Pólitískir framtíðardraumar Steingríms J. eru martröð þjóðarinnar

Steingrímur J. hefur látið það berast til "síns fólks" að það þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að stórbreytingar verði á næstunni á hans pólitísku högum fái hann sjálfur einhverju um það ráðið.

Þessi tilkynning hans til "síns fólks" væri hins vegar stórkostlegt áhyggjuefni fyrir allt annað fólk í landinu, ef ekki væri fyrir þá vissu og trú að fylgi Vinstri grænna muni hrynja í vorkosningunum og því lítil hætta á öðru en að stórbreytingar verði á pólitískum högum Steingríms J. og flokks hans að þeim loknum.

Ekki er ólíklegt að Steingrímur J. trúi sjálfur eigin vonum og þrám um áframhaldandi setu sem "allsherjarráðherra" nánast alvaldur í næstu ríkisstjórn, eins og hann hefur verið í þeirri sem nú situr að sögn Björns Vals, en fái kjósendur einhverju ráðið munu þeir dagdraumar félaganna Steingríms J. og Björns Vals ekki rætast.

Fyrir þjóðina eru draumar þeirra félaga hrein martröð, enda mun ekkert gerast að ráði í atvinnu- og öðrum framfaramálum landsins fyrr en eftir stjórnarskipti.


mbl.is „Engar stórbreytingar á mínum högum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þetta kemur ekki á óvart, maðurinn heldur sig vera bjargvætt þjóðarinnar og vill auðvitað halda áfram að bjarga þjóðinni með því að skattleggja upp í rjáfur og þrengja að atvinnulífinu.

Hvað á maðurinn annars að gera annað en vera í stjórnmálum? Myndi einhver í einkageiranum ráða manninn á helmingi þeirra launa sem hann þiggur nú?

Helgi (IP-tala skráð) 1.11.2012 kl. 05:47

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Þetta er í raun dulítið absúrd.

"Hans fólk" á að treysta honum en hann treystir því ekki til að taka við...

Seingrímur stefnir máski á að reyna að bæta met Jóhönnu í "þingsetu án árangurs"?

Óskar Guðmundsson, 1.11.2012 kl. 08:32

3 identicon

@1    Ef það væri syndin stóra hjá Steingrími að skattleggja þá væru nú margir verri.

Hrunið er ekki bara eitthvert orð, skattlagning getur verið ill nauðsyn og aukist vegna eftirkasta hrunsins.    Stóra syndin eru brigslin lygarnar og svikin. Undirlægjuhátturinn við ESB ruglið hjá Samfylkingu og hálfvitagangurinn í kring um Icesave en síðast en ekki síst stöðutakan með fjármagnseigendum á móti almenningi vegna stökkbreytinga lána!

Vill einhver fá á þing mann sem hefur sýnt sig í að vera móralslaus valdapólitíkus hvers orð eru algjörlega marklaus?   En Steingrímur er nú raunar ekki sá eini!!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.11.2012 kl. 09:25

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Gott nnlegg í þessa umræðu er blogg frá 2009. Það er ávalt gott að rifja upp hlutina.

"

1.7.2009 | 20:19

Goðið fallið!

Steingrímur Sigfússon hefur í langan tíma verið í miklum metorðum hjá mér sem stjórnmálamaður. Hann er feiknar mælskur ræðumaður og oft á tíðum afar rökfastur. Stundum hafur hann sett fram áherslur sem mér eru mér afar vel að skapi, ekki síst í  félags og umhverfismálum. Þá hefur hann oft haft hagsmuni landsbyggðarinnar að leiðarljósi, sem ég met mikils, því að við þurfum að byggja landið allt. Við bankahrunið held ég að það hefði verið mjög skynsamlegt að taka Steingrím inn í ríkisstjórnina, en vandamálið var að bæði Framsóknarflokkurinn og Frjálslyndir voru lemstraðir og vart stjórntækir. Ég er sannfærður um að Steingrímur hefði staðið sig. 

Svo kom tækifæri Steingríms. Allt var réttlætt vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn bar ábyrgð. Frasar eins og nýfrjálshyggja og græðisvæðing voru notaðir, en lausnir létu á sér standa. Síðan kom kosningabarátta og þar komu heldur engar lausnir fram. Jú, mjög hagstæði lausn í Icesavemálinu var rétt handan við hornið. Síðan kom bið, af einhverjum ástæðum með niðurstöðu, fram yfir kosningar, og svo lengri bið.... þá niðurstaða, sem enginn mátti sjá. Síðan máttum við sjá, pínulítið og svo nærri allt. Þá kom í ljós að Steingrímur sem jú bar ábyrgð á Icesavesamingunum hafði gert alvarleg mistök. Hann hafði kallað til Svavar Gestsson og Bart Simson og þeir saman komu bara með klúður. Það gleymdist að fá fagaðila til þess að koma að þessum samning, niðurstaða eitthvað sem 60% þjóðarinnar vill ekki sjá eða heyra. Það sem þjóðin greinir er að Steingrímur hefur farið inn í þingflokksherbergið og snúið upp á höndina á þeim sem ekki vilja sjá þessi hörmung. ,,Þú skalt, með góðu eða illu". Gagnvart þjóðinni hefur Steingrímur fallið á inntökuprófinu. Hann hefur ollið þjóðinni ómældum vonbrigðum. Ef hann neyðir sitt fólk til þess að samþykkja þennan samning, mun þjóðin senda Vinstri græna í varanlega útlegð. Með haustinu kemur ný búsáhaldabylting. Þá hafa Vinstri Grænir ekkert með þá byltingu að gera. Þá verður kallað vanhæf ríkisstjórn, vanhæf ríkisstjórn. Þá verður ekki kallað Dvíð Oddson burt, heldur Steingrím Sigfússon burt.  Goðið er fallið! "

Eggert Guðmundsson, 1.11.2012 kl. 12:07

5 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Það eru góðuar líkur á því að hrunvaldar nái kröftum sínum aftur. Enda auðvelt að blekkja þjóðina. Hitt er svo annað mál að erfitt mun það reynast hægri öflunum að viðhalda viðsnúningi og valda ekki frekari skaða á þessu samfélagi okkar öðruvísi en að halda því áfram sem Steingrímur hóf. Enda hefur honum ásamt Jóhönnu og þingmeirihlutanum að vinna bug á 14% halla ríkssjóðs sem Sjálfstæðisflokkurinn skildi eftir sig en gert er ráð fyrir að hann verði innan við 1% fjárlög gera ráð fyrir 0.1%. Verðbólga hefur fallið úr 18% niður í rúm 4%. atvinnuleysi úr 10% niður í 5%. Kaupmáttur launa hefur hækkað frá því að botninum var náð um tæp 8%.

http://blogg.smugan.is/eliasjon/2012/10/01/langversta-rikisstjornin/

Ný stjórn þarf að halda áfram.

atvinnuleysis þarf að helmingast líkt og þessi stjórn náði og þá niður í 2.5%

afgangur af rekstri ríkissjóðs verður að vera um 2% af vfl að lágmarki, alls ekki vera eins og í ruglinu ykkar fyrir hrun þar sem skuldir jukust.

hagvöxtur má ekki fara undir 2,5%

kaupmáttur launa verður að aukast um 8 - 18% alls ekki láglaunastefnan sem þið keyrðuð á frá 1991 til 2008.

Þið megið ekki halda áfram að klúðra orkunni okkar.

bestu kveðjur.

Andrés Kristjánsson, 1.11.2012 kl. 15:14

6 Smámynd: Óskar Guðmundsson

"Afgangur" er á A-hluta... B-hluti (m.a. þáttatekjur) er í algjörum og stækkandi mínus. Ef raunin væri 2%vlf værum við að standast Maastricht en raunin er víst um 120% hærri og við því víðs fjarri því að standast skilyrðin. Afgangurinn hefur lítið minnkað þar sem að vinstrimenn hafa keyrt rækilega frammúr... þar sem að áætlanirnar hafa verið skelfilega vanmetnar. Meðaltalið hjá Sjöllum var að mig minnir 3-4 milljarðar frammúr. Sitjandi stjórn fer um 10 sinnum meira frammúr eða 30-40 milljarða.

Mundu líka að 1990-94 var barist við mikið atvinnuleysi og rugl eftir "uppgangstíma vinstrimanna" á árunum 1980-90 þar sem meðaltalsverðbólgan var 37% fyrir áratuginn. Þá tókst hægrimönnum að halda verðbólgunni undir 2,5% og lengi undir 2%.

Atvinnuleysi hefur síðan minnkað um 0,85% í raun. Það eru bara kjánar sem hanga á hinum tölunum enda eru þær aðeins yfir þá sem þiggja bætur frá ríkinu í gegnum Vinnumálastofnun en ekki þá sem fallið hafa af bótum eða eru komnir uppá sveitarfélög eða í "sértæk verkefni" eins og óbeinar atvinnuleysisbætur Vinnandi Vegs.

 Hagvaxtaspár hafa síðan verið hreinn kjánagangur undanfarin ár enda í forsendum allskonar "dót" sem blásið hefur verið út af borðinu í "umhvervisnefndum"... virkjanir og álver m.a. og ef frammhald yrði á vinstristjórn með öllum þeirra bönnum og höftum yrði kraftaverk ef að hagvöxtur næði í raun yfir prósentið.

Kaupmáttur er síðan lítill þar sem að verkalýðshreifingin hefur verið drepin í jafnaðarmennsku og dauða allrar kvatningar til að leggja nokkuð á sig vegna sífelldra skerðinga og er þá helst að minnast á tekjutengingar sem Jóhanna nokkur kom á....

Annars virðis enn auðvelt að blekkja suma enda virðist Andrés Kristjánsson hér að ofan trúa öllu svo lengi sem að vinstrimaður segi það og verður fyrir vikið fremur hræsnisfullur í tali.

Svar hans ef eitthvað verður kemur mjög líklega með frösum að ég sé "FL-okksmaður og Dabbasleikja".. sem væri kostulegt þar sem ég hef ALDREI kosið Sjallana á landsvísu og aðeins einu sinni í minni heimasveit.

Óskar Guðmundsson, 1.11.2012 kl. 17:37

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Alltaf er jafn skemmtilegt að sjá vinstrisinna, eins og Andrés, halda því fram að banka- og efnahagskreppan í Bandaríkjunum og í Evrópu sé íslenskum stjórnmálamönnum að kenna.

Sá áróður er löngu hættur að virka, jafnvel á flesta vinstrimenn, ekki síst eftir því sem kreppan versnar í Evrópulöndunum og þá alveg sérstaklega evruríkjunum.

Axel Jóhann Axelsson, 1.11.2012 kl. 18:27

8 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Axel við vorum komnir í vandræði áður en að Lehmann brothers féllu m.ö.o við vorum fallit no matter what. Enginn vildi gera gjaldeyrisskiptasamninga við okkur þetta var 6 mánuðum fyrir hrun LB. Rannsóknarnefnd Alþingis bindi 1 bls 167.

Óskar Þú virðist ekki skilja þegar átt er við um afgang eða halla á fjárlögum. Þú núllar ekki halla rúmlega 210 milljarða króna halla á einu ári nema þá að kollsteypa hagkerfinu (fjárlög Sjálfstæðismanna á árinu 2008 þá var framúraksturinn um 250 milljarðar). Það að ná því á 4 árum með ásættanlegum hagvexti er ótrúlegt. Meðan halli er á fjárlögum þá aukast skuldir ríkissjóðs. Ég vildi ítreka þetta við ykkur hægri mennina hversu mikilvægt það er að þið haldið áfram að laga stöðuna ekki detta í vitleysuna sem þið stunduðu. Það er nefnilega algerlega óásættanlegt þegar skuldaþensla er í samfélaginu, sem var frá 1995 - 2007, að skuldir ríkissjóðs aukist. það er ekki hægt að ímynda sér meiri heimsku. En skuldirnar fóru úr 390 1998 milljörðum í 572 milljarða 2007 óskiljanlegt. Síðasta árið ykkar var samt kostulegt þið bættuð við 750 milljörðum á einu ári.

uppgangstímar vinstrimanna segir þú??? 1980 -90 Sjálfstæðisflokkurinn var við völd frá 1980 -1988. Vinstristjórn 1988-91

Verðbólga:

1981 = 51%

1982 = 84%

1983 = 29%

1984 = 32%

1985 = 21%

1986 = 19%

1987 = 25%

1988 = 21%

1989 = 14%

1990 = 7%

1991 = 4%

Þú ættir að kynna þér hrakfara sögu Sjálfstæðisflokks betur. Vinstristjórnin náði böndum á verðbólguna

Atvinnuleysið (munum að hér er miklu grynnri kreppa en sú sem Sjallar ollu 2008)

1988 = 0,6%

1989 = 1,7%

1990 = 1,8%

1991 = 1,55%

1992 = 3,05

1993 = 4,4%

1994 = 4,8%

1995 = 5,0%

Árin 2009, 2010 og 2011 hafa 5.480 íslenskir ríkisborgarar flutt úr landi umfram aðflutta. Ekki eru komnar tölur fyrir 2012.

Árin 1991, 1992, 1993 og 1994 fluttu 6117 íslenskir ríkisborgarar úr landi umfram aðflutta.

Kaupmáttur launa eftir að Sjallar lögðu upp með láglauna stefnuna til að lokka að álver. Algert stöðnunar skeið.

Það tók Davíð 6 ár og 7 mánuði að ná hinu sama. En það var markviss stefna Sjálfstæðismanna og Framsóknar að halda launum niðri.

Botninum hér var náð á miðju ári 2010. Það tók 2 og hálft ár til að ná 8% kaupmáttaraukningu.

EF þið náið völdum þá megið þið ekki gera í brók eins og venjulega . Kröfurnar eru einfaldar eins og ég tók fram í færslu númer 5.

Tölurnar eru fengnar hjá Hagstofunni

bestu kveðjur

Andrés Kristjánsson, 1.11.2012 kl. 21:04

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Andrés, Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen var ekki ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, en mesta verðbólga sögunnar var á valdatíma þeirrar stjórnar. Eftir þá stjórn tók við ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, sem Sjálfstæðisflokkurinn var þátttakandi í, og þá tókst að ná tökum á verðbólgunni, sem fór svo aftur á flug þegar vinstri menn komust til valda á ný.

Ríkissjóður var orðinn skuldlaus í ríkisstjórnartíð Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde og hallinn sem varð á árinu 2008 var alls ekki vegna hallareksturs ríkissjóðs, heldur vegna bankahrunsins og þess sem á ríkissjóð féll við það.

Axel Jóhann Axelsson, 2.11.2012 kl. 19:53

10 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Þetta er rangt hjá þér ríkissjóður skuldaði 572 milljarða árið 2007 sem er ekki skuldlaust. Sjálfstæðisflokkurinn náði engum tökum á verðbólgunni,

Andrés Kristjánsson, 3.11.2012 kl. 21:41

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Andrés, samkvæmt ríkisreikningi fyrir árið 2007 voru langtímaskuldir ríkissjóðs í milljónum króna 253.487 á móti langtímakröfum að upphæð 350.734, þ.e. jákvæð staða fyrir ríkissjóð að upphæð rúmlega 97 milljarðar króna. Skammtímaskuldir námu 88.084 á móti veltufjármunum að upphæð 231.158, eða jákvæður mismunur að upphæð 143.074.

Þetta þætti vafalaust flestum öðrum en þér vera glæsileg staða.

Axel Jóhann Axelsson, 4.11.2012 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband