Öryrkjar sakna Sjálfstæðisflokksins, eins og flestir aðrir

Öryrkjabandalagið hefur enn og aftur vakið athygli á árásum "Norrænu velferðarstjórnarinnar" á kjör þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu og þurfa alfarið að reiða sig á örorku- og ellilaun, eða aðrar greiðslur frá hinu opinbera.

Í fréttinni af bréfinu til allra þingmanna segir m.a:  "Öryrkjabandalagið segir í bréfinu að áratuga löng réttindabarátta öryrkja hafi verið færð aftur um fjölda ára."  Tilefni þessara bréfaskrifta núna eru fyrirhuguð svik ríkisstjórnarinnar á skriflegu loforði sínu við gerð kjarasamninga um að bætur almannatrygginga skyldu hækka eins og lægstu laun á almennum vinnumarkaði.  Ríkisstjórnin hikar ekki nú, frekar en áður, að svíkja loforð sín hraðar en blekið þornar á undirskriftum ráðherranna.

Ekki skal því haldið fram að kjör öryrkja, eða annarra bótaþega, hafi verið svo góð að allir hafi verið himinsælir með þau á undanförnum áratugum, en ástæða er til að minna á að þau kjör sem öryrkjar reyna nú að verja, náðust á valdatíma Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, en eins og allir muna væntanlega sat hann í stjórn í tæpa tvo áratugi áður en núverandi hörmungarstjórn komst til valda.

Eins og ástatt er um þessar mundir á stjórnarheimilinu taka flestir undir söknuð Öryrkjabandalagsins vegna fjarveru Sjálfstæðisflokksins úr stjórnarráðinu. 


mbl.is Öryrkjar senda þingmönnum bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Er ekki allt í lagi hjá þér ? Hvaða flokkur leiddi okkur í hrunið. Og bað svo guð að blessa Ísland þegar allt var hrunið ó október 2008. Núverandi ríkisstjórn hefur lyft Grettistaki í endurreisn. Efnahagsmálin og uppgangur þeirra vekur mikla athygli og virðingu erlendis. En í Hádegismóum er hauspoki hafður á við skriftir- allt í myrkri.

Sævar Helgason, 29.11.2011 kl. 20:56

2 identicon

Mér finnst þú skrifa hér að mjög miklu þekkingarleisi. Hafandi verið bæði til sjós og lands hér áður fyrr og veikjast af slæmum hrörnunar sjúkdómi og fá 160 þúsund krónur úr kerfinu á mánuði. En lengi getur vont versnaðvirðist vera. Í tíð Sjálfstæðisflokksinns í síðustu stjórn byrjuðu hörmungarnar fyrir þá sem á þessari ölmusu verða að lifa.En fara ekki batnandi svosem. En að sjalla flokkurinn geri okkur eitthvað betra STÓR efa ég. Ég hef þurft að draga framm lífið á þessum krónum í rúm 30 ár og verð víst að gera það meðan ég tóri.

Björn Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 21:02

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sævar, hvaða flokkur leiddi bankahrun yfir Bandaríkin, að ekki sé talað um ESBlöndin og þá sérstaklega evrulöndin? Var það Sjálfstæðisflokkurinn?

Björn, eins og kom fram í upphaflega pistlinum þá voru bótaþegar ekkert öfundsverðir af kjörum sínum áður, en samt sem áður fóru kjörin skánandi í tíð Sjálfstæðisflokksins. Það eru þau kjör sem núverandi "velferðarstjórn" er að ráðast á, eins og Öryrkjabandalagið hefur marg bent á.

Axel Jóhann Axelsson, 29.11.2011 kl. 21:19

4 Smámynd: Sævar Helgason

Axel ! Umræðan var um Ísland og gerandann í Hruninu. Til viðbótar varð Seðalabanki Íslands sá eini af löndunum sem við horfum til- gjaldþrota upp á um 300 milljónir króna. Við setjum þá fjármuni ekki í velferðakerfið- þó skattpeningur okkar núna streymi til greiðslu gjaldþrotsins til endureisnar. Það er ekkert skrýtið í sjálfu sér þó Sjálfstæðisflokkur stingi vitinu í sandinn og vilji gleyma þætti sínum í martröðinni. Við þurfum ekki að sækja útfyrir landseinana með feluleikinn. Þetta er allt hérna.

Sævar Helgason, 29.11.2011 kl. 21:53

5 Smámynd: Sævar Helgason

300 milljarða átti þetta að vera -nóg samt

Sævar Helgason, 29.11.2011 kl. 21:54

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sævar, þar sem þú veist þetta allt betur en Rannsóknarnefnd Alþingis, viltu þá ekki líka útskýra banka- og fjármálakreppuna austan hafs og vestan?

Axel Jóhann Axelsson, 29.11.2011 kl. 22:20

7 identicon

Ég finn til með þér. Andlegörorka er vest. MANSTU ÖRYRKJAMÁLI ÁRIÐ 2000, DAFÍÐ OG CO ? þAÐ ER EINGIN FURÐA AÐ ÞÚ HÓTIR RITSKOÐUN ! þETTA ER ALLVEG DÆMALAUS.

MAGNÚS BJARNARSON (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 01:34

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Magnús, hvaða velferðarkerfi er "velferðarstjórnin" að skera niður við trog núna?

Axel Jóhann Axelsson, 30.11.2011 kl. 07:42

9 identicon

Axel er blindur, sjálfstæðisflokkur er helsta ástæða þess að ísland hrundi, helsta ástæða spillingar... hver sá sem styður sjálfstæðsflokk eftir það sem á undan er gengið, getur ekki verið með mikið vit í hausnum, eða er spilltari en fjandinn

DoctorE (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 11:14

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

DoctoeE, það er lákúrulegasti, aumasti, lélegasti og leiðinlegasti málflutningur sem hægt er að hugsa sér, þegar sá sem er annarrar skoðunar en maður sjálfur er sagður heimskur og spilltur. Það lýsir algerri málefnaþurrð og segir mikið um þann sem lætur slíkt frá sér, en ekkert um þann sem spjótunum er beint að.

Axel Jóhann Axelsson, 30.11.2011 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband