29.11.2011 | 18:04
Þungvopnuð mótorhjólagengi
Lögreglan hefur lagt á ótrúlegt magn vopna, svo sem byssur, skotfæri, hnífa og hnúajárn, í tengslum við skotárásina sem gerð var í Bryggjuhverfinu í síðustu viku.
Eftir því sem fréttir herma voru þar á ferð meðlimir ákveðinnar mótorhjólaklíku í borginni, sem töldu sig eiga óuppgerðar sakir við mann vegna fíkniefnaskuldar. Þessi gjörningur sýnir betur en margt annað hvílík harka og miskunnarleysi ríkir í glæpaheimi borgarinnar núorðið og er ekki annað að sjá en að ástandið fari versnandi með hverju árinu.
Lögreglan gerði það sem í hennar valdi stóð til að sporna við því að íslenskt mótorhjólagengi fengi formlega viðurkenningu sem fullgildur aðili að alþjóðasamtökum Hell's Angels, en hafði þó ekki erindi sem erfiði. Reynt hefur verið að sporna við starfsemi þeirrar klíku eftir mætti og þó Hell's Angels hafi ekki átt hlut að þessari skotárás, þá sýnir málið eftir sem áður þá hættu sem uppgangi þessara vélhjólagengja fylgir.
Draga verður niðurskurð á fjárframlögum til lögreglunnar til baka og frekar bæta verulega við þau, ef nokkur möguleiki á að vera til að sporna við frekari uppgangi stórhættulegra glæpahópa, innlendra sem erlendra.
Mesta magn vopna sem fundist hefur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það væri jákvætt ef lögreglan hætti að vera í felum bak við veggi til að sekta Íslendinga heim úr vinnu en sneri ser að því að finna glæpamenn.
En til þess þarf VOPN OG MENN SEM ERU Í FORMI TIL AÐ TAKAST Á VIÐ ÞJÁLFAÐA STERAFAUTA ??? SKILJA YFIRVÖLD ÞAÐ '?
Erla Magna Alexandersdóttir, 29.11.2011 kl. 20:12
Erla, það er eitthvað sem segir mér að þú hafir verið sektuð af lögreglumanni í yfirþyngd á leiðinni heim úr vinnu
Lesandi (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 21:18
Algjörlega sammála Axel, þessi niðurskurður til lögreglunnar sem og auðvitað heilbrigðiskerfisins eru algjör hneisa. Undanfarin 20 árin hefur harkan í þessu öllu aukist gríðarlega, og mjög mikið síðustu árin. Nú þegar 2 heimsþekkt mótorhjólagengi hafa skotið rótum hér, og það gengi sem ekki hefur verið hlýtt á milli ef marka má fregnir að utan, þá er dregið úr fjárframlögum til lögreglunnar. Held það megi nú skoða ríkisbókhaldið betur en svo og skera niður á réttum stöðum!
En uhm Erla :) ég bara verð... fann lögreglan ekki glæpamennina í þessu máli? Ég get ekki betur séð. Til þess að lögreglan geti fundið glæpamenn, þá þarf einhver að fremja glæp ekki satt? Það er ekki hægt að taka menn fyrir hugsanlegan glæp, þó þeir séu í mótorhjólagengi eða einhverju tengdu glæpum, þú ert ekki glæpamaður nema þú hafir framið glæp og þó menn séu góðkunningjar lögreglunnar, þá jámm... segir sig svolítið sjálft.
Og jámm Erla... þeir eiga að fylgast með umferð, enda væri umferðin á Íslandi kolbrjáluð ef það væri ekki gert og ef lögreglan stoppar þig og sektar... þá hefurðu væntanlega brotið umferðarlög, sem eru lög líka :P
ViceRoy, 29.11.2011 kl. 21:29
Fjandi hefur hún Erla Magna rétt fyrir sér! Ég gargaði af hlátri þegar ég sá kommentið hennar. Ég veit ekki af hverju, og það skiptir ekki máli.
Til Axel Jóhann: Fólk som er með svona skoðanir sem þú lýsir í blogginu þínu eru alveg svakalegar! Það er eins og þú sért frá annari plánetu! Ég bjóst við framnhaldsögu om að jörðin væri flöt og tunglið úr osti.... Þú ert nú meiri kallinn... ;)
Óskar Arnórsson, 30.11.2011 kl. 04:35
Voru þetta ekki meðlimir úr hinu mótorhjólagenginu, Outlaws?
Snorri (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 08:35
Óskar, hvaða málflutningur í blogginu er svona svakalegur?
Snorri, það er rétt að í þessu tilfelli hefur komið fram í fréttum að félagar í Outlaws munu tengjast málinu.
Axel Jóhann Axelsson, 30.11.2011 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.