Siðblinda er ekki augnsjúkdómur

Forstjóri og framkvæmdastjórar Eimskips hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem kvartað er yfir því að hvorki lífeyrissjóðir eða aðrir hluthafar félagsins hafi kvartað yfir kaupréttarsamningum þeirra, sem þessir sömu hluthafar samþykktu á aðalfudi árið 2010, fyrr en daginn fyrir hlutafjárútboð félagsins nú á dögunum.

Taka verður undir kvörtun þessara stjórnargreifa í Eimskip að auðvitað áttu fulltrúar hluthafa að hafa meiri og betri siðferðisvitund en þeir sjálfir og hefðu, væru þeir að einhverju leyti minna blindir á siðferði en undirmenn þeirra, umsvifalaust átt að hafna öðrum eins græðgissamningi og þarna hefur greinilega verið samþykktur athugasemdalaust.

Athygli vekur fimmta grein yfirlýsingar græðgisréttlætingar Eimskipsstjórnendanna, sem hljóðar svo: "5. Þegar kaupréttum var úthlutað var það alltaf gert m.v. virði félagsins á hverjum tíma án nokkurs afsláttar. Stjórnendur Eimskips höfðu áunnið sér 1,9% hlut í félaginu og miðað við útboðsgengið 208 krónur á hlut var ávinningur þess hlutar um 135 milljónir króna eftir greiðslu kaupverðs til félagsins og skatta. Sá ávinningur byggist á þeirri aukningu á virði félagsins sem orðið hefur síðastliðin 3 ár. Kaupréttirnir skiptust á sex stjórnendur."

 135 milljónir EFTIR SKATTA jafngilda sjöoghálfrimilljón króna Á ÁRI á hvern og einn þessara stjórnenda, sem sennilega hafa verið á sæmilegum launum við að stjórna fyrirtækinu, EFTIR SKATTA eins og þeir taka fram í yfirlýsingunni og þætti mörgum það afar rífleg þóknun fyrir að vinna vinnuna sína, sem reyndar er greidd með ríflegum ágætis launum að auki. Sjöoghálfamilljóni samsvarar hátt í þreföldum meðallaunum í þjóðfélaginu EFTIR SKATTA og meðaljóninn fær enga bónusa fyrir að mæta í vinnuna og sinna starfi sínu samkvæmt starfslýsingu.

Siðblinda er ekki augnsjúkdómur.  Hún er alvarlegur andlegur sjúkdómur sem líklega er ólæknandi. Að minnsta kosti virðist ekkert hafa slegið á einkennin frá árinu 2007.  


mbl.is Vissu af kaupréttaráætlun Eimskips
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég held að við séum sammála. Góðir punktar.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 27.10.2012 kl. 10:08

2 identicon

Siðblinda er ekki augnsjúkdómur. Mikið er þetta vel mælt.

Einar Ingvi Magnússon (IP-tala skráð) 28.10.2012 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband