Trúir þú á galdra?

Frá fornu fari höfum við Íslendingar trúað á álfa og tröll, að ekki sé minnst á drauga og forynjur allskonar og þrátt fyrir tækniframfarir og vísindi nútímans virðist trúnaðurinn við hið yfirskilvitlega haldast með þjóðinni.

Nú boðar Framsóknarflokkurinn að strax að kosningum loknum muni hann galdra stóran hluta skulda landsmanna í burtu með einföldum Hókus Pókus aðferðum og auðvitað trúir stór hópur landsmanna á töfrana, ekki síður en á aðra óútskýranlega hluti.  Þrátt fyrir að allir vildu fegnir losna við skuldabyrði sína algerlega fyrirhafnarlaust, verður að teljast ótrúlegt hve margir láta blekkjast af galdraþulunni.

Góð og gömul ráðlegging hljóðar einhvern veginn á þessa leið:  "Virðist eitthvað vera of gott til að vera satt, er það venjulega of gott til að vera satt".

Þessu ættu menn að velta fyrir sér fram að kjördegi.   


mbl.is Framsókn fengi 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki bara sama Hókus Pókus leiðin og var sett á lán allra landsmanna þegar hrunið varð????? Ég skil ekki hvers vegna það er talað um hókus pókus leið þegar leiðrétta á forsendubrest en ekkert talað um allar þessar skuldir sem landsmenn fengu í "gjöf" er það eitthvað sem er bara náttúrulegt?

Bjarni (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 01:25

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þetta þykir mér ekki málefnaleg rökfærsla á því sem (F) hefur á stefnuskrá sinni.

Það er talað um hókus pókus aðferðir, en var það ekki hókus pókus aðferð að setja verðtryggingu á húsnæðislán landsmanna?

Leifum (F) að útskýra sína stefnuskrá án þess að vera með bull áróður.

Ef (F) verður í Ríkisstjórn með yfir 40% fylgi og ef þeir gera ekkert í vandamálum heimilana i.e. Verðtrygginguna þá verða þeir ekki í Ríkistjórn út allt næsta kjörtímabil.

Kveðja frá Houston

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 6.4.2013 kl. 02:12

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Svo koma Jólasveinarnir aftur í desember og færa börnunum gjafir. Verst að fáir eldri en svona sjö ára skuli trúa á þá félaga, en vorsveinar Framsóknar fylla líklega upp í það skarð hjá hinum eldri.

Axel Jóhann Axelsson, 6.4.2013 kl. 08:52

4 identicon

Frekar dapur og örvæntingarfullur málflutningur. Ekkert hokus pókus. Niðurfærslur skulda hafa verið framkvæmdar og hafa gengið. Þið sem reynið að gera lítið úr slíkum hugmyndum verðið að svara því hver kostnaðurinn verður við að gera ekki neitt? Hagfræðingar eru almennt sammála því að ástæðan fyrir því að Japan hefur ekki náð sér á strik aftur eftir hrun sem varð þar á níunda áratugnum sé að ekki hafi verið tekið á skuldamálunum. Hættan er að hér myndist svokallað Zombí hagkerfi.

Þó að sjálfstæðismenn séu voða sárir þessa daganna ætti þeir að láta af ódýrum málflutningi og forðast að lenda í skíta umræðum það mun ekki bæta stöðu þeirra og er þeim ekki samboðið. Látið vinstri mennina um slíkt það er þeirra stíll.

Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 10:14

5 identicon

Ég held þú ættir að hlusta aðeins á flokksbróðir þinn hann Ólaf Arnarsson

Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 10:16

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Afskaplega er þetta lélegur áróður Axel, þú ert nú þekktur fyrir betra en svona.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 6.4.2013 kl. 13:02

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Að sjálfsögðu þarf að taka á skuldavandanum, en það verður ekki gert með því að galdra þær á burt með einföldum Hókus Pókus aðferðum. Kynnið ykkur tillögur Sjálfstæðisflokksins í þessum málaflokki og þá munið þið sjá að þar er um raunhæfar og framkvæmanlegar tillögur að ræða, án töfrabragða.

Það er ódýr brella að reyna að telja fólki trú um að erlendir vogurnarsjóðir muni steinþegjandi og hljóðalaust taka á sig 300 milljarða niðurfærslu á íbúðaskuldum íslenskra heimila. Tilraunir til slíks myndu kalla á margra ára málaferli og auðvitað myndi ekkert gerast í málefnum heimilanna á meðan að á þeim stæði.

Það þarf að skoða þessi mál öll af raunsæi, en ekki út frá loforðaglamri sem aldrei verður hægt að standa við.

Axel Jóhann Axelsson, 6.4.2013 kl. 16:16

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hér má sjá góða grein Þorsteins Pálssonar um nýju fötin keisarans (Framsóknarflokksins):  http://www.visir.is/val-um-draumora-eda-kaldan-veruleika/article/2013704069989

Axel Jóhann Axelsson, 6.4.2013 kl. 16:30

9 identicon

Komdu frekar með rökstudda gagnrýni á hugmynd Hægri grænna!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 18:18

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Tillögur Hægri grænna eru um margt áhugaverðar og mætti vel skoða betur, þó einhverjir hafi gagnrýnt útreikningana sem settir hafa verið fram af flokknum um vaxtamismuninn. Eftir sem áður allrar athygli verðar.

Axel Jóhann Axelsson, 6.4.2013 kl. 19:09

11 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég verð að segja að ég er vonsvikinn með stefnuskrá (S) flokksins, það er eins og þeir hafi verið á einhverri annari plánetu þegar þeir voru á Landsfundinum.

Það eru þrjú aðal mál í kosningunum eftir 20 daga.

1. Afnema verðtrygginguna fyrir næstu áramót.

2. Loka Evrópustofu daginn eftir stjórnarmyndun

3. Bindandi þjóðaratkvæði um ESB ferilin ekki seinna en október 2013.

Ég sé ekkert af þessum þremur aðal málum á stefnuskrá (S)?

Þess vegna er þetta gífurlega fylgishrun (S) af því að flokkurinn fílar ekki þjóðarpúlsinn og þess vegna fer sem fer eftir 20 daga og (S) flokkurinn getur sjálfum sér kennt.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 7.4.2013 kl. 01:44

12 identicon

Hebrear til forna gerðu þetta árþúsundum saman. Náðarár, á sjö ára fresti sem innifól ALGJÖRA NIÐURFELLINGU ALLRA SKULDA var innbyggður hluti af stjórnkerfi þeirra og lagaleg skylda manna að hlýða þessu boðorði. Mjög trúaðir gyðingar halda það margir ennþá, þó aðrir trúi það sé ekki í gildi um þessar mundir af því Ísrael nútímans sé ekki Ísrael fortíðarinnar. En það er reglulega rætt um það alvarlega í Ísrael, af veraldlegu og trúlausu fólki, að taka þetta boðorð upp aftur afþví það virkaði svo vel í gamla daga. Og segðu nú Sigmundur Davíð sé bara fáviti sem fari að ráði þeirra sem hafi ekkert vit á peningum. Guð sjálfur er í liði með honum.

Prufið að lesa Biblíuna... (IP-tala skráð) 7.4.2013 kl. 02:52

13 identicon

Lesið sjálf. Þetta voru lög í landinu í þúsundir ára. Allir þurftu að halda þau, eða eiga von á vondu. Og Salómon konungur sem var á sínum tíma ríkasti maður heims tók þau sérstaklega alvarlega og fór eftir þeim sjálfur. Sigmundur er að mæla með því að Íslendingar taki upp gyðinglega siði í fjármálum. Ráðdeild, sparsemi og að gefa fólki nýtt tækifæri, en hengja ekki á það skuldaólar! Það er aðdáunarvert. Gakktu á Guðsvegum, Sigmundur. Þú veist ekki sjálfur hvað þú ert að fara að gera stórkostlega hluti ef þú heldur þessu til streitu! Þú ræður því auðvitað sjálfur, Axel minn, hvort þú hlýðir frekar á ráð ríkasta manns Salómons konungs og Guðs hans, og ráð þeirra þjóðar sem hefur alið af sér flesta mesta hagfræðinga og aðra sem hafa djúpa innsýn inn í raunverulegt eðli fjármála, eða hvort þú vilt ríghalda í ranghugmyndir þínar um hugmyndina og hindra framgang réttvísinnar. http://bible.cc/deuteronomy/15-1.htm

Prufið að lesa Biblíuna... (IP-tala skráð) 7.4.2013 kl. 03:02

14 identicon

http://bible.cc/deuteronomy/15-1.htm

Prufið að lesa Biblíuna... (IP-tala skráð) 7.4.2013 kl. 03:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband