Einvalalið frambjóðenda

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verður laugardaginn 24. nóvember n.k. og verður úr vöndu að ráða við val á listann, þar sem einvalalið er í framboði eins og sjá má af þessum lista:

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi
Birgir Ármannsson, alþingismaður
Birgir Örn Steingrímsson, framkvæmdastjóri
Brynjar Níelsson,hæstaréttarlögmaður
Elí Úlfarsson, flugnemi
Elínbjörg Magnúsdóttir, verkakona
Guðjón Sigurbjartsson, framkvæmdastjóri
Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður
Gunnar Kristinn Þórðarson, stuðningsfulltrúi
Hafsteinn Númason, leigubílstjóri
Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi
Illugi Gunnarsson, alþingismaður
Ingibjörg Óðinsdóttir, stjórnunarráðgjafi
Jakob F. Ásgeirsson, rithöfundur og útgefandi
Pétur H. Blöndal, alþingismaður
Sigríður Ásthildur Andersen, héraðsdómslögmaður
Sigurður Sigurðarson, rekstrarráðgjafi
Teitur Björn Einarsson, lögmaður
Þórhalla Arnardóttir, framhaldsskólakennari

Eins og sjá má, er þarna um frábært framboð fólks að ræða sem býr yfir mismunandi reynslu og þekkingu af hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins.

Á þessum nítján manna lista eru þó aðeins sex konur, en þær hafa löngum verið tregari til framboðs en karlarnir og verður því að telja möguleika þeirra á öruggum sætum góða, enda myndu kraftar þeirra allra nýtast vel á Alþingi næsta kjörtímabil og auðvitað miklu lengur.

Vonandi verður þátttaka í prófkjörinu góð og sýna samstöðu og baráttuhug vegna kosninganna í vor.


mbl.is 19 í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband