Banki Vinstri grænna og vogunarsjóða

Á valdatíma Vinstri grænna í fjármálaráðuneytinu var erlendum vogunarsjóðum afhentir tveir bankar og eignarhaldið sett inn í hlutafélög sem hrægammarnir stofnuðu undir stjórn og með stuðningi Steingríms J., þáverandi fjármálaráðherra.

Þessi hlutafélög, sem alfarið eru og hafa verið í eigu vogunarsjóðanna, áttu og ráku tvo af þrem stærstu fjármálafyrirtækjum landsins allt þar til ríkisstjórn síðasta kjörtímabils tókst að neyða gammana til að afhenda ríkissjóði sem hluta af stöðugleikaframlögum Íslandsbanka að fullu og 13% hlut í Aríon banka.

Nú hefur það gerst að hluti þeirra vogunarsjóða sem eiga Arion banka að mestu leyti hafa selt sjálfum sér nokkuð stóran hluta bankans, þannig að nú teljast þeir eiga nálægt því "virkan" eignarhlut í bankanum í stað "óvirka" hlutarins sem þeir áttu áður en þeir keyptu af sjálfum sér.

Vogunarsjóðir hafa ekki gott orð á sér hér á landi, frekar en víða annarsstaðar, enda kallaðir "hrægammar" vegna eðlis síns og í tilfelli þessara "endurnýjuðu" eigenda í bankanum er einn vogunarsjóðurinn a.m.k. sem settur hefur verið í "ruslflokk" af matsfyrirtækjum vegna vafasamra viðskipta í Kongó og víðar í Afríku.+

Íslendingar hafa fyrir all nokkru sett Vinstri græna í pólitískan ruslflokk, þannig að teljast verður að nokkuð jafnt sé á komið með þessum vafasömu viðskipafélögum.


mbl.is Kaupandi Arion í ruslflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband