Vinnuveitandi ábyrgur fyrir kynlífi starfsmanna?

Átta konur hafa stefnt bresku lögreglunni vegna ástarsambanda sem þær hafa átt í við leynilega útsendara löggunnar, sem störfuðu innan ýmissa hópa umhverfisverndarsinna undanfarinn einn og hálfan áratug, þar á meðal við mótmælaaðgerðir Saving Iceland.

Burtséð frá því, hvort réttlætanlegt hafi verið af bresku lögreglunni að planta njósnurum í þessi umhverfissamtök, verður það að teljast nokkuð einkennilegt að stefna vinnuveitendum þeirra vegna ástarsambanda sem greinilega hafa stofnast milli þeirra og kvennanna.

Fréttin leiðir huganna að því hvort vinnuveitendur geti verið ábyrgir og þá væntanlega skaðabótaskyldir vegna kvennafars sem starfsmenn þeirra stunda, hvort heldur er í vinnutíma eða utan hans.

Verði breska löggan dæmd í þessum málum, hlýtur kalt vatn að renna milli skinns og hörunds allra yfirmanna í stofnunum og fyrirtækjum veraldarinnar, þar sem kynkvötin hefur lengi valdið alls kyns vandræðum í samskiptum kynjanna.

Væri t.d. hægt að kæra AGS vegna kvennamála Strauss Khan?


mbl.is Fagnar málsókn á hendur bresku lögreglunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hlýtur sð vera hægt að velta ábyrgðinni af kynlífi lögreglumanna í Bretlandi yfir á skattgreiðendur þar, alveg eins og hægt var að klína ábyrgðinni á almenning á Íslandi, þegar nokkrir "snillingar" átu yfir sig af lánum, léku sér með þau í alheimsrúllettunni, skitu í buxurnar og töpuðu.

Stefán Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 19:54

2 identicon

Þessar leynilöggur voru í vinnunni þegar þeir sváfu hjá þessu kvennfólki.

Þeir sváfu hjá þessu kvennfólki, og stofnuðu til sambanda við þeirra SEM STARFSMENN lögreglunnar, og sem persónur búnar til af lögregluyfirvöldum.

Þetta ætti að vera auðsótt mál.

Sigurður (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 21:46

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður, hvernig veist þú að þessar dulbúni löggur hafi sofið hjá þessum konum í vinnutímanum? Í öllum leynilögreglusögum reyna söguhetjurnar að tæla andstæðinginn í rúmið með sér til að lokka upp úr honum upplýsingar. Ætli það sama hafi ekki verið raunin í þessum "leynilögguleik"? Er öruggt að slikir "lögguleikir" séu ólöglegir, þó þeir séu ef til vill ekki siðlegir?

Axel Jóhann Axelsson, 18.12.2011 kl. 22:05

4 identicon

Þetta er nú meira bullið. Er hægt að tæla konu í ástarsamband? Er verið að gefa í skyn að þær hugsi ekki? Hvað segja feministarnir?

Ég hélt að konan réði því sjálf með hverjum hún leggst.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 00:09

5 Smámynd: Jón Óskarsson

...Verður þá nokkuð hægt að framleiða fleiri James Bond myndir ? :)

Jón Óskarsson, 19.12.2011 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband