Tíu ára hetja

Mörgum bregður við að horfa upp á útigangsfólk leita að mat í ruslatunnum og oft hugsar fólk sér að gera eitthvað til hjálpar en oftast verður ekkert úr framkvæmdum.

Hafdís Ýr Birkisdóttir, tíu ára gömul stúlka, lét hins vegar hendur standa fram úr ermum þegar hún sá heimilslaust fólk leita sér matar í sorpi vestur á Granda og hóf söfnun til styrktar fólkinu og gaf m.a. út matreiðslubók með uppáhaldsréttunum sínum sem styrktaraðilar fengu afhenta gegn frjálsum framlögum.

Þessi tíu ára gamla hetja afhenti mat, fatnað og hreinlætisvörur fyrir um þrjúhundruðþúsund krónur sem henni  hafði tekist að safna til handa útigangsfólkinu og segist hvergi nærri hætt, því jólin nálgast og fyrir þann tíma ætlar hún sér að ná að safna meira í sama tilgangi.

Hafdís Ýr er sannkölluð hetja og mætti verða öðru og eldra fólki hvatning til að koma góðum áætlunum í verk, en láta ekki duga að hugsa um það. 


mbl.is Sá menn leita að mat í ruslinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hún er óvenju þroskuð og lætur sig varða það aumkunarverða sem hún sér,án þess að snúa sér undan.

Helga Kristjánsdóttir, 12.11.2013 kl. 05:48

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þarna er greinilega stór sál í litlum likama

Axel Jóhann Axelsson, 12.11.2013 kl. 08:56

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Axel fyrir virkilega góða pistil sem segir svo margt.

Vona að þér sé sama þó ég hafi birt hann á Feisbókarsíðu minni.

Svona pistill sem hefur sig yfir argþras dægurumræðunnar á erindi til sem flestra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.11.2013 kl. 08:56

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

<3 með svona að leiðarljósi þá munum við geta unnið saman gegn sjáftöku og yfirgangi fárra manna!

Sigurður Haraldsson, 12.11.2013 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband