Ánægjulegir umskiptingar í ríkisstjórninni

Alger umskipti hafa orðið í afstöðu og framgöngu ríkisstjórnarinnar í Icesavemálinu, því nú keppast ráðherrarnir hver í kapp við annan að lýsa því yfir að aldrei hafi verið gert fyrir ríkisábyrgðum í tilskipunum ESB vegna tryggingasjóða innistæðueigenda og fjárfesta og því séu nánast engar líkur á því að mál tapist fyrir EFTAdómstólnum vegna kæru ESA um ætluð brot Íslands á EES-samningnum.

Þetta er allt annar og nýr tónn úr herbúðum stjórnarinnar, enda muna allir hvernig þessir sömu ráðherrar kepptust um að lýsa stuðningi við kröfur Breta og Hollendinga á hendur íslenskum skattgreiðendum og þurfti tvær þjóðaratkvæðagreiðslur til að reka þjónkunina við Breta, Hollendinga, ESB og AGS öfuga ofan í ráðherrana og koma þeim í skilning um að skattgreiðendur á Íslandi vildu ekki og ætluðu ekki að láta kúga sig til skattaþrælkunar fyrir þessa erlendu herra.

Nú kveður við algerlega annan tón, eins og eftirfarandi setning úr fréttinni ber með sér: "Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir Íslendinga hafa sterk efnisleg rök að byggja á í málarekstrinum gegn ESA. Hann segir Breta og Hollendinga jafnframt ætla sér að gera ástandið á Íslandi að féþúfu en hafi á engum efnislegum rökum að byggja."

Þetta eru sannarlega ánægjuleg umskipti og loksins fara ráðherrarnir að vinna í málinu eins og þeir hefðu átt að gera frá upphafi, þ.e. að verja rétt Íslendinga í málinu og berjast af öllum kröftum með þjóðinni gegn ofríkinu.

Tapist málið fyrir EFTA-dómstólnum verður það líklega vegna þeirrar staðreyndar að íslenska ríkisstjórnin var búin að fallast á sjónarmið andstæðinga sinna í málinu og staðfesta undirgefni sína með undirskrift sinni á þrjá kúgunarsamninga, sem þjóðin neitaði þó að staðfesta. 


mbl.is Eiga sér engin efnisleg rök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síðasti Icesave samningur var felldur, ekkert við því að gera. Skuldin miðaðist þá ekki lengur við samninginn, ekkert við því að gera. Skuldin fór úr um 640 milljörðum í ríflega 1300 milljarða, ekkert við því að gera. Og ef við töpum þessu máli gæti skuldin farið í 2400 milljarða, ekkert við því að gera. Þjóðin hefur valið og nú er bara að peppa hvort annað upp, vera fáránlega bjartsýn, borga með bros á vör og bera höfuðið hátt.

Hebbi G (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 13:40

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hebbi, það er einmitt svona aðdáunarvert baráttuþrek sem þjóðin þarf á að halda núna. Þú hlýtur að vera stoltur af sjálfum þér.

Axel Jóhann Axelsson, 14.12.2011 kl. 14:08

3 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Það er nu alrangt hja þer Hebbi, Icesave samningurinn var alltaf upp a 1300 milljarða þratt fyrir að þer hafi verið gerð tru um að hann væri einungis upp a 640 milljarða, i honum var Island gert abyrgt fyrir heildarskuldinni en 50% af þvi atti að "greiðast" af hollendingum og bretum vegna endurheimta fra þrotabuinu, og þvi var verið að tryggja endurgreidslur a ollu til baka með þeim samningi þ.e.a.s upp að 100000 evrum.

Aftur a moti stendur skyrt i Islenskum lögum og þeim sem við tokum upp i gegnum ees að einungis þarf að tryggja upp að ~20000 evrum, við gætum greitt það i Islenskum kronum, það tiðkast ekki að borga vexti þegar er gengið fra svona mali, við gætum nytt 100% af þrotabuinu i þessar greiðslur, dæmt um malið samkvæmt Islenskum lögum a Islenskum grunni.

I alla staði er það betra fyrir okkur að hafa sagt nei við Icesave heldur en að hafa samþykkt það, þvi ef við hefðum samþykkt Icesave þa værum við buin að greiða i kringum 35 milljarða (af þvi hefði tryggingasjoðurinn liklegast nað um 24 milljorðum) I oafturkræfa vexti.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 14.12.2011 kl. 19:46

4 identicon

Halldór,

Ég ætla ekkert að vera leiðinlegur, en hvað ætli ríkið gæti verið búið að spara sér í fjármagnskostnað, á þessum síðustu og verstu, ef greiðsluviljinn hefði verið meiri en raun ber vitni. Burtséð frá öllu, þá hlýtur ábyrgð íslenskra stjórnvalda að vera einhver.

Athyglisvert mál. Ég held að, ef að Ísland hefði fengið það tilboð að borga, ja, segjum 30 milljarða í þetta mál í árslok 2008, þá hefðum við hoppað á það, á stundinni og talið að vel sloppið. Málið er að núna er fólk búið að grafa sig svo djúpt ofan í holur að það getur ekki hætt að berjast í þessu máli. Þetta mál er fyrir löngu hætt að snúast um einhverja skynsemi, eða glögga sýn á málavöxtum. Því miður.

Maður vonar bara að þessi vitleysa hætti, og að skítkastið verði minna, en náttúrulega verður alltaf um það, enda margir með skítlegt eðli, þannig er það nú bara.

Annars að vera að segja að Árni Páll hafi eitthvað breytt um "skoðun" er kannski rétt. Hann verður bara að spila úr þeim spilum sem hann fær.

Jóhannes (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 05:53

5 Smámynd: Samstaða þjóðar

Það er alltaf jafn athyglisvert að hlusta á ólundarlegt gjammið í kjölturökkum Evrópusambandsins:  

Kjölturakkar Evrópusambandsins gjamma ólundarlega

  Allir sem eitthvað hafa kynnt sér Icesave-kúgun nýlenduveldanna vita að þær hafa engan lagalegan grundvöll. Í tilskipun ESB um innistæðutryggingar kemur beinlínis fram, að ríkisábyrgð á banka-innistæðum er bönnuð. Sönnun á að ekki er leyfilegt að ríkistryggja banka-innistæður birtist til dæmis í því að fjölmörg ríki Evrópusambandsins hafa leitað eftir undanþágu frá þessu banni, til Framkvæmdarstjórnar ESB. Hvort allar slíkar beiðnir voru samþykktar er ekki ljóst. Hins vegar er ljóst að ef ríkisábyrgðir á banka-innistæðum væru leyfðar, hefði ekki verið þörf á að leita heimildar til undanþágu. Samstaða þjóðar gegn Icesave benti lögfræðingum Efnahagsráðuneytis á þetta atriði og var það notað í svarinu til ESA 01. maí 2011. Ýmis önnur sterk rök voru færð ráðuneytinu, en sem ekki voru notuð að þessu sinni. Ef trúa má hástemmdum sinnaskiptum ríkisstjórnarinnar, munu þau verða notuð fyrir EFTA-dómstólnum.

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

Samstaða þjóðar, 15.12.2011 kl. 11:13

6 identicon

Hhhmm,

Já menn eru greinilega búnir að læra og orðnir yfirvegaðir...;-)

...svona án gríns þá myndi ég nú aldrei fara fram á það við "samstaða þjóðar".

Jóhannes (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 20:59

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

@Hebbi G Skuldin fór úr um 640 milljörðum í ríflega 1300 milljarða... ef við töpum þessu máli gæti skuldin farið í 2400 milljarða

Þessi fullyrðing er röng á svo marga mismunandi vegu að ég veit ekki hvar á að byrja. Förum yfir staðreyndir um stöðu málsins í dag.

Frá því að Bretar og Hollendingar keyptu kröfur þarlendra innstæðueigenda haustið 2008 hafa þeir átt kröfur í þrotabú Landsbankans að jafnvirði nálægt 1.300 milljörðum króna í pundum og evrum. Um þetta hefur aldrei verið deilt og fjárhæðin er föst í hinum erlendu myntum. Varðandi kröfu þeirra um að íslenska ríkið gangist í ábyrgð fyrir tryggingaverndinni, þá takmarkast hún við 20.888 Evrur á hvern reikningseiganda, sem jafngildir nálægt 640-670 milljörðum króna eða um helmingi af heildarkröfum vegna innstæðna.

Nú liggur það fyrir að Bretar og Hollendingar munnu uppskera þessa fjárfestingu sína að fullu, og það jafnvel með hóflegum vöxtum. Því er ekkert um það að ræða að þeir hafi orðið fyrir neinum skaða, þvert á móti voru það neyðarlögin sem tryggðu þeim allt umfram helming, og hafa þeir nú þegar fengið afhenta rúma 430 milljarða úr þrotabúinu eða um þriðjung af heildarkröfum sínum.

Ætli menn að halda öðru fram verða þeir að útskýra það, talnamengun og staðreyndavillur eru ekki holl fyrir þessa umræðu.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.12.2011 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband