13.12.2011 | 20:52
Skrípamynd og hryllingsmynd af Vantrú
Einn stofnenda Vantrúar segir að kæra félagsins til Siðanefndar Háskóla Íslands vegna umfjöllunar Bjarna Randvers Sigurvinssonar um félagið í kennslu sinni við Guðfræðideild hafi byggst á því að Vantrúarfélagar hafi talið hann dregið upp skrípamynd af félagsskapnum.
Eftir að pistlar Vantrúarmanna af innri vef sínum og öðrum skrifum á netsíður hefðu þeir átt að gleðjast yfir því að einhver drægi eingöngu upp af þeim skrípamynd en ekki þá mynd sem þeir draga upp af sjálfum sér og félagsskap sínum.
Þeirra eigin mynd af Vantrú er alger hryllingsmynd.
Málið snúist um útúrsnúninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hefurðu íhugað þann möguleika að sú mynd sem þú hefur af því sem fram fer á innri vef félagsins og öðrum skrifum á vefsíður sé einmitt skrípamynd - þ.e.a.s. gefi ekki rétta mynd af skoðunum Vantrúar?
Matthías Ásgeirsson, 13.12.2011 kl. 21:05
Vantrúarmenn eru alveg örugglega hinir mestu húmoristar og ekki síður snjallir að fela þann eiginleika sinn, ef eitthvað er að marka þessa athugasemd þína, Matthías. Nema auðvitað að þú sért bara að grínast.
Axel Jóhann Axelsson, 13.12.2011 kl. 21:18
Það er oft ágætis húmor í gangi á Vantrú - en hann er örugglega ekki allra.
Okkar eigin mynd af félaginu sést best í greinunum á vefritinu. Greinarnar eru það sem félagið Vantrú gefur út og eru skrifaðar undir ritstjórnarstefnu félagsins.
Matthías Ásgeirsson, 13.12.2011 kl. 21:36
Hefur þú nokkurntíman lesið pistla á Vantrú Axel?
Veist þú yfirleytt um hvað þetta mál snýst?
Jón Steinar Ragnarsson, 13.12.2011 kl. 22:09
Jón Steinar, ég hef lesið og fylgst með ýmsu sem frá Vantrú hefur komið í gegn um árin og látið mig það litlu skipta, þangað til þetta mál kom upp og maður las allan þann hroða sem í fjölmiðlum hefur birst af skrifum Vantrúarmanna í tilraun þeirra til ritskoðunar, að ekki sé minnst á skipulagningu til eineltis og ófræingnar ákveðinna manna.
Örvænting Vantrúarmanna vegna "lekans" á viðbjóðslegum skrifum þeirra er hins vegar vel skiljanleg og takist Vantrú einhvern tíma að skapa sér vott af tiltrú aftur, þá mun það a.m.k. taka mörg ár.
Axel Jóhann Axelsson, 13.12.2011 kl. 22:17
Axel reyndu nú einu sinn að brosa og vera kátur! Það eru að koma jól!
Kristinn Jakob Steindórsson (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 22:36
Kristinn, ég er með jafnlyndari mönnum, síkátur og brosmildur. Reyndu endilega að hressa þig við og vera ekkert að hafa áhyggjur af mér og minni kátínu. Láttu það a.m.k. ekki eyðileggja fyrir þér jólin.
Axel Jóhann Axelsson, 13.12.2011 kl. 22:41
Tek undir með þér, Axel
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.12.2011 kl. 23:39
Það er alveg með ólíkindum hvað þessir Vantrúarfélagar ætla að halda lengi áfram að kasta rykinu í allar áttir í tilraunum sínum í að blekkja fólk til að halda að þeir hafi einhvern málstað að verja annan en ófyrirleitna árás þeirra á Bjarna Randver og starfsheiður hans. Þessir menn kunna greinilega ekki að skammast sín og ég er farinn að halda að þeir muni ekki læra það.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 00:20
Nú bara skil ég ekki, hvað hefur málfar á einkaspjallborði eitthvað að gera með kennsluna og kæruna?
Þú dæmir ekki hóp á því hvernig einkasamtölin þeirra eru, þú dæmir hópinn út frá efni og umræðu sem er skrifuð undir nafni hópsins.
Tryggvi (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 03:19
Fyrir þá sem vilja kynna sér þetta eitthvað:
http://www.vantru.is/2010/02/18/12.00/
er hægt að sjá umræddar glærur þar. Mér finnst nú ekki að kennarar í háskólanum eigi að geta rakkað fólk niður og borið fyrir sig akademískt frelsi, öll umfjöllun í háskóla á að vera málefnaleg. Hvað þessar glærur varðar , ef þær áttu að kynna Vantrú, sé ég ekki að farinn hafi verið góð leið að því markmiði.
Snorri A (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 04:33
Ég sé nú bara ekkert athugavert við þessar glærur frá Bjarna, er bara alveg sammála honum að áróður Dawkinista er vatn á myllu haturshreyfinga. Finnst bara gott hjá honum að fylgjast vel með vafasömum trúarhreyfingum (líka þeim sem skilgreina sig sem trúlausar.)
Þess misskilnings virðist gæta að Bjarni sé að saka Vantrú um gyðingahatur og fleira slíkt, en lýsingin á glærunum á við haturshreyfingar þær hverra áróður trúleysingja er vatn á myllu. Þó vissulega geta sumir liðirnir átt við Vantrú.
Hinsvegar er bagalegt að vegna þessa deilumáls við Bjarna, fær vafasamur félagsskapur óverðskuldað þá allra bestu auglýsingu sem hægt er að fá. Fátt ef ekkert hefur verið eins áberandi í umræðunni og þetta fjaðrafok í kringum Vantrú.
Fannst bráðfyndið að lesa lýsingu Óla Gneista á því þegar hann hitti átrúnaðargoðið sjálft, Dawkins. Minnti einna helst á ástfangna smástelpu á bítlatónleikum á sjöunda áratugnum. Þetta var víst ein glæran. Sýnir að Bjarni Randver hefur heilmikinn húmor.
Theódór Norðkvist, 14.12.2011 kl. 07:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.