Efla verður löggæsluna strax

Í ráðherratíð Björns Bjarnasonar sem dómsmálaráðherra börðust vinstri menn harkalega gegn hvers konar áformum hans um að efla löggæsluna í landinu, t.d. með eflingu forvirkra rannsókna og aukinni baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi, sem sífellt eflist og þróast í landinu.

Lögreglan haldleggur sífellt meira af hverskonar vopnum og er nú svo komið að glæpahópar vaða uppi í landinu og meðlimir þeirra jafnvel vopnaðir sjálvirkum byssum og öðrum drápstólum. Íslenskir glæpamenn sækjast eftir inngöngu í alþjóðleg glæpasamtök eins og t.d. Hells Angels og Bandidos.

Það kemur því vel á vonda að það skuli þurfa að koma í hlut vinstri stjórnar og ráðherra Vinstri grænna að taka til við að efla og bæta löggæsluna, sem þeir börðust hart gegn í tíð síðustu ríkisstjórnar.

Stundum væri betra að hugsa fram í tímann í stað þess að slá pólitískar keilur, eingöngu vegna þess að stjórnmálamaður úr andstöðuflokki reyni að koma góðum málum til leiðar.


mbl.is Vítisenglar í gæsluvarðhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Sigurbjörnsson

því miður Axel á það ekki bara við um vinstri menn þetta finnst mér einkenna íslenska pólitík í dag það er ekki leitað lausna heldur einungis reynt að koma höggi á andstæðinginn, sem leysir engan vanda heldur skapar nýjan. Dapurlegt en satt og enginn pólitikus er þar undanskilinn.

Brynjólfur Sigurbjörnsson, 13.1.2012 kl. 19:27

2 identicon

Það er ólíðandi að skorið sé niður hjá lögreglu og í heilbrigðiskerfinu. Sömuleiðis menntakerfi landsmanna þó eflaust megi þar betrumbæta margt. Ofbeldi sem þetta, sálarmorð og mannsmorð á að taka hart á, burt með þessa lúða úr samfélagi fólks. Eru ekki Svefneyjar til sölu? Þar mætti kaupa eins og eina sæmilega stóra eyju og reisa þar vinnubúðir fyrir þá sem brjóta svo hikstalaust á öðru fólki. Í öllu bullinu um mannréttindi afbrotamanna gleymist að hugsa um mannréttindi þolenda, sem að mínu mati ættu að vega þyngra.

assa (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 19:52

3 identicon

Björn Bjarna sparaði og minnkaði stórlega allmenna löggæslu svo tug % til að efla sérsveitina.Lögreglan kvartaði árum saman yfir því.Eftir Björns verk sem dómsmálaráðherra var lögreglan allmenna komin til ársins 1980 í getu.

Elías (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 20:51

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Elías, kurteislega sagt eru þetta alger öfugmæli hjá þér, því lögreglumenn marglýstu því yfir að þeir væru mjög ánægðir með störf Björns vegna löggæslumála og báru lof á hann fyrir samstarfsvilja við yfirmenn lögreglunnar.

Axel Jóhann Axelsson, 13.1.2012 kl. 20:57

5 identicon

Við ríkislögreglustjóra og yfirmenn hjá því pólitíska embætti hlítur þú að vera ruglast á.Í mestu vinsemd próvaðu að ræða við allmennan lögregluþjón sjálfur.

Elías (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 21:06

6 identicon

prófa

Elías (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 21:07

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ætli uppbygging og skipulag starfseminnar sé ekki frekar á ábyrgð ráðherrans og yfirmanna lögreglunnar heldur en óbreyttra lögreglumanna. Það er hreint ekki óalgengt að undirmenn telji sjálfa sig hafa miklu meira vit á því hvernig eigi að stjórna fyrirtækjum og stofnunum heldur en yfirmennirnir. Í flestum tilfellum er þó ekkert sem bendir til þess að svo sé.

Axel Jóhann Axelsson, 13.1.2012 kl. 21:14

8 identicon

En ef sérsveitin er elft sem er bara fínt þá á það ekki að vera á kostnað allmennrar löggæslu

Elías (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 21:26

9 identicon

Afhverju er þessi mikla leynd yfir þessu máli?

Hvernig stendur á því að tvisvar er ráðist á konuna

án þess það komi upp í blöðum og fréttatímum?

Kannske vill lögreglan ekki kasta rýrð á látinn

samstarfsmann. Afi Einars Marteinssonar var

yfirlögregluþjónn til margra ára og foringi H.E.

ber nafn afa síns.

Kannske eru þeir H.E.orðnir jafnsterkir hér á landi eins og á hinum Norðurlöndunum. Þar þora ekki dómarar að dæma í málum þeirra vegna hótana sem þeir "framkvæma" líka ef ekki er farið eftir þeirra kröfum.

Á þetta líka eftir að liggja fyrir íslendingum? Ekki fyrir svo löngu síðan talaði Ögmundur ráðherra um með öllum ráðum yrði að vinna gegn því að þetta lið kæmist inn í landið. Eru engin ráð til?

Jóhanna (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 21:34

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Einar Marteinsson var ekki handtekinn og úrskurðaður í varðhald fyrr en í dag og það komst í fréttir umsvifalaust. Hver hefði átt að hafa hag af því að leyna hans aðkomu að málinu og handtöku í kjölfarið?

Axel Jóhann Axelsson, 13.1.2012 kl. 21:41

11 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta hefur ekkert með auka-löggæzlu að gera.  Það sem hefur gerst er að það er búið að búa til alveg rétt umhverfi fyrir HE og aðra svipaða hópa.  Og það er verið að vinna að því að búa betur í haginn... af einhverjum orsökum.  Mig grunar að þar búi tær heimska bakvið.

Ef þeir myndu nú breita umhverfinu aðeins, sem mun aldrei gerast, það er ekki í eðli stjórnvalda, þá munu HE ekki verða eins mikið vandamál.  Og ekki eru þeir sérlega miklir ógnvaldar fyrir.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.1.2012 kl. 22:16

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er ekki í fyrsta skipti sem Axel skrifar um eitthvað sem hann hefur ekkert vit á. Hells Angels og Einar foringi Hells Angels er ekki óvinur þjóðfélagsins. Þeir vilja bara margir hverjir ekki taka þátt í þessu rugli sem þjóðfélagið er. Allt og sumt og ég skil þá svo vel. Þeir eru englar, enn ekki samkvæmt biblíusögunum og það eru heldur ekki alvöruenglar þar....

Vítisenglar eru félagsskapur fólks sem vill lifa eigin lífi og ekki annara. Ef reglur þjóðfélagsins hentar þeim ekki, gefa þeir skít í þær. Og með hliðsjón af þessu bulli sem Ríkisstjórn okkar hefur fram að færa, af hverju ekki að hlusta á þá? Af hverju bjóða þeir sig ekki fram sem pólitískur flokkur? Ég myndi kjósa þá strax! Meiri tréhausakúltúrinn á þessu landi. Það er meira líf í þessu fólki enn mörgum öðrum steindauðum og leiðinlegum stjórnmálaskussum sem brjóta af sér meira á einum mánuði enn þessum samtökum hefur tekist að gera frá því þau voru stofnuð...um hvað snýst málið?

Óskar Arnórsson, 13.1.2012 kl. 23:08

13 identicon

Ofbeldi Óskar? Kannski málið snúist um það! Það er alveg sama hvaða bull ríkisstjórn er við völd, sumum lögmálum verðum við að hlýta ef við viljum fá að vera í samfélagi með öðrum. Ef reglur þjóðfélagsins um umgengni og samneyti við annað fólk hentar ekki þessum hópi fólks og ef þeir vilja bara lifa eigin lífi eins og þú segir, þá geta þeir gert það...annars staðar. Það á ENGINN einstaklingur rétt til að níðast á öðrum bara af því að sá hinn sami sér ekki hlutina í sama ljósi og aðrir. Það verða að vera vissar samskiptareglur og fólk verður að fara eftir þeim. Þannig er það bara.

assa (IP-tala skráð) 14.1.2012 kl. 00:48

14 identicon

@assa, endilega segðu mér hvar Hell angels halda því fram að það sé í lagir að "níðast á öðrum". Þetta er svona mjög gott dæmi um þann heilaþvott sem fjölmiðlar hafa haldið gangandi, Hell angels er glæponar og berja og myrða fólk!!

Það gæti vel verið að einhverjir einstaklingar innan félagsins séu glæpamenn (svona svipað eins og sjáflstæðisflokkurinn) en það gefur enga ástæðu til að dæma allann hópinn út frá því.

Tryggvi (IP-tala skráð) 14.1.2012 kl. 05:24

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Tryggvi, hvar í veröldinni er því haldið fram að Hells Angels séu EKKI glæpasamtök?

Axel Jóhann Axelsson, 14.1.2012 kl. 08:50

16 Smámynd: Óskar Arnórsson

Allt samfélagið eru glæpasamtök samkvæmt þessari útskýringu Axel. Sjálfstæðisflokkurinn eru stærstu skipulögðu glæpasamtök landsins, og svo eru margir aðrir glæpahópar. Og skríllinn kys yfir sig þetta glæpapakk, aftur og aftur. Ég er ekki að verja það þegar einhver sýnir ofbeldi, drepur mann eða limlestir. Enn einmitt þessir sleggjudómar um fólk og hópa sem Axel er að mælast fyrir með þessu, er stórt vandamál.

Hefur einhverjum nokkurtíma dottið í hug að TALA við Hells Angels í staðin fyrir að haga sér einmitt eins og prestur í gamalli kirkju? Mér er síður enn svo illa við Axel. Hann er bara svo líkur mörgu fólki sem ræður ríkjum í þessu þjóðfelagi og orðið til þess að það er komið til helvítis á allt of mörgum sviðum.

Assa. Ofbeldi á aldrei rétt á sér. Það eru til mál sem samfélagið með allar sýnar reglur, ræður ekki við. Samskiptareglur eru ekkert heilagar. Enn ofbeldi á ALDREI að líða heldur. En ofbeldi mun alltaf verða til, svo lengi sem fólk sýnir óheiðarleika, sviksamhet og vanvirðingu.

Óskar Arnórsson, 14.1.2012 kl. 11:46

17 Smámynd: Snorri Magnússon

Heimurinn er dásamlegur í svart hvítu! 

Hér ruddist fram á ritvöllinn Óskar, sem sagði Axel skrifa - og ekki í fyrsta sinn - um eitthvað sem hann hefði ekki vit á.  Elías tjáir sig um innviði lögreglunnar, uppbyggingu, fjárveitingar o.fl.  Tryggvi lýsir samtökum Vítisengla sem þeim fjölskylduklúbbi sem þeir sjálfir vilja láta horfa á sig sem.

Staðreyndir málsins eru hinsvegar flóknari en svo að hægt sé að afgreiða þær á þeim nótum sem hér að ofan eru skrifaðar!  Axel hinsvegar skrifar af ágætu innsæi og er upprunalegur pistill hans bara nokkuð góður þ.e.a.s. hafi menn eitthvað kynnt sér staðreyndir málsins á annað borð.

Þeir sem eitthvað hafa kynnt sér sögu Vítisengla, sem og annarra svipaðra 1% klúbba, vita að sjá félagsskapur er ekki fjölskylduklúbbur í "venjulegum" skilningi þess orðs.  Tökum eitt afar einfalt dæmi er lýtur að "einkunnarorðum" þessa "klúbbs" en þau eru "Þrír geta þagað yfir leyndarmáli ef tveir þeirra eru dauðir" (e. "Three can keep a secret if two ar dead" - sjá m.a skrif Yves Lavigne um Vítisengla).  Sé horft til "systurfjölskylduklúbbs" Vítisengla - Banditos (n.b. þeir hafa barist á banaspjótum um alla heimsbyggðina sem t.d. hefur kostað a.m.k. ellefu (11) mannslíf á Norðurlöndunum einum) -  þá eru "orðin" "Við erum mennirnir sem mæður ykkar vöruðu ykkur við" (e. "We are the men that your mothers warned you about").  Sömu sögu er að segja af hinum tveimur "fjölskylduklúbbunum" af "hinum fjóru stóru" þ.e.a.s. Outlaws og Pagans.  Þeim sem vilja kynna sér sögu þessar "fjölskylduklúbba" er bent á skrif Yves Lavigne, Hunter S. Thompson o.fl. rannsóknarblaðamanna og eftir þann lestur boðið aftur til skrafs!

Uppbygging, viðhald og rekstur lögreglu á Íslandi hefur verið í lamasessi og á brauðfótum frá upphafi löggæslu á Íslandi fyrir rúmum tvö hundruð árum!  Flóknara er það nú einfaldlega ekki.  Þeim sem vilja  kynna sér þessa staðreynd er bent á að lesa bókina "Lögreglan í Reykjavík" sem gefin var út að tilhlutun lögreglustjórnarinnar í Reykjavík árið 1938.  Þessi bók gæti allt eins hafa verið skrifuð í gær!  Það sem veldur vandræðagangi í rekstri löggæslu á Íslandi er skortur á grundvallarskilgreiningum á öryggisstefnu Íslands og þjónustuhlutverki lögreglu (sem er eitthvað sem Alþingi Íslendinga er ætað að skilgreina).  Björn Bjarnason, að öllum öðrum mætum mönnum og konum ólöstuðum, er líklega sá dómsmálaráðherra Íslandssögunnar sem næst hefur komist því að gera lögregluna á Íslandi, sem heild, megnuga þess að standa undir skilgreindu hlutverki sínu skv. núgildandi lögreglulögum.

Þeim sem "dásama" fjölskyldustemningu Vítisengla er rétt að benda á að kynna sér af alvöru sögu þeirra um víða veröld.  Það sama á við þá sem dásama framtak þeirra að segja sig frá lögum þess samfélags sem meðlimir þeirra kjósa að byggja og lifa í.  Þeim hinum sömu er rétt að benda á eina ofurlitla staðreynd í þessum efnum er lýtur að því að á sama tíma og forsprakki þessa "fjölskylduklúbbs" í Noregi stóð í málaferlum við íslenska ríkið þ.e.a.s. íslenska þjóð og allan hennar lýð og þegna, vegna frávísunar hans frá okkar samfélagi, var verið að dæma þann sama einstakling í Noregi vegna ýmissa brota á reglum og lögum norsks samfélags!

Samfélög manna geta ekki þrifist án laga og reglna.  Slík lög og reglur geta aldrei tekið á öllu er lýtur að samskiptum allra einstaklinga innbyrðis og þess vegna verða þau að vera "almenns eðlis" og lögð í hendur dómar (öldunga samfélagsins) til túlkunar.  Ákveðnar meginreglur ættu þó allir þegnar samfélagsins að geta komið sér saman um s.s. það að það er algerlega óásættanlegt að einstaklingarnir taki lögin í sínar eigin hendur;  það er algerlega óásættanlegt að einstaklingarnir beiti hverjir aðra ofbeldi (hvort sem það er andlegt eða líkamlegt); það verður að teljast réttur hvers einstaklings að fá að lifa í sátt við sjálfan sig og samfélagið án þess að ganga á rétt annarra o.s.frv.

Í öllum lögum samfélags mannanna eru einstaklingar sem "hrasa á beinu brautinni" og brjóta af sér gagnvart þeim lögum sem samfélagið hefur sett sér, því miður.  Þeim hinum sömu er og á að vera "veitt ráðning" af hendi öldunganna (dómaranna) í samræmi við reglur (lög) samfélagsins.

Samfélagsins er að tryggja rétt einstaklingsins til orða og æðis í samræmi við lög þess og reglur og þar kemur, í okkar tilfelli, til kasta Alþingis Íslendinga.  Þeir einstaklingar sem vilja breyta samfélaginu og leikreglum þess þurfa að ganga fram fyrir skjöldu og gefa kost á sér til þeirra starfa er til þarf - að öðrum kosti verða þeir hinir sömu að undirgangast öll þau lög og reglur sem samfélagið hefur sett.

Lifið heil!

Snorri Magnússon, 14.1.2012 kl. 11:48

18 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hells Angels ætti að gefa kost á sér til Alþingiskosninga.... Snorri Magnússon byrjar sittt innlegg með hæðni um "svart/hvítan" hugsunarhátt. Jæja, ekkert var sannað eða afsannað, innleggið var frekar málaengingar um ekkert, að tveir plús tveir væru fjórir, sagt á flókin og dramatískan hátt. Björn Bjarnason vildi her, leyniþjónustu og lögreglu með meiro völd. Ég kann vel við Björn, hann er heill, vitur og fullur að visku.

Ég þekki ekki neinn svo ég viti til sem er meðlimur í Hells Angels á Íslandi. Enn ég þekki nokkra meðlimi Hells Angels og Bandidos á öðrum norðurlöndum. Ég vinn við ofbeldi og ansi hráa glæpi og hef gert í meira enn tuttugu ár. Þekking fólk á þessum samt0kum er fengin úr blöðum og fjölmiðlum. Fólk dregur allar ályktanir sýnar, eins og Axel sem ekkert veit um þessi mál, ekkert kann nema að endurtaka fjölmiðlabullið.

Það er til trú eða eiginlega trúarbrögð, lúmsk og hættuleg sem gengur út á það, að sé eitthvað sagt í fjölmiðli, breytist það í sannleika þar með. Haleluja....Axel er meðlimur í þessum "Fjölmiðla" trúarsamtökum eins og megnið af fólki, og svo bera þeir út boðskapin út til hvors annars. Allir sannfærðir og staðfestsa sýna trú við hvorn annan.

Og hvað hefur þetta með Hell Angels að gera? Jú, þeir vilja ekki vera með í skrípaleikritum þjóðfélagsins. Þeir mótmæla vesaldómi og fábjánahætti samfélagsins og það er bara fínt að einhver nennir því. Þeir eru því miður með einn og einn félaga í sýnum samtökum sem eyðileggja fyrir þeim. Ég hef séð meðlimi Bandidos og Hells Angels sita við sama borð á ferðum mínum í Asíu og drekka bjór, og svo fara þeir heim og byrja að skjóta á hvern annan. Þeir hafa gaman að þessu og ybbast oftast ekkert upp á venjulegt fólk.

Það sem Snorri hér að ofan er að vittna í, gæti alveg eins komið beint úr kirkjunni. Enn það er alveg rétt hjá honum að það væri gaman að sjá Hells Angels í boði sem stjórn landsins. Ég myndi kjósa þá frekar enn hina gangsteranna. Það er alla vega ekki eins mikill leikaraskapur í þeim og þessum fábjánum sem hafa stjórnað landinu hingað til...

Óskar Arnórsson, 14.1.2012 kl. 13:12

19 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Axel,

Og hvar var þessi ágæta lögregla og aðrir aðilar löggæslu og dómsvalds þegar lítill hópur harðsnúinna glæpamanna stal 4 þúsund milljörðum úr íslenska bankakerfinu og lét þá hverfa þegjandi og hljóðalaust og í kjölfarið setti Ísland á hausinn?  Það væri verðugt verkefni að skoða hverjir stóðu sig í stykkinu og hverjir ekki á þeim tíma þegar Íslandi var stolið.  Það er uppgjör sem þarf að fara fram og ég er ekki viss um að embætti Sérstaks saksóknara sé nógu öflugt til að takast á við rótina á glæpnum.

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 14.1.2012 kl. 18:04

20 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Óskar, þínar athugasemdir lýsa svo furðulegum hugsunarhætti að hann er greinilega langt utan og ofan við það sem venjulega kallast gáfur eða vit á málefnum. Gegn slíku duga engar röksemdarfærslur og verður því ekki einu sinni reynt að mótmæla þessum furðulegheitum.

Arnór, ætli nokkur lögregluyfirvöld eða leyniþjónustur nokkursstaðar hafi áttað sig á, eða séð fyrir, hvað var að gerast í banka- og fjármálageiranum á þessum "bankaránsárum"?

Axel Jóhann Axelsson, 14.1.2012 kl. 19:08

21 Smámynd: Óskar Arnórsson

Axel minn. Þú ert alla vega ekkert "furðulegur". Til þess ertu alltof einfaldur og vitgrannur. Enda þarf fólk að hugsa sjálft til að ná þeim titli sem hefur aldrei skeð hjá þér. Þeir sem kópera spekina úr fjölmiðlum og hafa ALDREI eigin skoðun á neinu málefni, eru kallaðir einfaldir. Sumir eru kallaðir staðnaðir og margir eru tréhausar eins og þú gerir þér far um að lýsa sjálfum þér aftur og aftur....ekkert vera að ergja þig á þínum röksemdarfærslum Axel. Margir hlægja að þeim og flestir nenna ekki að eyða hugsun á þær.

"Arnór, ætli nokkur lögregluyfirvöld eða leyniþjónustur nokkursstaðar hafi áttað sig á, eða séð fyrir, hvað var að gerast í banka- og fjármálageiranum á þessum "bankaránsárum"? -

Já, t.d. Säpo í Svíþjóð og Pet í Danmörku komu upplýsingum áleiðis til sinna yfirvalda og sænskur banki var fyrstur til að vara Davíð Oddson við. Enn hann var að sjálfsögðu upptekin af sjálfum sér eins og algent er með íslenska súperheila og tilkynnti hann að hann ætlaði að stefna sænska bankanum fyrir meiðyrði.....það varð ekkert úr íslenska meiðyrðamálinu því Bankasýstemið hrundi nákvæmlega eins og Svíar og Danir höfðu spáð....Bankahrunið átti sér langan aðdraganda og flest l0nd í kring virtust vita af því, enn ekki gáfumenn ´slendinga. Þeir vissu næstum ekkert...

Óskar Arnórsson, 15.1.2012 kl. 01:57

22 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Óskar, þó bankakrísan austan hafs og vestan hafi greinilega farið fram hjá þér, þá hafa ýmsir aðrir fundið fyrir henni og hafa af henni miklar áhyggjur.

Annars nenni ég ekki að elta ólar við annað eins furðufyrirbæri og þinn hugarheimur sýnir sig vera. Menn sem búa sér til slíka andlega veröld til að búa í, verða alltaf átakanlega einmana. Vonandi kemstu þó til manna áður en yfir lýkur.

Axel Jóhann Axelsson, 15.1.2012 kl. 09:17

23 identicon

 það væri gaman að sjá Hells Angels í boði sem stjórn landsins. Ég myndi kjósa þá frekar enn hina gangsteranna. Það er alla vega ekki eins mikill leikaraskapur í þeim og þessum fábjánum sem hafa stjórnað landinu hingað til...

tessu er eg sammala

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 15.1.2012 kl. 11:29

24 identicon

Og hvar var þessi ágæta lögregla og aðrir aðilar löggæslu og dómsvalds þegar lítill hópur harðsnúinna glæpamanna stal 4 þúsund milljörðum úr íslenska bankakerfinu og lét þá hverfa þegjandi og hljóðalaust og í kjölfarið setti Ísland á hausinn? Það væri verðugt verkefni að skoða hverjir stóðu sig í stykkinu og hverjir ekki á þeim tíma þegar Íslandi var stolið. Það er uppgjör sem þarf að fara fram og ég er ekki viss um að embætti Sérstaks saksóknara sé nógu öflugt til að takast á við rótina á glæpnum.

og lika tessu

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 15.1.2012 kl. 11:32

25 Smámynd: Óskar Arnórsson

Axel er einn svona fyrirbæra sem kýs þessa trúða sem stjórna þessu landi og vill þá áfram. Bara ef það hefur farið fram hjá þér Axel þá var stærsti hluti bankakrísunar ekkert hrun sem rekja má vestur í heim.

Þetta var bankarán sem var framið með hjálp fjölda mann úr Ríkisstjórn Íslands og eftirlitsmanna. Það má alveg fljóta með að oft voru mútirnar ekki greiddar með peningum. Heldur austantjaldsstelpum og hreinu kókaíni. Það var oft aðalástæðan að lánadeildir bankanna náðu í peninga í þýskum bönkum og mörgum öðrum löndum.

Svo er hroki, peninga og valdagræðgi ásamt botnlausri mannfyrirlitningu, er einn sterkasti krafturinn á bakvið aðalmenninna í þessu stærsta bankaráni í Evrópu. Og þeir eiginleikar mannsskeppnunar ættu að vera þér vel kunnugir Axel. Ég er ágætlega ánægður með minn hugarheim, enn það gæti verið að þegar ég var unglingur að ég hafði eitthvað sem líktist þínum. Það er gengið yfir fyrir löngu síðan....

Tek undir og er hjartanlega sammála Helga Ármanns og Arnóri hér að ofan. Menn eru orðnir innilega þreittir á þessu aðalsmannaleikriti íslenskra ráðamanna. Þeim varaðar nákvæmlega ekkert um venjulegt fólk og þess fyrr sem menn skilja það, þess fyrr verður hægt að byggja upp þetta land aftur. Það verða ekki íslenskir stjórnmálamenn sem byggja upp Ísland aftur. þeir þvælast allstaðar fyrir...Það verður venjulegt fólk sem gerir það og þá þarf að stórpassa sig á fólki sem er með baneitraðan hugsunarhátt og vill nota lögrelu, ofbeldi og ónýt lög til að berja fólk til hlýðni sem það sé hægt að ræna það áfram.

Óskar Arnórsson, 15.1.2012 kl. 22:23

26 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Óskar, þú talar um að Ísland verði byggt upp af fólki með óeitraðan hugsunarhátt, en þá getur þú alls ekki verið að ræða um fólk sem hugsar á eins ótrúlega afbrigðilegan hátt og þú virðist gera samkvæmt skrifum þínum.

Einhver ómerkilegasti, ósmekklegasti og leiðinlegasti málflutningur sem hægt er að hugsa sér, er þegar fólk leggst svo lágt að úthúða gáfnafari viðmælenda sinna og telja sjálfan sig til þvílíkra gáfumenna að vandi væri til að jafna. Á þeim nótum skrifar þú og þar með er ekki nokkur leið að rökræða við þig um eitt eða neitt, enda verður það ekki reynt frekar.

Axel Jóhann Axelsson, 16.1.2012 kl. 13:18

27 identicon

'Einhver ómerkilegasti, ósmekklegasti og leiðinlegasti málflutningur sem hægt er að hugsa sér, er þegar fólk leggst svo lágt að úthúða gáfnafari viðmælenda sinna og telja sjálfan sig til þvílíkra gáfumenna að vandi væri til að jafna..' Axel

Steinar og glerhús Axel? Hver skrifaði eftirfarandi?

 'Óskar, þínar athugasemdir lýsa svo furðulegum hugsunarhætti að hann er greinilega langt utan og ofan við það sem venjulega kallast gáfur eða vit á málefnum.... Menn sem búa sér til slíka andlega veröld til að búa í, verða alltaf átakanlega einmana. Vonandi kemstu þó til manna áður en yfir lýkur.' Axel

magus (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 20:02

28 identicon

Axel: Hells Angels sjá um að handrukka fíkniefnaskuldir...enda geta fíkniefnasalar ekki leitað til lögreglunnar vegna skulda...þetta er bísness...ekkert annað...vegna þess að kerfið er búið að búa til umhverfi fyrir þá með fáránlegu 'stríði gegn fíkniefnum' og spilltri lögreglu...

 Það síðasta sem þarf að gera er að setja ennþá meiri peninga í gjörspillta lögreglu. 'Skipulögð glæpastarfsemi' með fíkniefni er ekkert nýtt á Íslandi....spurðu bara Arnar Jensson hjá Ríkislögreglustjóra, hann var böstaður ásamt fleiri fíkniefnalöggum á sínum tíma fyrir samstarf við öflugasta fíkniefnabarón Íslands á sínum tíma...fyrir um 20 árum síðan.

 Arnar og félagar sluppu við refsingar, og Arnar fékk meira að segja stöðuhækkun...vinnu fyrir nýtt embætti Ríkislögreglustjóra! Það var aldrei sett á laggirnar Innra Eftirlit...Þetta er svo sjúkt pakk að það hálfa væri nóg.

Það þarf að hreinsa vel og vandlega til hjá lögreglunni og Ríkislögreglustjóranum....og Fíknó..og stofna Óháð Innra Eftirlit(ekki löggur að 'rannsaka' löggur).

PS. Hvað eru margir nauðgarar og barnaníðingar hjá Hells Angels? 

Vissir þú að Stefán sjúklingur yfirmaður neitar að reka barnaníðinga úr lögreglunni, og Ríkislögreglustjórinn líka?

magus (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 20:22

29 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er nokkuð "hreint" hjá fíkniefnadeildinni núna reyndar og verið í nokkur ár, enga kærir núverandi yfirmaður fíkniefnadeildarinnar sig ekkert um neitt rugl. Það breytir ekki þeirri staðreynd að þetta stríð sem hefur drepið og fangelsað menn um alla jörðina algjörlega að nauðsynjalausu, er bara þörfin fyrir "aðalinn" í hverju landi fyrir sig, að byggja alla tilvist sýna á að eiga óvini og vera í launuðu stríði.

Amfetamín, heróín, kókaín VERÐUR að vera upp á borðum einmitt vegna þess að það er svo hættulegt! Það má ekki reka fólk í felur með þessa neyslu. Hvað myndi gerast ef fallhlífastökk og bongijump yrði bannað? Ekkert eftirlit, það yrði enn meira spennandi og slýsin urðu óskapleg.

Eiturlyf kemur best upp um þörf yfirvalda að drottna og stjórna þegnum sýnum. Sjálft bannið býr til verðmæti á eiturlyfjum sem væru annars ekki til staðar. Bannið býr til ofbeldi sem myndi annars ekki finnast. Bannið sjálft þarf að taka í burtu og nota kraftana í að hjálpa þeim sem þurfa á því að halda og vilja það.

Mæli með heimasíðu þessara fyrrverandi fíkniefnalögreglumanna.... www.leap.cc

Bendi Axel á það að ég hef enga tilraun gert til að rökræða við hann. Hef reynt fyrir löngu síðan og fólk sem byggir ruglið í sér á trúsýstemi frekar en þekkingu á málefninu er ekkert hægt að rökræða. Ég úthúða þér þýðir að ég lít ekki á þig sem barn. Heldur fullorðin vitleysing sem er nákvæmlega eins í hugsun og þeir sem stjórna þessu landi.

Sem mæla með að gera ofbeldi löglegt og auka það eins og þú og þínir líkar mæla með Axel. Eins og þú segir sjálfur á þessu forheimska bloggi þínu. Upp með opinberu byssurnar, gösum þá og eltum! Hvernig væri að reyna að vakna úr mókinu sem þú er greinilega í og horfa í kringum sig? Ég veit alveg að það er fullt af fólki sem hugsar eins og þú. Og þeir hafa allir rangt fyrir sér, hvern einn og einasti. Lög í landi er engin sannleikur og fólki verður ekki haldið í skefjun með lögregluvaldi....Í því liggur grundvallarmunurinn á okkur tveimur, hvernig við hudsum um hvernig á að mæðta ofbeldi.

Þú trúir á ofbeldi sem lausn, enn ekki ég. Þú veist ekkert um hvað ofbeldi er, það veit ég aftur á móti mikið um. Þess vegna er þessi munur á okkur. Enn þú átt ekki að vera að mana yfirvöld til ofbeldis vegna þess að einhver sló konu og það vill til í þetta skipti voru það mótirhjólastrákarnir.

Það væri öll þjóðin grá fyrir járnum ef þú fengir að ráða Axel...

Óskar Arnórsson, 16.1.2012 kl. 22:12

30 identicon

Óskar

Lögreglan og Fíknó neita að fylgjast með stera og eiturlyfjaneyslu lögregluþjóna.

Á sama tíma stundar löggan ólöglegar leitanir á almennum borgurum, og unglingum sérstaklega...

sem gengur stundum svo langt að fólki er nauðgað uppá stöð með ólöglegum líkamsleitum...

og ógeðslegum málum sbr Þvaglegginn á Selfossi.

Þetta er sjúkt og stórhættulegt pakk.

Hvernig er þetta í Svíaríki?

- Er Innra Eftirlit?

- komast yfirmenn í löggunni upp með að vernda barnaníðinga?

Skilur þú hvað ég meina þegar ég segi að Sjúkt Pakk stjórnar lögreglunni á Íslandi?

Er einhver munur á barnaníðingum og yfirmönnum þeirra sem vernda þá?

- Hvernig var þetta með Kirkjuna og Óla Biskup?

Aftur: Sjúkt, viðbjóðslegt skítapakk.

ÞAð er engin tilviljun að aldrei var sett á laggirnar innra eftirlit...

magus (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 22:36

31 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er rætt a steravandamálið er stórt innan lögreglunnar því notkuninni fylgir öðruvísi afneitun en við aðra eiturlyfjaneyslu. Sterar eru sterkt hugarfarsbreytandi, loka á tilfinningakerfi og menn fá allt frá léttu mikilmennskubrjálæði til þess að verða ofbeldisfullir og einstaka verður hættulegur umhverfi sýnu. Menn eiga ekkert að fá að vera lögreglumenn sem hafa étið stera eða sprautað sig með þeim.

Ég er ekkert að verja lögreglunna, enn þeir verja síður enn svo barnaníðinga eða svoleiðis hrotta. Að þeir verji hvern annan er oftast sjálfsagt mál. Enn því miður hafa mestu fantarnir fengið háar stöður og sloppið við allskonar skítamál gegnum pólitík sem er svipuð í öllum bransa. Í pólitíkinni, í bönkunum og þess háttar...

Hver ætti að fylgjast með lögreglunni í innra eftirliti? Landið er svo lítið að það er ekki hægt. Eiginlega þyrfti eftirlit að koma frá öðru landi svo það yrði eitthvað vit í því.

Ef þú verð barnaníðing og nauðgara þá ertu ekki minna sekur. Ég veit ekki hvernig það er gagnvart lögum, enn það skýrir sig sjálft. Ég veit hvað þú átt við þegar þú talar um æðstu yfirmenn lögreglunnar á Íslandi....Það eru menn þar sem ættu að vera annarstaðar. Allir vita það og þeir sem vilja halda lögreglunni hreinni, sem er stærstur hlutinn, verða að sjá um sín mál sjálfir...

Það er ekki langt síðan að einn háttsettur yfirmaður kynferðis ofbeldisdeildar í sænsku lögreglunni var dæmdur fyrir nauðganir og hrottaskap, pyntingar og kynferðislega sjúka leiki gagnvart fjölda stúlkna undir aldri og eldri kvenna. Hann kom að rannsókn í byrjun á eigin máli. Hann talaði manna mest um jafnrétti kynjanna og viringu við konur. Hann var kennari í lögregluháskólanum í samband við móral á vinnustöðum og hann var eins og prestur á lögreglustöðinni. Menn þorðu ekki einu sinni að segja klámbrandara án þess að stíga á hans viðkvæmu tær ....Hann fær að hita klósettsetuna á vetur fyrir foringja fanganna í fangelsinu þar sem hann situr...

Óskar Arnórsson, 17.1.2012 kl. 00:23

32 identicon

Óskar..

Það eru mál í gangi núna þar sem amk einn lögreglumaður á Íslandi er grunaður barnaníðingur af grófustu sort...held reyndar að málin séu 2...Stefán lögreglustjóri og Ríkislögreglustjórinn neita báðir að reka þá....þeir neita meira að segja að leysa þá frá störfum á meðan málin eru rannsökuð..

Stutt er síðan að Þvagleggurinn á Selfossi reddaði barnaníðing í Vestmannaeyjum(ekki lögreglumaður) þannig að þurfti ekki að sæta gæsluvarðhaldi...hann var ekki einu sinni áminntur, hvað þá rekinn, þrátt fyrir afar vafasaman feril.

Þú talar um ljótt hneyksli í Svíþjóð....lögreglan situr á álíka hneykslum hér, sbr barnaníðinga og nauðgara. Ekki eru svo mörg ár síðan að lögreglumaður var dæmdur fyrir að nauðga ungri stúlku í lögreglubíl...Stutt er síðan að perri kenndur við ljósaböð komst í fréttirnar, án þess að nefnt væri að hann var fyrrverandi lögga....

Það eru mörg ljót mál á síðustu árum sem hafa komist mislangt í réttarkerfinu, Óskar. Fjölmiðlarnir hafa bara haldið kjafti með lögreglunni. Helst var að DV hafi flutt fréttir af svona málum, en góðir Framsóknar og Sjálfstæðismenn hafa kosið að stinga hausnum í sandinn....enda ekki hægt að trúa neinu sem 'Kommar' skrifa.

Sama afneitunin var í gangi með Kirkjuna á sínum tíma.

Auðvitað er hægt að hafa eftirlit þótt það verði aldrei fullkomið. Reynslan frá Vesturlöndin sýnir að ekki þýðir að láta lögregluna stjórna eftirlitinu, og það eru þegar komin fordæmi í BNA og Kanada af óháðu eftirliti...en nú er reyndar búið að eyðileggja allt eftirlit í geðveikinni í BNA. Óháðir lögmenn, Umboðsmaður Alþingis, og ýmsir sérfræðingar geta séð um eftirlit....þetta er umræða sem þarf að fara fram.

Það væri alveg eins hægt að láta bankana vera eftirlitslausa...við vitum að eftirlitið verður aldrei fullkomið en við höfum séð að ekkert eftirlit(practical, þótt það hafi verið eftirlit að nafninu til) með bönkunum getur eyðilagt samfélagið...og gert meiri skaða á 10 árum en Hells Angels gætu gert á 100 árum...

magus (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 02:40

33 identicon

PS.

 Gott ef bróðir Steina Njáls var ekki yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunar á sínum tíma, amk starfsmaður....

Það fóru nú misjafnar sögur af honum...

magus (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 02:45

34 identicon

Þegar ég bjó í Svíþjóð fyrir nokkrum árum, bar mikið á H.E. í Gautaborg og bæjum þar í kring. Einn maður sem var í H.E. vildi hætta í samtökunum og lét vita af því hjá viðkomandi yfirmönnum.(glæponum)Tekið var á því eins og þeirra lög segja til um. Hann var tekinn og með rafmagnssmergel voru fjarlægð öll tattoveruð merki sem hann var með á líkamanum sem tengd voru samtökunum. Síðan fannst hann nær dauða en lífi. Þegar hann hafði jafnað sig nokkuð fengið nýtt nafn og persónunúmer þá hafði hann kjark til að segja: Inntökupróf í H.E. er að minnsta kosti eitt morð og helst nokkrar misþyrmingar.

Hvernig hann Einar litli minn komst inn í þetta dæmi, get ég bara ekki skilið. Þessi fallegi prúði drengur.

Jóhanna (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 17:22

35 identicon

Óskar

 Varðandi komandi óháða innra eftirlitið...þá mun það að sjálfsögðu þurfa að hafa sömu heimildir og lögreglan hefur...

ef lögreglan fær forvirkar heimildir, þá fær innra eftirlitið forvirkar heimildir...

 svo einfalt er það.

magus (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband