Ísland í ofbeldissamband?

Framkvæmdastjórn ESB ætlar að beita sér fyrir ofbeldisaðgerðum gegn Íslandi og Færeyjum vegna veiða þjóðanna á makríl innan sinnar eigin fiskveiðilögsögu. Tillagan virðist jafngilda stríðsyfirlýsingu af hendi ESB, enda þurfa slíkar hernaðaraðgerðir sem þessar að hljóta samþykki ráðherraráðs ESB og staðfestingu Evrópuþingsins.

Það hlýtur að vera einsdæmi í veröldinni að stríði, eða jafngildi þess, sé lýst á hendur ríkjum vegna veiða innan sinnar eigin lögsögu, en sýnir í hnotskurn eðli þess verðandi stórríkis sem ESB er að stefna að því að verða undir "tvíræði" Merkels og Sarkozys.

Konur, sem búa við ofbeldi á heimilinu, reyna venjulega að leita allra ráða til að losna úr slíku sambandi og ef ofbeldisseggurinn heldur uppteknum hætti er þrautalendingin að fá ofsækjandann dæmdan í nálgunarbann.

Össur, Jóhanna og aðrir ESBsinnar vilja hins vegar ekkert frekar en að komast í slíkt ofbeldissamband og ef rétt er munað þá kallast slíkt Masokismi, eða sjálfspíningarhvöt.


mbl.is Refsiaðgerðir ef ekki semst í janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband