Stórslösuð ríkisstjórn

Össur Skarphéðinsson viðurkenndi að framlalgning "Stóra kvótafrumvarpsins" hafi verið stórslys og frumvarpið ekki verið boðlegt þingmál.

Ráðherrann lýsti framlagningu frumvarpsins við bílslys og sagði ríkisstjórnina verða að læra af þeim glæfraakstri til að forðast annað eins stórslys og þar hefði orðið.

Spurður hvort nokkurri ríkisstjórn væri sæmandi að leggja fram frumvarp sem líktist engu öðru en stórslysi, sagði Össur að sér fyndist slíkt ekki boðlegt, enda hefði hann ekki lagt frumvarpið fram.

Slíkt svar er eintómur blekkingarleikur enda var þarna um að ræða stjórnarfrumvarp, sem Össur Skarphéðinsson var jafnábyrgur fyrir og aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar.

Þetta er ekki eina slysið sem ríkisstjórnin hefur lent í á ferlinum, því hann hefur einkennst af ótrúlegri seinheppni og varla hægt að tilnefna meiri hrakfallabálk en einmitt þessa ríkisstjórn.

Eftir allan þennan óhappaferil er ríkisstjórnin stórslösuð og óvíst að hún nái nokkurn tíma fullum bata.


mbl.is Kvótafrumvarpið eins og bílslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Eftir að sáttanefndin lauk störfum haustið 2010, unnu stjórnarflokkarnir heila átta mánuði við samningu á frumvarpinu.  Í það minnsta fjórir ráðherrar og fjórir þingmenn úr hvorum stjórnarflokkanna, komu beint að gerð þess, með mismiklum hætti þó.

Það er því öllu nær að kalla samstarf stjórnarflokkanna ,,bílslys" eða þá ,,hópslys".

Kristinn Karl Brynjarsson, 21.12.2011 kl. 21:19

2 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

             Það er nú ekki bara það að ríkisstjórnin sé stórslösuð, hún er stórslys.

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 21.12.2011 kl. 21:59

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Útkoma SF og VG í kosningunum 2009 var stórslys og stjórnin komst til valda þá með því að blekkja þjóðina og halda mikilvægum upplýsingum leyndum.   Síðan þá hefur stjórnin ekið ógætilega og hvað eftir annað ekið út af og lent lengst út í móa með hvert málið á fætur öðru.   Alltaf er druslan þó dreginn upp á veginn aftur og heldur áfram stórlöskuð og öllum öðrum vegfarendum til mikils ama og stórhættu.

Jón Óskarsson, 22.12.2011 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband