Flóttamönnum haldið nauðugum í landinu?

Tveir ungir menn sem segjast vera flóttamenn og komu nýlega til landsins og lugu við það tækifæri til um aldur sinn og þóttust vera undir lögaldri svo þeir fengju frekar undanþágur frá lögum og reglum smygluðu sér um borð í flugvél frá Icelandair síðastliðna nótt og reyndu þannig að komast frá landinu.

Svo mikið lá við að engu máli skipti þá félaga hvert flugvélin myndi fara, bara að þeir kæmust til einhvers annars lands því hér á landi vilja þeir greinilega ekki vera. Þetta er ekki í fyrsta og örugglega ekki í síðasta sinn, sem "flóttamenn" reyna að smygla sér um borð í skip eða flugvélar til þess að komast eitthvert annað, því Ísland er greinilega aðeins áfangastaður á leið margra þessara manna um heiminn.

Í þessu tiltekna tilfelli virðist vera um unga ævintýramenn að ræða, sem flækjast um heiminn undir því yfirskini að þeir séu "flóttamenn", án þess að geta sýnt á sannfærandi hátt hvað þeir eru að flýja, og geta með því móti látið sjá sér fyrir húsaskjóli, vasapeningum og fæði í viðkomulandinu, hvert sem það er hverju sinni.

Þessa ævintýramenn á auðvitað að senda umsvifalaust til þess lands sem þeir komu frá, án nokkurra tafa, enda ástæðulaust að halda þeim hér á landi gegn sínum eigin vilja.


mbl.is Lokuðu sig inni á salerni flugvélar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Endilega að senda þá aðra leiðina, nóg laust með WOW (Expressið er búið að upplýsa um það), og mun ódýrara en að halda þeim uppi hér.

Jói (IP-tala skráð) 8.7.2012 kl. 20:59

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvar var öryggisgæslan? Hvernig komust þessir menn svona langt óséðir?

Sigurður I B Guðmundsson, 8.7.2012 kl. 22:40

3 identicon

Þessir menn eru ekki flóttamenn. Þetta eru bara flækingar. Auðvitað á umsvifalaust að senda þá úr landi.

Helgi Ólafsson (IP-tala skráð) 8.7.2012 kl. 22:47

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

En var það ekki það sem þeir voru að reyna að gera? Flýja úr landi?

Þetta er í fyrsta skipti svo ég viti til, að einhverjum hafi verið meinað með valdi að flýja frá Íslandi. Það tíðkaðist hinsvegar lengi vel í Austur-Þýzkalandi sáluga.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.7.2012 kl. 22:55

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

.. "tveir ungir menn segjast vera flóttamenn!" ... þessi ótrúlega lúmska neikvæðni gagnvart fólki sem er í vanda er alveg kostuleg! Enn þetta er Axel. Það er eins og sumir íslendingar lifi og hrærist í einangrun eða í veröld sem ætii ekki að vera til.

Veit nokkur hvað veldur og hvers vegna menn eru að flýja land? Hvað um alla þessa íslendinga sem eru að fara til annara landa og taka vinnuna frá heimafólki? Í Danmörku Svíþjóð eða Norgi. Bara senda þá heim og láta íslendinga sjálfa sjá um sína flækinga?

Eins og venjulega hoppar Axel á eitthvað svona málefni til að fá útrás fyrir sinn fræga biturleika og neikvæðni um málefni sem hann kann ekkert um, veit ekkert um enn er þess duglegri að hafa skoðanir á. Enda ekki í fyrsta skipti....

Íslensk öryggisgæsla var pottþétt svo þetta er engum íslending að kenna. Það hefur íslensk rannsókn leitt í ljós!

Það er bara vegna þess að þessir "æfintýrastrákar" eru svo svakalega skipulagðir að þeir sýndu fram á forhemsku öryggiseftirlits á Keflavíkurflugvelli sem er á mörkum þess að vera "showbuisness", enn allir hjálpast að við að halda andlitinu.

Íslensk flugfélög er enn með "öryggiskerfi" sem gengur út á að taka af mönnum naglaþjalir og sjampó við leit, enn selja svo 50% alkohólflöskur í flugvélinni í lofti sem hvaða fábjáni sem er getur breytt í molotovkokteil með einni sérvéttu...

Þetta eru engir glæpamenn og kanski bara unglingar í leit að betra lífi. Ekki furða að þeir reyndu að komast frá landinu. Þeir hefðu kanski átt að taka ferjunna í staðin. Þar er engin gæsla sem heitið getur....

Óskar Arnórsson, 9.7.2012 kl. 19:17

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Óskar, íslendingar sem leita sér að atvinnu eða menntun erlendis segjast yfirleitt ekki vera "flóttamenn". Það er mikill munur á þeim sem raunverulega eru að flýja ofsóknir í heimalöndum sínum og þeim sem fara að heiman í atvinnu- eða ævintýraleit.

Þessi ruglathugasemd þín kallar annars ekki á nein svör, frekar en flest annað bull sem þér finnst við hæfi að láta frá þér fara.

Axel Jóhann Axelsson, 9.7.2012 kl. 23:37

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Axel. Hvaða málefni kanntu yfirleitt og hefur þekkingu á? Ég man ekki eftir neinu sérstöku og þú ert búin að tala um þau mörg. Veistu nokkuð um þessi mál enn kemur fram í þessum fréttum? Kanntu nokkuð um flóttafólk yfirleitt?

Hópar íslendinga er í útlöndum vegna þess að þeir eru efnahagslegir flóttamenn. Það veistu vel og það er líka staðreynd. Þeir eru ekki að flýja stríð, pyntingar og annan djöfulgang, enn ástæðan breytir ekkki því.

Í staðin að kíkja á aðalmálið sem er að þessir tveir strákar sýndu fram á hrikalegt gat á öryggi flugfarþega, eru þeir gerðir að syndaselum í stað þess að þeir fái verðlaun.

Síðan eru útlendingar píndir og kvaldir með kerfinu okkar, hæddir og spottaðir mánuðum saman svo psykopatarnir í kerfinu geti fullnægt þörfum sínum.

Að sjálfsögðu vilt þú vera talsmaður fyrir svona skrípaleik Axel minn... þetta er akkúrat þinn stíll og margra annara. Þú myndir aldrei þora að vera með þessa skoðun aleinn ...

Og Axel. Þú kallar íslenska efnagsflóttamenn fyrir "atvinnu & æfintýramenn"... þvílíkur félagslegur sóði sem þú ert. Alveg ótrúlegur... Ég er svona "atvinnu & æfintýrari" í útlöndum sem ekki kemst heim vegna þess að fólk leyfði bankakerfinu að taka við stjórn landsins...

Og það sem mér finnst við hæfi geturðu lesið um allt blogg Axel minn. Ég nota nákvæmlega sama stíl við komment og sá stíll sem bloggarinn notar. Það hef ég alltaf gert. Ætlarðu að segja mér að þú hafir aldrei tekið eftir þessu?

Þegar ráðist er opinberlega á fólk sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér Axel, þá eru þeir eiginlega það versta sem til er í mínum augum. Þú gætir alveg eins byrjað að berja börn og ætlast til að trúi þínum skýringum af hverju það sé í lagi...

Óskar Arnórsson, 10.7.2012 kl. 00:01

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Óskar, það er greinilegt að þú hefur ekki skilið upp eða niður í upphaflega pistlinum. Hann fjallaði einfaldlega um það hvort ástæða væri til að halda þessum strákum, eða öðrum, sem alls ekki vilja vera í landinu nauðugum hérna gegn vilja sínum. Hann fjallaði ekkert um öryggi Keflavíkurflugvallar eða pólitíska flóttamenn, eða aðra sem sæta ofsóknum heima fyrir og neyðast til að leita sér hælis erlendis.

Það sem þú hefur verið að spinna í kringum þetta er eingöngu þitt eigið hugarhland og það er ekkert annað en sóðaskapur af versta tagi að vera að ausa því yfir samborgarana. Við meiri andlegum þrifnaði var auðvitað ekki að búast af þinni hálfu.

Nenni svo ekki að taka þátt í "umræðu" á því plani sem þú kýst að vera á, enda sjálfsagt ekki margir sem áhuga hafa á því.

Axel Jóhann Axelsson, 10.7.2012 kl. 01:33

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Pistillinn er svo einfaldur að hann er ekki hægt að misskilja. Ég hugsa með hryllingi að fólk eins og þú vinnur einmitt í þessu apparati og þeir eru margir skelfilegir. Ég hef mætt þeim mörgum, bæði á Íslandi og erlendis. Þeir taka alla umræðu um flóttamenn til að fá útrás fyrir ónáttúru sína.

Það sem er gott við flóttafólk er að það hefur þau áhrif að maður sér loksins hver sé hvað. Hvort fólk er gott fólk, sanngjarnt eða allt frá að vera vont tol hreinustu illmenna.

Þú leggur umræðunna á þetta plan strax í byrjun Axel. Þegar ég nota NÁKVÆMLEGA þitta plan í umræðunni, þá gefstu upp og hleypur. Enda umræðan sjálf á þessum nótum engum til gagns nema þá kanski þér sjálfum.

Af hverju ekki að skoða málin frá annari hlið enn að útlendingar séu að gera þér illt með því að fá að borða hér, horfa á sjónvarp og fá ókeypis í strætó.,,

Lestu pistilinn þinn einu sinni enn Axel og segðu mér í einlægni hvor okkar er það sem ekki skilur hvað...

Óskar Arnórsson, 10.7.2012 kl. 10:00

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Óskar, enn skilur þú ekki að upphaflegi pistillinn var alls ekki um það hvort útlendingar gætu fengið mat og húsaskjól hér á landi, en það er auðvitað sjálfsagt í tilfellum þeirra sem á flótta eru undan ofsóknum og annarri óáran í heimalöndum sínum.

Pistillinn fjallaði um það hvort virkilega væri ástæða til að halda fólki nauðugu hér á landi, ef það vildi alls ekki vera hérna og legði mikið á sig til að komast í burtu með öllum ráðum.

Einfaldara gat það varla verið, þó þú skiljir það alls ekki. Jafnvel ekki þó þér hafi verið margbent á það. Það verður að flokkast undir einstaklega lítinn og lélegan málskilning.

Axel Jóhann Axelsson, 10.7.2012 kl. 10:19

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er nú með smá respekt í skilning þinn á þessu Axel. Hvað ertu að meina? Að pistillinn snúist eingöngu um að við séum svo grimmir að okkur detti í hug að halda fólki nauðugu í landinu? Ertu virkilega að meina þetta?

Ísland er eins og fangelsi fyrir flóttamenn. Og það skilja allir að það er ekki hlaupið að því að sitja rólegur í fangelsi og hafa enga hugmynd um hvenær dyrnar verða oppnaðar. Það er okkar hegðun gagnvart þessu fólki.

Flestir flýja Ísland sem koma hingan sem flóttamenn. Ef þeir sleppa í gegnum pyntingarnar hjá Útlendingastofnun, þá tekur einelti við í samfélaginu.

Ég er ekkert að misskilja þig Axel. Þú veist það best sjálfur og þú ættir að nota skynsemi þína betur enn þú gerir. Þú hefur nóg af henni. En hún hjálpar ekki ef hún er uppfull af illgirni og útúrsnúningum.

Í stað þess að standa með því sem er rétt, að gera þessum flóttamönnum lífið léttara þegar þeir koma hingað, eiga þeir að sanna allt mögulegt, fá þriðju gráðu yfirheyrslur og er mætt eins og skítnum undir skónum þess sem vinna að þessum málum.

Ég á við yfirvöldin sem setja reglurnar. Ég á við þvæluna og vitlæeysuna sem gerir það að verkum að flóttamaður sem fær mat á hverjum degi, húsnæði og ókeypis í strætó, hleypur út á flugvöll og felur sig inn á klósetti til að komast burtu.

Það besta í málinu að þeir skildu komast framhjá öllu þessu öryggiskerfi okkar. Enn það er ekki aðalatriðið. Aðalatriðið er að þeir vöktu athygli á málefnum flóttamanna á svo rækilega hátt að vonandi fara þeir að hætta að vera hræddir við okkur (þeir eru það) og fari að sparka í afturendan á hálfmeðvitundalausum íslenskum yfirvöldum...

Það skrifar engi pistill um hvort það eigi að halda flóttamönnum nauðugum á Íslandi eða ekki. Endilega staðfestu það ef svo er...einu sinni enn því það þarf við svona skilningssljóa eins og mig...

Óskar Arnórsson, 10.7.2012 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband