Uppstoppaður Kim Jong-il

Varla dettur ráðamönnum Norður-Kóreu í hug að jarðsetja hinn dýrðlega, ástsæla og guðlega Kim Jong-il eftir allt sem hann hefur gert fyrir þjóð sína og mannkynið allt með stjórnvisku sinni og leiðsögn á öllum sviðum mannlífsins.

Kim Jong-il á sannarlega skilið að verða stoppaður upp og hafður opinberlega til sýnis alþýðunni til innblásturs um alla framtíð, eins og gert hefur verið með ýmsar aðrar furðuskepnur, eins og t.d. pabba hans blessaðan, Lenin, Stalin og Maó.

Mannkynið stendur í þvílíkri þakkarskuld við þessa guðlegu veru að nokkurra tuga milljóna króna kostnaður má ekki verða til að smásálir komi í veg fyrir að rússneskir uppstopparar komi gripnum í sýningarhæft ástand.


mbl.is Verður lík Kim Jong-ils smurt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll; Axel Jóhann !

Af hverju; ættu Rússneskir uppstopparar, að koma þar, að málum ?

Gleymir þú kannski; að Sovétríkin liðuðst í sundur, góðu heilli, árið 1991 ? 

Eða; er Kaldastríðs trekkurinn, þér svona ofarlega í huga enn, síðuhafi góður ?

Væri ekki upplagt; að Pentagon þursarnir, hans Obama´s fjöldamorðingja, tækju þetta verkefni, að sér, fremur ?

Með kveðjum; úr Árnesþingi /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 23:41

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Lestu fréttinna, Óskar, og þá hlýtur þú að sjá að þar er talað um rússneska sérfræðinga á þessu sviði.

Axel Jóhann Axelsson, 21.12.2011 kl. 09:19

3 identicon

Sæll á ný; Axel Jóhann !

Þakka þér fyrir; nauðsynlega leiðréttinguna, mér; til handa.

Ég hafði farið; yfir fréttina, á all nokkru Hundavaði, ágæti drengur.

Með; þeim sömu kveðjum - sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.12.2011 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband