ESBríki samþykkja ósamda samninga

Íslenskir áróðursmenn fyrir innlimun Íslands í væntanlegt stórríki ESB hafa hangið eins og hundar á roði á þeirri mýtu sinni að smáríki hafi svo mikil áhrif á þróun stórríkisins og lagasetningu, að algerlega lífsnauðsynlegt sé fyrir Ísland að innlimast, enda verði Íslendingar þar með leiðandi aðilar og muni nánast ráða þróun þeirra málaflokka sem landið varða.

Allir aðrir en áróðursmeistararnir vita hins vegar að smáríkin hafa nákvæmlega ekkert vægi innan ESB og flest stærri ríkin eru þar jafn áhrifalaus, enda allar mikilvægar ákvarðanir teknar af Merkel og Sarkozy, eða Merkozy eins og þau eru jafnan kölluð núorðið, og síðan er öðrum ríkjum gert að staðfesta ákvarðanir þeirra.

Í desember s.l. var haldinn einn af mörgum neyðarfundum ESB um skuldavanda einstakra ríkja og evrukrísuna og þar var samþykkt að samþykkja væntanlega ákvörðun Merkozys um hvernig skyldi staðið að sviptingu fjárræðis einstakra ríkja innan stórríkissins og herða tök Brusselvaldsins yfir fjárlagagerð allra undirsáta sinna.

Að samkomulag Merkozys hafi verið samþykkt fyrirfram, án þess að einstök ríki hafi haft hugmynd um hvað kæmi til með að felast í því sannast enn og aftur í þessari setningu úr fréttinni:  "Einn samninganefndarmanna staðfesti í dag að komin væru drög að samkomulagi sem 26 ESB ríkjanna hefðu í desember heitið að styðja. Bretar hafa ekki viljað styðja samkomulagið."

Ætli Merkozy hafi haft samráð við Jóhönnu og Össur um þessi drög að samkomulagi, sem heitið var stuðningi í desember s.l., án þess að stafkrókur væri kominn á blað um innihaldið. 


mbl.is ESB með drög að samkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband