Skattabrjálæðið í hnotskurn

Skattabrjálæði ríkisstjórnarinnar ríður ekki við einteyming og allt skal skattlagt í drep, sem nokkur leið er að skattleggja til heljar, hvort sem um er að ræða skattpíningu einstaklinga eða fyrirtækja, stórra og smárra.  Nýjasta æðiskastið beinist að hrikalegri skattlagningu orkufreks iðnaðar og reynt að fegra geggjunina með því að þetta sé gert í þágu náttúru- og loftlagsverndar, enda heldur Steingrímur J. að með slíkum "röksemdum" sé auðveldara að troða áróðrinum ofan í þjóðina.

Eftirfarandi klausa úr fréttinni segir allt sem segja þarf um málið:  „Miðað við framleiðsluáætlanir Elkem Ísland ehf. mun fyrirhuguð álagning kolefnisgjalds sem lögð verður á félagið verða u.þ.b. 430.000.000 kr. árið 2013, 645.000.000 kr. árið 2014 og 860.000.000 kr. árið 2015. Fyrirhugað kolefnisgjald verður því meira en tvöfalt hærri upphæð en meðalhagnaður fyrirtækisins undanfarin tíu ár. Má því vera ljóst að allar forsendur fyrir frekari rekstri Elkem Ísland ehf. í framtíðinni verða gerðar að engu, en fyrirtækið hefur verið ein af meginstoðum atvinnulífs á Vesturlandi í rúmlega 30 ár.“  

Vinstri grænir hafa alltaf verið heiftúðugir hatursmenn allrar atvinnuuppbyggingar í landinu og alveg sérstaklega þeirru gríðarlegu hagsæld sem fylgt hefur orkufrekum iðnaði.  Nægir að benda á Hafnarfjörð, Reyðarfjörð og Akranes til sönnunar um þau gífurlegu áhrif sem stóriðjufyrirtækin hafa á nærumhverfi sitt.

Greinilegt er á öllu að VG ætlar að ná því markmiði að koma í veg fyrir frekari stóriðju í landinu og tortíma þeirri sem fyrir er með skattabrjálæði.  

Þjóðin hlýtur að rísa upp og gera allt sem í hennar valdi stendur til að vernda lifibrauð sitt. 


mbl.is Loka ef skattur verður lagður á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þetta er alveg rétt hjá þér en einhverra hluta vegna skauta menn alltaf framhjá hlut forstjóra LV í þessu rugli öllu saman. Nú er búið að slá af álver á Bakka og Helguvík er sennilega bara hugmynd sem verður ekkert af með núverandi stjórnvöld og forstjóra LV. Einhver leiðrétti mig ef ég fer rangt með. Núverandi stjórnvöld hafa haft 2,5 ár til að láta eitthvað gerast en hvað er að gerast?

Forstjóri LV virðist vera farinn að vinna fyrir pólitíska herra, ekki þjóðina. HA þarf að fara sem allra fyrst og aðili sem ræður við starfið þarf að taka við. Eru allir búnir að gleyma Icesave þvaðrinu í HA? Svo er ekki langt síðan hann var að tala um að Kárahnjúkavirkjun væri ekki nógu arðbær (fréttir stöðvar 2 fyrir skömmu síðan) samkvæmt því sem LV miðaði við. HA og LV geta miðað við það sem þeim dettur í hug, 3%, 12%, 50% eða 120% arðbærni eiginfjár en ekkert af því skiptir máli ef LV ætlar að verðleggja sig svo hátt að enginn vill kaupa af okkur rafmagn. HA og LV virðast ekki skilja að um er að ræða samkeppnismarkað og svona skýjaborgir verðleggja LV einfaldlega út af markaðinum. Fyrirtæki geta farið annað ef hér eru tómir glópar við að semja. Ég væri alveg til í að fá 20% ávöxtun á þessar fáu krónur sem ég á í banka en upp á það er ekki boðið í dag. Í hvaða veruleika lifir HA?  Af hverju er honum alltaf hlíft í umræðum um þessi mál? Getur verið að sett sé fram óraunsæ arðsemiskrafa svo hægt sé að skýla sér á bak við hana þegar spurt er af hverju ekkert sé að gerast í virkjunarmálum? Er ekki lítil arðsemi betri en engin?

Einhver leiðrétti mig endilega ef ég er að misskilja allt.

Helgi (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 11:08

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Fólki þykir mikið að borga 5% raunvexti af íbúðarlánunum sínum, enda um okurvexti að ræða, en gleypir svo við ruglinu um að minna en 11% arðsemi eigin fjár Landsvirkjunar sé óásættanlegt. Þar er forstjórinn auðvitað að tala um raunvexti af eigin fé fyrirtækisins því allar eignir þess eru metnar og bókfærðar í dollurum.

Axel Jóhann Axelsson, 23.11.2011 kl. 14:26

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Kolefnisgjöldin gera nákvæmlega ekkert til að bæta náttúruna eða loftslagið.   Þetta er ekkert annað en skattur klæddur í fallegar umbúðir til að slá ryki í augu almennings og gera það að verkum að ef maður setur sig upp á móti svona sköttum þá er maður stimplaður þannig að maður sé á móti umhverfisvernd sem er náttúrulega stórglæpur...

Lög og reglugerðir og eftirlit með mengandi atvinnurekstri hvar sem er í heiminum eiga að vera þannig að fyrirtæki sjái sér hag í að draga úr mengun og starfsleyfi eiga að vera tengd því.  Enda hafa til að mynda stóriðjufyrirtæki hér á landi dregið mjög mikið úr sinni umhverfismengun síðustu árin og þar má eflaust gera enn betur.  

Nýlegar tilraunir með eldsneytisframleiðslu á Reykjanesi eru gott dæmi um hvernig lágmarka má mengun.

Þeir umhverfisskattar sem Steingrímur hefur verið mjög iðinn við að koma á og ekki bara koma á heldur hækka um tugi prósenta milli ára og svíkja jafnóðum loforð um leið og hann gefur þau eru ekkert annað en leið VG að því markmiði sínu að koma í veg fyrir alla atvinnuuppbyggingu hér, sem og að koma helst öllum orkufrekum iðnfyrirtækjum (sem veita þúsundum manna atvinnu) í þá stöðu að hagstæðast sé að pakka saman og loka sjoppunni.

Jón Óskarsson, 23.11.2011 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband