Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur

Engan hittir maður eða heyrir sem ánægður er með stjórn Reykjavíkurborgar og frekar er haft á orði að um óstjórn sé að ræða undir forystu Dags B. Eggertssonar og meirihluta Samfylkingar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata.

Þó ótrúlegt sé, fá þessir flokkar þó ennþá meirihluta atkvæða í skoðanakönnunum vegna komandi borgarstjórnarkosninga og flestir nefna Dag sem ákjósanlegasta borgarstjóraefnið, þrátt fyrir að fáir virðast þora að kannast við þessa afstöðu sína opinberlega.

Ennþá eru tveir mánuðir til kosninga og ekki veður öðru trúað en að skoðanir stórs hluta kjósenda muni snúast frá stuðningi við núverandi meirhlutaflokka í Reykjavík, enda víðtæk óánægja með stjórnleysi þeirra sem hlýtur að koma fram á ögurstundu kosningadagsins.

Haldi meirihlutinn í Reykjavík í komandi kosningum eiga vel við gömlu góðu málshættirnir "að margt sé skrýtið í kýrhausnum" og að "þangað leiti klárinn sem hann er kvaldastur".

 


mbl.is Mestur stuðningur við Dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það skyldi þó ekki vera að fólkið sem þú umgengst sé mögulega ekki þverskurður borgarbúa?

Alexander (IP-tala skráð) 31.3.2018 kl. 16:27

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég hélt að þú byggir í póstnúmerinu 101 Reykjavík, Axel Jóhann Axelsson.

Þorsteinn Briem, 31.3.2018 kl. 17:38

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

 Þeir eru til í öllum póstnúmerum sem skynja óstjórnina í borginni.

Axel Jóhann Axelsson, 31.3.2018 kl. 19:38

4 identicon

Ef maður lítur til núverandi og síðustu ríkisstjórnar, þá á þessi máls háttur vel við.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 31.3.2018 kl. 20:05

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Helgi, þetta er aumur útúrsnúningur þar sem hér er verið að fjalla um borgarstjórn Reykjavíkur og það þarf meira en svona aumt yfirklór til að verja óstjórnina í borginni.

Axel Jóhann Axelsson, 31.3.2018 kl. 21:31

6 identicon

Mikið lifir þú í einanguðum hópi Sjálfstæðismanna. Ég held þú ættir að flytja aftur til þinn æskustöðva á Siglufirði í faðmi Gunnar Birgissonar þar sem við bjuggum saman.

Gísli Geir Jónsson (IP-tala skráð) 1.4.2018 kl. 02:36

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Maður hittir og ræðir við ýmsa sem ekki hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn áður, en ætla að gera það núna í borgarstjórnarkosningunum vegna reynslunnar af núverandi meirihluta.

Hvað er það sem þú ert svona ánægður með Gísli?  Er það fjármálaóreiðan í borginni, umferðaröngþveitið og ónýtu göturnar eða sóðaskapurinn, svo fáein atriði séu nefnd?

Axel Jóhann Axelsson, 1.4.2018 kl. 10:03

8 identicon

Ég marka nú lítið þessa skoðanakönnun frá Baldri Þórhallssyni og kó, því að auðvitað getur hann ekki hugsað sér annað en Samfylkinguna og hennar fylgiflokka í stjórn, bæði hjá ríki og bæ, hvernig sem sú stjórn reynist, og hvernig, sem allt hefur rúllað hérna í borginni. Ég hef aldrei haft neina trú á þessum skoðanakönnunum frá Félagsvísindastofnun, eins hlutdrægar og þær hafa verið, eins og þær séu pantaðar frá Samfylkingunni. Við gætum gert eða látið gera eina skoðanakönnun fyrir okkur og spurt mest þá, sem við vitum, að mundu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Miðflokkinn. Hvernig heldurðu, að sú skoðanakönnun mundi líta út? Það sama er að segja um þessar skoðanakannanir Félagsvísindastofnunar. Við skulum anda rólega og bíða eftir þeim skoðanakönnunum, sem birtast þegar nær dregur kosningum, enda kosningabaráttan varla almennilega hafin enn, og ekki allir flokkar komnir fram, sem ætla sér að taka þátt í slagnum. Baráttan verður samt greinilega milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Það er augljóst. En við verðum líka að muna, að þetta eru ekki kosningar, en þessar kannanir geta því miður verið ærið skoðanamyndandi, og það er alveg ástæða til að hafa áhyggjur af því, þar sem það kann ekki góðri lukku að stýra. Bíðum samt og sjáum, hvað setur.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2018 kl. 11:11

9 Smámynd: Örn Einar Hansen

Sóðaskapur er hið besta mál ... man í sveitinni, í gamla daga ... þá voru hendurnar þvegnar einu sinni á dag.  Strokið var yfir líkamann um helgar, og þegar farið var í kirkju eða annað opinbert, þá vara farið í bað.

Aldrei var lífið heillavænna en þá ...

Örn Einar Hansen, 1.4.2018 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband