22.10.2013 | 00:14
Óhjákvæmileg vernd lögreglu við framkvæmdir
Burtséð frá því hvað fólki finnst um vegalagninguna um Garðahraun, þá hefur framkvæmdin farið sína leið um kerfið, þ.e. skipulagsyfirvöld, umsagnaferli og umræðu sveitarstjórnar.
Eftir að verkefni hefur fengið slíkt samþykki verður fólk að sætta sig við niðurstöðuna, þó hún gangi þvert á skoðanir þess enda eðli lýðræðisins að sumir verða að lúta í lægra haldi með sínar tilfinningar endrum og sinnum.
Fámennur hópur fólks má ekki komast upp með að stöðva framkvæmdir sem uppfyllt hafa skilyrði laga og reglna þjóðfélagsins, enda væri þá stutt í algert stjórnleysi í landinu ef slíkt yrði látið viðgangast.
Í því samhengi skiptir engu máli hvaða fólk á í hlut, hvorki hvað það heitir eða hver staða þess er í þjóðfélaginu að öðru leyti.
Öllum verið sleppt úr haldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nú ekki enn komin niðurstaða frá Hæstarétti hvort það sé hreinlega löglegt að leggja veginn þarna.
Málið er fyrir dómi og það að hefja framkvæmdir áður en kemur í ljós hvort þetta verður dæmt ólöglegt eða ekki er svona svipað og að láta einstakling sem hefur verið sviftur ökuleyfi fyrir að aka bæði drukkinn, dópaður og á 200 km/hraða, halda áfram að keyra af því það hefur ekki verið dæmt í hans máli.
Jack Daniel's, 22.10.2013 kl. 00:42
Vegagerðin hefur ákveðið að sætta sig ekki við komandi niðurstöðu Hæstaréttar með því að láta vélaherdeild sína ráða málinu til lykta á dóms og laga.
Ómar Ragnarsson, 22.10.2013 kl. 01:26
Hjartanlega sammála þér Axel.
Því þetta fólk var búið að semja við yfirvöld að bíða úrskurðar héraðsdóms. Svo líkar þeim bara ekki dómurinn!
Við erum illa svikin ef þessi þrjósku eldri borgarar verða ekki teknir rækilega fyrir í áramótaskaupinu.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 09:03
Það er magnað hvernig að fullorðið fólk sem alið var upp i guðsótta og góðum siðum er farið að haga ser ! Elliglöp ..eða ????
rhansen, 22.10.2013 kl. 12:18
Það er með ólíkindum hvernig talað er um eldra fólk með skoðanir. ekki finnst mér nú borin mikil virðing fyrir eldri borgurum af ykkur .R Hansen og Sigrúnu Guðmundsdóttur. Hér er allt í molum eftir stuttbuxnagæjana í bönkunum, ekki eru það elliglöp, þeir eru búnir að brjóta niður allt sem búið var að byggja upp í gegnum árin. Eruð þið kannski búnar að fá lóð þarna, og er græðgin ekki búin að kenna ykkur nóg!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 22.10.2013 kl. 16:32
Sammála nafni!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.10.2013 kl. 17:25
Auðvitað skiptir aldur fólks hér engu máli. Ungir og gamlir þurfa að fara að lögum og reglum.
Axel Jóhann Axelsson, 22.10.2013 kl. 19:01
Einmitt, hér skiptir hvorki aldur né frægð fólks máli. Allir þurfa að fara að lögum og reglum.
En fyrst þú vænir mig um eiginhagsmuni og græðgi Eyjólfur 16:32 þá má kannski benda hér á að ónefndur aðili sem tengdur er lögfræðingi þessa hóps á hús við Gálgahraunsveg.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 20:07
Margir dómar fara fyrir hæstarétt ef fólk er ekki ánægt með dóm héraðsdóms, og þá er yfirleitt beðið eftir dómi hæstaréttar. En það er ekki gert þarna, er þá verið að far eftir lögum? Hinsvegar er ekki til neins að vera að halda áfram þessu karpi, því að það er búið að eyðileggja sögulegu staðina. Gangi ykkur vel á nýja veginum. kv. Bláskjár.
Eyjólfur G Svavarsson, 23.10.2013 kl. 14:10
Hræddur er eg um að við séum komin ansi nálægt fasisma.
Þessi framkvæmd er umdeild. Stjórnmálamenn beita lögreglu til að kæfa andstöðu og mótmæli rétt eins og gert er af einræðisstjórnum og herforingjastjórnum. Hanna Birna sýndi af sér nákvæmlega sama og þessir þokkapiltar sýna andstæðingum sínum.
Við búum við skoðanafrelsi, félagafrelsi og fundafrelsi. Mótmælendur eru í fullum rétti og dómstólar eiga eftir að kveða upp með hvað dæmist rétt í þessu máli. Tapi Garðabær og Vegagerðin málinu þá er ekki unnt að bæta fyrir eyðilegginguna.
Mér finnst að Hanna Birna ætti að skoða betur sinn gang. Hún ætti að biðjast afsökunar á þessari gjörræðisákvörðun sinni, bjóða þeim bætur sem voru handteknir og sumir mjög harkalega. Og kalla allar vinnuvélar burt úr hrauninu og doka eftir niðurstöðu Hæstaréttar.
Verður hennar minnst sem stjórnmálamannsins sem innleiddi fasisma á Íslandi og gróf undan réttarríkinu?
Guðjón Sigþór Jensson, 26.10.2013 kl. 08:23
Óttalega er þetta nú lítilsigld athugasemd, Guðjón, og síðasta setningin algerlega fáránleg.
Axel Jóhann Axelsson, 26.10.2013 kl. 11:32
Í öllum lýðfrjálsum löndum er lögreglu ekki beitt gegn friðsömum mótmælendum. Og að siga lögreglu á fámennan hóp friðsamra motmælenda eins og Ómar Ragnarsson finnst mér þú taka ansi stórt upp í þig.
Við erum komin ansi nálægt fasisma því með hverju má reikna næst?
Verður lögreglan rafbyssuvædd? Hanna Birna hefur gefið í skyn að hún vilji það.
Ögmundur ljáði aldrei máls á að lögreglan fengi rafbyssur í sínar hendur og töluverð andstaða innan lögreglunnar er fyrir því. Þó eru alltaf einhverjir sem vilja sýna aukna hörku og jafnvel ofbeldi.
Þú sérð vonandi þetta í víðara ljósi Axel. Þannig á síðasta setningin mín sem spurning allveg við. Það er ekki fullyrðing og má auðvitað rökstyðja svar með og móti og það er alltaf opið með spurningar.
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 28.10.2013 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.