats draslinu, og Helgu Völu, verði haldið sem mest frá almennasjónum.

Hilmar (IP-tala skráð) 18.7.2018 kl. 19:05

8 identicon

þessi samkoma kemur íslenskum almenningi ekkert við enda sá enginn ástæðu til að þusta á þingvöll. Þetta var samkoma uppstrípaðra humpagumpa sem hafa engin tengsl við hinn almenna íslending og tala ekki máli hans. Og vera að kóróna svo vitleysuna með því að bjóða fulltrúa nýlenduveldisins sem þjösnaðist með þjóðina gegnum aldirnar fyllir algjörlega mælinn. 

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 18.7.2018 kl. 20:18

9 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Getur e-r útskýrt hvað það er sem kann að skylda þingmann/menn og konur til að hlýða á ræðu frá dönskum kollega ?

Erum við enn hluti að Danaveldi ?

Er frelsið ekki lengur yndislegt ?

Sigfús Ómar Höskuldsson, 18.7.2018 kl. 21:46

10 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ef einhver ætti að skammast sín vegna þessa snobbfundar á Þingvöllum þá er það Steingrímur J Sigfússon og þeir sem skipulögðu skandalinn.  Sennilega sitja nú þingmenn og boðselíta þeirra hugsi heima og klóra sér í hausnum yfir fámenninu í brekkunni. En þjóðinni var ekki boðið og nú er henni misboðið.  Píratar gerðu rétt í að sniðganga þessa ömurlegu athöfn á elleftu stundu.  Þeir kunna að hafa móðgað Piu Kjærsgárd en ekki dönsku þjóðina. Þeir þurfa ekki að skammast sín fyrir neitt.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.7.2018 kl. 00:47

11 Smámynd: Örn Einar Hansen

Guðmundur Ásgeirsson, útvegaðu þér orðabók og flettu upp á orðinu "nýlenda".  Ísland hefur aldrei nokkurn tíma verið "nýlenda" dana, né Danmörk "herraþjóð" yfir Íslandi.

Örn Einar Hansen, 19.7.2018 kl. 05:28

12 Smámynd: Örn Einar Hansen

Sigfús Ómar Höskuldsson, hvaða frelsi telur þú þig hafa? Þú hefur ekki einu sinni leifi til að skíta eða míga þar sem þér sýnist.

Örn Einar Hansen, 19.7.2018 kl. 05:38

13 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Bjarne, ég hef allavega frelsi til þess að finnast þú vera mögulega frábær og fyndinn. Það er e-ð...

Sigfús Ómar Höskuldsson, 19.7.2018 kl. 09:10

14 identicon

Gamalmennadeild Sjálfstæðisflokksins á blog.is sýnir undirlægju- og skóskleikjueðli sitt vel þessa dagana.

Bergur Isleifsson (IP-tala skráð) 19.7.2018 kl. 10:58

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ísland hefur aldrei verið nýlenda Noregs eða Danmerkur, heldur skattland norskra, dansk-norskra og danskra konunga -- og einnar drottningar, Margrétar I.

En framkoma Pírata, skróp á þingfundi (án veikindavottorðs, þótt allir sjái að það er eitthvað mikið að þeim) er til háborinnar skammar. Framkoma Helgu Völu með því að strunsa af þingfundi, þótt forseti danska þingsins hafi ekki rætt eitt einasta orð um sína eigin prívat-pólitísku afstöðu til innflytjendamála, var sömuleiðis til skammar. Grímur Atlason, maður hennar, lét hafa eftir sér um Piu Kjærsgaard: "Hún stendur fyrir allt það sem ég fyrirlít mest í þessum heimi," en svo skundar hann samt með konu sinni í rándýran hátíðarmálsverð með sömu Piu á kostnað þjóðarinnar! Hræsnarar!

En hvar er sönnun fyrir því að þessi Pia sé haldin "mannhatri og rasisma"? Þetta fullyrða ýmsir blákalt án þess að tilfæra neina sönnun fyrir máli sínu.

Á móti má spyrja þá hina sömu: Vilja þeir að Vestur-Evrópa verði í síauknum mæli múslimsk vegna stöðugrar fjölgunar múslima, meðan hjá þjóðunum, sem þar eru fyrir, er um sívaxandi fækkun að ræða?

Og hefðu þeir ekki gott af að horfa á þessar sagnfræðiupplýsingar vísindamanns um útþenslu og landvinningastríð islams gegnum aldirnar: https://www.youtube.com/watch?v=t_Qpy0mXg8Y

Jón Valur Jensson, 19.7.2018 kl. 13:46

16 identicon

Hér pönkast menn út í eitt á Pírötum og taka undir með þeim félugum BB og SJS. Segja það vera algjöran dónaskap að hafa ekki mætt. Ég lít á að þeir hafi þá jafnframt verið að skamma mig fyrir að skilja ekki ákvörðun SJS og hans fylgisveina að bjóða þessari konu. Jafnframt hljóta þessir heiðursmenn að hafa verið að skamma Axel Jóhann Axelsson,Jóhann Elíasson,Jósef Smári Ásmundsson, Sigfús Ómar Höskuldsson,Bjarne Örn Hansen, Bergur Isleifsson og alla þjóðina fyrir að hafa ekki komið á Þingvelli til að taka þátt partíinu

thin (IP-tala skráð) 19.7.2018 kl. 21:22

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það þarf ekkert að álasa almenningi sem ekki lagði leið sína á Þingvelli til að fylgjast með hátíðarfundinum.  Þarna var ekki nein sérstök dagskrá í boði önnur en fundurinn sjálfur og að tvö til þrjúhundruð manns hafi gert sér ferð á "áhorfendapallana" er bara nokkuð gott og miklu meira en tíðkast við Austurvöll.

Hátíðarfundinum var sjónvarpað, enda á miðjum vinnudegi þeirra sem ekki voru á ferðalögum vegna sumarfría, og t.d. fylgdist ég með allri sjónvarpsútsendingunni þar sem ég er staddur á norðurlandi og slíkt hið sama gerði auðvitað fjöldi fólks um allt land.

Almenningur sýndi engan dónaskap eða áhugaleysi með því að fjölmenna ekki á Þingvöll.  Þar var fyrst og fremst verið að halda hátíðarfund Alþingis í tilefni af því að hudrað ár voru liðin frá undirritun samningsins um fullveldi Íslands.  Það var gert 18. júlí 1918 og þess vegna var hátíðarfundurinn haldinn þann 18. júlí 2018 þó sá dagur væri í miðri vinnuviku.

Hefði átt að halda hátíð með þátttöku almennings hefði það væntanlega verið gert um helgi svo fólk ætti heimangengt, en hins vegar verða alls kyns minni viðburðir út árið í tilefni þessa merka atburðar og almenningur mun að sjálfsögðu taka þátt í mörgum þeirra.

Axel Jóhann Axelsson, 20.7.2018 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband