Þingmaðurinn Þór Saari dæmdur lögbrjótur

Ráðherrar hafa, nánast i hrönnum, verið að fá á sig dóma fyrir lagabrot af ýmsum toga og enn bætist í hóp lagabrjóta á Alþingi með dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir Þór Saari, þingmanni Hreyfingarinnar, fyrir meiðyrði gegn Ragnari Árnasyni, prófessor við Háskólann.

Þór Saari hafði á prenti haldið fram þeim ósannindum að Ragnar hefði verði á launum til fjölda ára hjá LÍÚ og því væri ekkert að marka rannsóknir hans og skrif um sjávarútvegsmál, enda mútuþegi útgerðarmanna.

Virðing fólks fyrir Alþingi hefur ekki verið mikil upp á síðkastið og ekki bæta meiðyrðadómar vegna orðasóða og ósannindamanna gegn þingmönnum þar úr.


mbl.is Þór Saari dæmdur fyrir meiðyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Væri ekki rétt að sjá til hvort þessu verði áfrýjað til Hæstaréttar áður en fullyrt er?

Guðmundur Ásgeirsson, 3.10.2012 kl. 20:41

2 Smámynd: Jón Óskarsson

Þegar menn hafa ekki rök til þess að koma með á móti vel ígrunduðum málflutningi eins og hjá Ragnari Árnasyni þá grípa menn til þess að að kalla slíka einstaklinga mútuþega.   Slík ummæli dæmi sig sjálf og eina sem Hæstaréttardómur myndi bæta við er að auka á skömm þingmannsins.  

Jón Óskarsson, 3.10.2012 kl. 21:00

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þór Saari fær ef ég man rétt, ekki að áfrýja þessu til Hæstaréttar, þar sem upphæð bóta, nær ekki tilsettri lágmarksupphæð sem þarf svo áfryja megi til Hæstaréttar.

En eflaust getur hann sótt um undanþágu, eins og aðrir.

Kristinn Karl Brynjarsson, 3.10.2012 kl. 23:07

4 identicon

Það er nú spurningin, Axel Jóhann, hvaða stofnun hafi beðið hnekki, Alþingi eða Héraðsdómur.

 

Peyinn er kannski ekki á "payroll" LÍÚ, en slíkt sagði Þór Saari aldrei, en ætli hann fái ekki nokkuð reglulega einhverrra þóknun í ýmsu formi. Á þýsku köllum við slíkt "Entschädigung". Auðvitað!   

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 08:56

5 identicon

Jón Óskar,

  Þetta snýst fyrst og fremst um hvort vegið sé að Háskóla Íslands. Það sjá allir hvar Ragnar Árnason stendur í sinni baráttu, enda er hann einn af höfundum kvótakerfisins, og kæmi mér ekki á óvart að hann hafi grætt vel á tilveru þess kerfis.

  Þannig er það bara...

Ingi Jóh. (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 12:07

6 identicon

Þiklingurinn Þór

þvælir um þöggun

þegar hann þekur

aðra þjónkunarskikkju

aðra

Grímur (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 18:52

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er nánast ótrúlegt að sjá fólk reyna að verja lygar Þórs Saaris, þegar tókst að sanna fyrir dómi að ummæli hans væru einmitt bara það, þ.e. lygi. Í viðtali á Bylgjunni í dag viðurkenndi Þór að um ósannindi hafi verið að ræða, en taldi samt dóminn ósanngjarnan þar sem hann sagði aðra hafa komist upp með svipaðar dylgjur án þess að verða dæmdir fyrir.

Hvers vegna í ósköpunum reyna menn að segja lygina sanna, þegar ósannindamaðurinn reynir það ekki einu sinni sjálfur?

Axel Jóhann Axelsson, 4.10.2012 kl. 18:58

8 Smámynd: Jón Óskarsson

Vinstri mönnum líður mjög illa yfir því að heyra Ragnar Árnason segja mönnum sannleikann um hin ýmsu efnahagsmál og þola ekki hans gagnrýni setta fram með skynsömum velútfærðum rökum á efnahagsstefnu núverandi ríkisstjórnar.   Þeir sem slíkt þoli illa kunna ekki önnur ráð en að kalla hann hinum ýmsum uppnefndum og vilja helst kenna honum um allt sem miður hefur farið síðustu áratugi.   Mikil völd má sá eini maður sem þó hefur ekki komið að stjórnun landsins hafa haft.   Það er aumt að sjá með hvaða hætti menn kjósa að verja þann sem sakfelldur var í þessu máli, þegar sá hinn sami hefur viðurkennt að hafa farið frjálslega með sannleika og farið vel yfir strikið í yfirlýsinga orðaflaumi.

Jón Óskarsson, 9.10.2012 kl. 16:35

9 identicon

Mér finnst Þór Saari vera litill þingmaður, eða þannig.

þór (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband