Dragi Landsdómsmálið til baka með afsökunarbeiðni

Samþykkt meirihluta þingmanna á tillögunni um að ákæra Geir H. Haarde, fyrrv. forstætisráðherra, og stefna honum einum manna fyrir Landsdóm var viðkomandi þingmönnum til ævarandi skammar og Alþingi sjálfu til háðungar. Dagurinn sá var mikill sorgardagur í þingsögunni.

Þeir þingmenn, sem settu nöfn sín á spjöld sögunnar sem þingnýðingar með samþykkt ákærunnar, verða að biðja Geir H. Haarde og þjóðina afsökunar á frumhlaupi sínu, ætli þeir sér að draga ákærurnar til baka og fella málið niður.

Geri þeir það ekki verða þeir áfram marklaus ómenni í augum alls þorra almennings, en menn að meiri biðjist þeir fyrirgefningar á misgerð sinni.


mbl.is Málið gegn Geir verði fellt niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vinsamlegast vertu ekki að tala fyrir mig í þessu máli. Hversu vitlaus sem kosning á þingi var þá var þetta niðurstaðan og gagnvart okkur almenningi þá er það minnsta sem hægt er að gera er að klára þetta mál. Þessi blessaði maður var bílstjóri og þó svo að farþegarnir hafi verið jafnskakkir og bílstjórinn þá er það HANN sem keyrði. Og ef það á að fara sleppa bílstjóranum þá má leggja niður embætti Sérstaks Saksóknara, loka búlluni og sleppa því að vera draga einn né neinn til ábyrgðar.   Lítilsvirðing Sjálfstæðismanna virðist ekki vera neinum takmörkunum háð, eins og áður þá er verið að gera kjósendur að fíflum. Ég vona að aðrir ábyrgari stjórnmálamenn sjái í gegnum þetta.

thin (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 21:55

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Alveg er það stórmerkilegt að alltaf skuli birtast einhver auli undir fölsku nafni og ausi heilasora sínum yfir allt og alla. Auðvitað tekur enginn mark á slíkum ómerkingum.

Axel Jóhann Axelsson, 15.12.2011 kl. 22:38

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Það er lágmark að menn komi fram undir nafni hérna.   En það fer gjarna saman að þeir sem koma undir dulnefni svífast einskis í málflutningi og eru í raun ekki svara verðir.   Hitt er annað mál að þetta er mjög umdeilt og gott að menn skiptist á skoðunum.  Ég hef hins vegar heyrt hjá mörgum af hörðustu stuðningsmönnum núverandi ríkisstjórnarflokka að þeim þyki það að taka Geir einann fyrir vera með ólíkindum og myndu styðja það heilshugar að ákæran væri dregin til baka.

Jón Óskarsson, 15.12.2011 kl. 23:14

4 identicon

Það breytir því samt ekki að blessaður maðurinn var Forsætisráðherra á haustmánuðum 2008. Maðurinn sem var búin að fá vitneskju strax í mars það sama ár um aðvofandi hættu og lét eins og það væri sólarupprás á næsta leiti. En síðuhöfundi líður svo illa að hann tekur reiði sína út á einhverjum sem kemur með athugasemd við hans ömurlegu færslu. Síðan ferðu svo fram á að s.k. þingnýðingar biðjist afsökunar. Hvernig væri nú að Foringinn sem sat við völd við hrunið stæði nú upp og bæðist afsökunar á sínum þætti hrunsin, hann væri meiri maður þó seint sé.

thin (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 23:15

5 identicon

Styð ekki nafnlausar athugasemdir hér, en það breytir ekki því að ég get tekið heilshugar undir það sem Thin segir og ef það er einhver sem á að biðjast afsökunar, þá er það Geir H. Haarde, öll forusta SjálfshælisfFLokksins og auðvitað kjósendur hans, en þeir eru að sjálfssögðu meðsekir fyrir að hafa kosið þetta óhræsni ár eftir ár.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 14:38

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Helgi, er þá bankahrunið í Bandaríkjunum og Evrópu, að ekki sé minnst á efnahagskreppuna sem gengur nú yfir heiminn, sé allt saman Geir H. Haarde og kjósendum Sjálfstæðisflokksins að kenna.

Þú þyrftir að temja þér að hugsa málin til enda, áður en þú slettir þínum pólitíska ofstopa yfir almenning.

Axel Jóhann Axelsson, 16.12.2011 kl. 18:23

7 identicon

Vinsamlegast vertu ekki að tala fyrir mig í þessu máli. Hversu vitlaus sem kosning á þingi var þá var þetta niðurstaðan og gagnvart okkur almenningi þá er það minnsta sem hægt er að gera er að klára þetta mál. Þessi blessaði maður var bílstjóri og þó svo að farþegarnir hafi verið jafnskakkir og bílstjórinn þá er það HANN sem keyrði. Og ef það á að fara sleppa bílstjóranum þá má leggja niður embætti Sérstaks Saksóknara, loka búlluni og sleppa því að vera draga einn né neinn til ábyrgðar.   Lítilsvirðing Sjálfstæðismanna virðist ekki vera neinum takmörkunum háð, eins og áður þá er verið að gera kjósendur að fíflum. Ég vona að aðrir ábyrgari stjórnmálamenn sjái í gegnum þetta.

thin (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 18:56

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sá dulnefndi hlýtur að halda að upphaflega athugasemdin hans sé þvílíkt meistaraverk, að ástæða sé til að endurbirta það með reglulegu millibili.

Hann er þá alveg örugglega aleinn um þá skoðun.

Axel Jóhann Axelsson, 16.12.2011 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband