9.3.2017 | 19:19
Siðlaust þing eða þingmenn?
Á Alþingi rífast þingmenn um það hvort þingið eða einstakir þingmenn séu siðlausir vegna samþykktar samgönguáætlunar án þess að láta sér detta í hug að gera ráð fyrir þeim kostnaði á fjárlögum sem þeirri áætlun myndi fylgja.
Þessi vinnubrögð eru reyndar undarleg, þar sem stuttu fyrir samþykkt samgönguáætlunarinnar hafði verið samþykkt fjármálaáætlun til næstu ára án þess að gert væri ráð fyrir nándar nærri nógu miklum fjármunum til að hægt væri að standa við samgönguáætlunina. Til að kóróna delluna voru fjárlög samþykkt án þess að nokkur þingmaður myndi eftir, eða að minnst kosti dytti í hug að standa við, nýsamþykkta samgönguáætlun.
Ráðherrum ber að starfa eftir samþykktum Alþingis og eru fyrst og fremst bundnir af fjárlögum, enda óheimilt að veita fé úr ríkissjóði sem ekki hefur verið ráð fyrir gert við samþykkt fjárlaganna.
Þrátt fyrir þá skyldu ráherra ganga ýmsir þingmenn af göflunum þegar samgönguráðherra reynir að forgangsraða vegaframkvæmdum í samræmi við það fjármagn sem hann hefur til ráðstöfunar samkvæmt samþykktum fjárlögum.
Fjárlög eru lög og áætlanir verða að víkja, geri þingheimur ekki ráð fyrir þeim við samþykkt fjárlaganna.
Sú ályktun sem af þessu má draga er að það sé siðlaust að samþykkja útgjalda- og framkvæmdaáætlanir án þess að gera ráð fyrir tekjum til að fjármagna loforðin.
Vonandi læra þingmenn að innistæðulaus kosningaloforð og að gefa þjóðinni falskar vonir um framkvæmdir séu bæði óþolandi og siðlaus.
Óbreytt ummæli ráðherra grafalvarleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samkvæmt orðanna hljóðan er samgönguáætlun bara áætlun sem ráðherra ber að fara eftir eftir því sem efni og aðstæður leyfa. Ráðherra getur ekki og má ekki, frekar en aðrir, fara fram úr þeim fjárlögum sem honum eru settar af Alþingi.
Hvað síðan verður um alla þá fjármuni sem innheimtast í gegnum alla þá skatta sem lagðir eru á ökutæki og eldsneyti sem ætlað er til samgöngumála er aftur annað mál. Þingmenn ættu að beina kröftum sínum í að sjá til þess að þeir fjármunir skili sér þangað sem þeim er í upphafi ætlað, að öðrum kosti að sjá til þess að þau gjöld verði lækkuð til samræmis við það fjármagn sem fer að lokum til vegamála.
Tómas Ibsen Halldórsson, 10.3.2017 kl. 14:09
Það er hárrétt, að umræðan ætti að snúast um í hvað allir bifreiða- og olíugjöldin fara og hvort hluti þeirra sé notaður í annað en vegamál. Ef þau fara öll í þau verkefni sem þeim er ætlað og það dugar ekki til, eiga þingmenn að sjálfsögðu að bæta við á fjárlögum, eftir því sem efni og aðstæður eru hverju sinni. Viðhafa ætti almennileg og heiðarleg vinnubrögð í þessu efni, sem öðrum, á Alþingi og hætta þessu sífellda röfli um aukaatriði og segja eitt í stjórn og allt annað í stjórnarandstöðu.
Auðvitað þarf að vera almennur skilningur á því að áætlun er allt annað en lög og fjármuni getur ráðherra ekki sett í málin eftir sínum eigin geðþótta. Þar ráða fjárlög hverju sinni og þetta vita þingmenn mætavel og almenningur veit það líka, en þrasgirnin er sterk og oft er umræðan út og suður og á villigötum, þó allir viti það sanna í málunum mætavel.
Þingmenn verða líka að hætta að ausa út kosningaloforðum sem þeir vita vel að útilokað er að standa við, enda er ætlun þeirra alls ekki að standa við þau.
Axel Jóhann Axelsson, 10.3.2017 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.