Svona gerir maður ekki.

Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, hélt leyndri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands þar sem niðurstaðan var að veggjöld í Vaðlaheiðargöngum þyrftu að vera helmingi hærri, eða um tvöþúsund krónur á ferð, en ráðherrann og aðrir héldu fram á meðan þeir reyndu að blekkja Alþingi til að samþykkja framkvæmdina.

Steingrímur J. og Kristján Möller eru báðir þingmenn Norðausturkjördæmis, sá fyrri var fjármálaráðherra og sá síðari samgönguráðherra, ásamt því að vera stjórnarmaður í ríkishlutafélaginu, sem ætlað var að taka lán hjá ríkinu til framkvæmdanna og falsa með því ríkisreikninginn með því að taka framkvæmdina ekki inn á fjárlög.

Þegar í ljós er komið að félagarnir Kristján og Steingrímur hafa beitt blekkingum og hylmingum til þess að blekkja þingheim, hljóta lög um ráðherraábyrgð að koma til skoðunar og hvort svona vinnubrögð teljist ekki vera gróft brot í starfi.

Eins hlýtur að koma til greina að báðir segi af sér þingmennsku á meðan málin væru rannsökuð nánar.


mbl.is Skýrslu stungið undir stól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dexter Morgan

In your dream, Axel. Íslenskir þingmenn segja ekki af sér, sama hvaða skandal þeir gera. En ekki var við öðru að búast af þessum fyrrum ráðherra, Kristjáni Möller. Hann stóð fyrir því, nánast upp á sitt einsdæmi að þvinga "vitlausustu samgönguframkvæmd íslandssögunnar" (Héðinsfjarðargöngin) upp á þjóðina. Þau "áttu" að kosta 6-7 milljarða samkvæmt kostnaðaráætlun(varlega áætlað KM 2001) en enduðu í 16,5 milljörðum, allt í boði skattgreiðenda. Það hefði einhversstaðar þótt næg ástæða til að ráðherra segði af sér, en NEI, ekki á íslandi. Að skjóta undan skýrslum sem ekki henta "málstaðnum" er orðin regla frekar en undantekning á hinu lága Alþingi. Ef keppt væri í "ólimpískum skýrsluundanskotum" á Ólimpíuleikunum, þá ættu íslendingar Ólimpíumeistara.

Dexter Morgan, 13.1.2012 kl. 11:32

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Svo halda þessir herrar að þeir vinni undir trausti almennings, eru þessir menn daufdumbir, eru þeir kannski ekki sakhæfir?

Eyjólfur G Svavarsson, 13.1.2012 kl. 11:59

3 identicon

Þú þarna sem kallar þig Dexter.  Vitlausasta framkvæmd sem gerð hefur verið er ekki Héðinsfjarðargöngin.  Heldur er það helvítis vitleysan sem kallast sandeyjahöfn.  ÞAÐ eru stærstu mistök í samgöngumálum íslandssögunar.

Héðinsfjarðargöngin eiga alveg rétt á sér.  Landbyggðin hefur líka rétt á góðum vegasamgöngum.
Finst það nú í lagi að við tækjum norsku leiðina á þetta.  Borum í gegnum öll fjöll hér á landi.  OG ekki hugsa um einhverja helvítis arðsemiskröfu á hverri holu.

Það á ekki að skipta neinu máli hvar holan er.  Það á ekki að kosta krónu að keyra í gegn um hana.  Borum eins og enginn er morgundagurinn.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 13:45

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Ingi, hver skyldi hafa setið í stóli samgönguráðherra þegar ákvörðunin um "Sandeyjahöfnina" var tekin?

Axel Jóhann Axelsson, 13.1.2012 kl. 18:16

5 identicon

Nú segir Kristján að skýrslan hafi verið kynnt og lögð fram á ríkisstjórnarfundi sumarið 2010.  Aðrir segja að þetta hafi verið leyniskjal sem sá aldrei neina dagsbirtu.  Ég geri mér grein fyrir að Íslendingar hafa gaman af að þrátta um staðreyndir.  Það hlýtur vera skjalfest með einhverjum hætti hvort skýrslan hafi verið kynnt í ríkisstjórn eður ei.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband