Villimennska í Afganistan

Um síðast liðna helgi var ung kona skotin til bana í Afganistan að viðstöddu fjölmenni sem fagnaði ógurlega eftir að skotin riðu af og konan lá í valnum.

Henni var gefið að sök að hafa haldið fram hjá eiginmanni sínum og var því dæmd til opinberrar aftöku fyrir athæfið, en ekkert hefur komið fram um hvort og þá hvaða dóm karlmaðurinn, sem að málinu hlýtur að hafa komið, hefur fengið.

Líklega hefur hann ekki fengið neinn dóm, enda karlmaður, og í karla- og ferðraveldi margra múslimaríkja fá karlmenn enga, eða a.m.k. afar væga, dóma fyrir það sem kallað er siðferðisbrot, en konunum er hins vegar refsað grimmilega fyrir allt slíkt.

Þetta er ótrúlega grimmúðleg afstaða og spurning hvort hún samrýmist kóraninum á nokkurn hátt, en hins vegar tekst trúarofstækismönnum ævinlega að túlka kenningarnar eftir sínu eigin höfði og í eigin þágu og þá ekki síður til að viðhalda völdum sínum yfir ættinni, héraðinu og landinu.

Það mun sjálfsagt taka a.m.k. fimm hundruð ár að koma þessum þjóðfélögum á þann stall sem vesturlönd eru stödd á á þessu sviði. Ef það er þá endilega eftirsóknarverður stallur að vera á.


mbl.is Leitað að þeim sem tóku Najiba af lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síðasta málsgreinin er röng. Múslimsk samfélög þróast ekki og islam leggur áherslu á að eyðileggja allan kúltur þjóða.

Að ganga í vestrænum fötum í London og blekkja umhverfið breytir ekki hugsunarhætti þessara fávita.

Varúðar ráðstafanir varðandi Ólumpíuleikana í Londan eru tilkomnar út af múslimunum og talið að komi til með að kosta samfélagið mun meira en innkoma leikana gefa - en tjallinn getur sjálfum sér um kennt. Þeir taka á móti þessum óþurftardýrum á færibandi.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 15:56

2 identicon

Já, því meira sem við aðskiljum trúarbrögð úr stjórnsýslu og öðru, því meira frelsi og mannréttindi.
Þú skalt athuga að biblían boðar nákvæmlega það sama og talibanarnir voru að gera þarna, enda er kóran byggður á biblíu...

Minni trú == Meiri mannréttindi

DoctorE (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 17:15

3 identicon

Æ,æ,æ,æ,æ, DoctorE - mannréttindi voru í heiðri höfði í sovéttríkjunum og mikil eftirsjá í kommúnismanum og trúarbrögð áttu ekki upp á pallborðið þar. Islam er á sama plani en öllu verri enda engin trúarbröð viðurkend NEMA ISLAM, enda snýst fréttin um viðbjóðinn. En það er rétt, að trúarbrögð og stjórnsýsla á ekki saman, enda múslimsk lönd gott dæmi um það.

Annars er N-Kórea lífs lifandi dæmi um minni trú og meiri mannréttindi.

Að vísu er skyldutrú þar og allir gráta á réttum tíma.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 19:03

4 identicon

Vertu ekki að rugla Stalín og kommúnisma saman við trúleysi.. Stalín var geggjaður maður sem vildi vera sem guð yfir öllu, ekkert mátti skyggja á hann.
Svo skaltu athuga að hin trúlausa Norður Kórea er einmitt með guði.. það eru þessir 2 einræðisherrar sem nú eru dauðir. Í kringum þá eru guðspjöll og helgisögur, alveg eins og með Jesúinn þinn

Þú gerir þig að algeru fífli að blanda trúleysi við þessa menn og þeirra dogma.. kannski ertu bara kjáni

DoctorE (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 22:05

5 identicon

DoctorE - Þú lest of mikið og hugsar of lítið. Það er allt í lagi að vera sjálstæður af sjálfsdáðun.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 23:31

6 identicon

Myndi seint segja að við værum á neinum stalli, en það hvort eitthvað samræmist Kóraninum eða ekki á ekki að skipta nokkru einasta máli þegar um mannréttindi er að ræða...Og Afganistan og hinir ná ekki að skríða upp á örlitlu þúfuna okkar, sem vissulega er enginn stall og langt í land, upp úr forarpyttinum sínum fyrr en þeir fara að skilja akkurat þetta. Pælingar um hvað sé og hvað sé ekki í Kóraninum tefja bara förina.

Ein jörð - Eitt mannkyn - Ein lög.

Rule of law er það sem við þurfum.

Kári (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband