Mótmælendur sjálfum sér til háðungar

Eins fáránlegt og það var að leyfa "tjaldbúðir" mótmælenda á Austurvelli, er það jafn skammarlegt hvernig mótmælendurnir ganga um völlinn og subbuskapurinn sem einkennir allra þeirra umgengni á staðnum er þeim til mikillar skammar.

Borgaryfirvöld hljóta að sjá til þess að hreinsa Austurvöll strax á morgun, því þó meirihlutinn hafi sýnt og sannað í sumar að snyrtimennska sé ekki hans sterka hlið, eins og opin svæði borgarinnar sýndu svo ekki varð um villst, þá er of langt gengið að líða þennan sóðaskap í hjarta borgarinnar.

Eins sjálfsagt og það er að mótmæla því sem fólki finnst miður fara, þá er jafn sjálfsagt að umhverfinu sé sýndur sá sómi að umgengni sé eins og siðuðu fólki sæmir.


mbl.is Slæm umgengni á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll; Axel Jóhann !

Rangt; hjá þér, ágæti drengur.

Háðungina bera; íslenzkir stjórnmálamennn og fjármála sukkarar, Bankanna.

Hvernig var það annarrs; Axel Jóhann, var ekki stjakað, við einum einasta blóma potti, suður í Versölum, þegar Loðvík XVI., og slekti hans var steypt, Sumarið 1789 ?

Með kveðjum; öngvu að síður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 23:40

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Háðung ýmissa hefur verið mikil í tímans rás, en það afsakar ekkert sóðaskap "tjaldbúanna" á Austurvelli núna.

Axel Jóhann Axelsson, 22.11.2011 kl. 23:44

3 identicon

Sæll á ný; Axel Jóhann !

Vitaskuld; spila suddi og éljagangur inn í, ytri umgjörðina, þar syðra.

En; ekki hefir alltaf verið á þurrviðrið að treysta, um aldirnar, þegar mikið hefir legið við, af hálfu aðgerða afla, ýmissa, víða um grundir, Axel minn.

Með; þeim sömu kveðjum - sem seinustu /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 23:53

4 Smámynd: Jón

Ég er sammála því að fólk eigi að ganga vel um umhverfið sitt, en það að þú skulir taka sérstakt tillit núna til nokkurra á Austurvelli en ekki kvarta undan ástandi miðborgarinnar á hverju fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöldi þá finnst mér þessar athugasemdir þínar bera lítinn kraft á bakvið sig.

Ég er staddur í Bristol núna og þar er Occupy Bristol í fullum gangi og hef nokkrum sinnum spjallað við liðið þar. Þó ég gangi ekki jafn langt og þau þá finnst mér þau hafa fjandi góð málefni bakvið sig og ef að það á að viðgangast að hafa þetta rusl og fölsk loforð INNÁ ALÞINGI þá getum við alveg eins drattast til að leyfa fólki að mótmæla því í tjöldum á Austurvelli !

Jón, 23.11.2011 kl. 01:43

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Svona endemis þvæla um háðung er til skammar. Leiðinlegt að lesa þegar fólk notar mótmæli eins og þessi til að nota hugtök sem það skilur ekkert hvað þýða til að sýna hroka sinn. Sem valda og viðhalda háðung og þykjastlífi með að bulla um fólk sem reynir mótmæla á friðsamlegan hátt,,,

Ég persónulega trúi ekki á friðsamalega lausn á Íslandi. Þegar ráðamenn eru orðnir steinblindir á sama hátt og margir fylgjendur þeirra þá er engin friðsamleg lausn á leiðinni.

Það sem ætti að gera er að byggja fátækrahverfi á miðjum Austurvelli, og gera þessi hús að heimilum sinum. Og verja þau síðan með öllum tiltækum ráðum. Það þarf að sameinast um að sýna þessu pakki sem heldur að það stjórni Íslandi í tvo heimanna...

Þetta blogg um mótmælendur ber merki heimsku, og botnlausrar frekju Axel Jóhann.... Það er einmitt svona hugsun sem drottnar yfir þessu landi og það verður allt stoppað einn góðan veðurdag.

Óskar Arnórsson, 23.11.2011 kl. 04:40

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvernig hafa bankanna menn gegnið um landið Axel?

Sigurður Haraldsson, 23.11.2011 kl. 05:45

7 identicon

Það sorp og sóðaskapur sem ég sé á þessu svæði er allt innan veggja alþingis.

Axel er bara gamall hundur, hann lærði ungur að beygja sig undir flokksforystu... núna kvartar hann yfir því að fólk mótmæli sorpinu sem enn er inni a alþingi þó svo að stefnan hafi verið tekin á nýtt ísland; Hann hleypur í hringi og leggst niður sem dauður væri ef hann sér hetjurnar sínar, þá DO og Geir Harrde, forystu menn í flokk sem rústaði íslandi, Axel sér ekkert að þessum flokk.. hann dásamar flokkinn sem rústaði íslandi: Það er vegna þess að það er ekki hægt að kenna gömlum hundi að sitja

DoctorE (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 10:06

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það sést á ýmsum athugasemdum hér að ofan að andlegur sóðaskapur er engu betri en sá sem viðgengst hjá "tjaldbúunum" á Austurvelli.

Líklega er auðveldara að þrífa eftir subburnar á vellinum en þær andlegu, þó ekki sé útilokað að kenna gömlum hundi að sitja. Það er vel hægt, en tekur svolítinn tíma og þolinmæði.

Axel Jóhann Axelsson, 23.11.2011 kl. 14:19

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Einmitt andlegu Axel Jóhann! Alveg rétt hjá þér!

Ég vildi ekki nota þetta orð þar sem ég var hræddur um að þú hefðir aldrei heyrt það áður. Andlegur sóðaskapur hjá fólki sem ekki skilur þessi mótmæli og fólk í sárri neyð er ekkert til að hrósa sér af. Og því síður að trampa á því sem þú og svipaðir karakterar víla ekki fyrir sér...

Þú þarft að setja helling í þvott. Ég myndi byrja á heilabúinu þínu Axel Jóhann og halda síðan áfram Aldrei að vita nema þú getir orðið manneskja upp á nýtt...

Óskar Arnórsson, 23.11.2011 kl. 15:27

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Óskar, þetta skítkast þitt segir ekkert um mig eða mitt innræti, en lýsir líklega þínu eigin miklu fremur. Aldrei hef ég sett úr á friðsamleg mótmæli, en hins vegar gagnrýnt skrílshátt og sóðaskap.

Ef þér finnst hvort tveggja í lagi, þá er það þitt innræti sem kemur þar í ljós en ekki annarra.

Axel Jóhann Axelsson, 23.11.2011 kl. 16:08

11 Smámynd: Jón

Ég held Axel að þú sért e-ð blindur fyrir gagnrýni á sjálfan þig. Fólk sem að notar síðan orð eins og skríll eða skrílslæti eru ekkert annað en sjálfumglaðir pappakassar. Þetta er held ég það mest níðrandi orð sem ég hef heyrt sem er misnotað hvað eftir annað af þingmönnum þegar þau eru uppiskroppa með hugmyndir. Segir ýmislegt um þig, þegar þú þarft að teygja puttana í svona kúnstir.

Jón, 23.11.2011 kl. 17:11

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það var aldrei neinn sóðaskapur +a tjaldstæðinu Axel Jóhann og þú veist það. það var tekin mynd af tjaldi þegar var verið að taka það niður. Allt sem var inni tjaldinu var fyrir utan tjaldið akkúrat þegar myndin var tekin. Og síðan kom blaðamaður sem fær borgað fyrir að skrumskæla fréttir eftir því sem honum er sagt að miðla fréttum, og beygði, og bjó til frétt um fólk sem sýnir hug sinn í verki.

Þegar fólk er að leika sér að því að taka einfalda hluti í samhengi til að koma skoðunum sem byggja á yfirgangi og frekju, á ekkert að samúð með svoleiðis, hversu heimskur einstaklingurinn er. Og að nota þetta í barnalegum pólitískum tilgangi eins og að kalla borgarstjórn sóða, lýsir bara sóðaskapnum í þér Axel Jóhann og það þarf enga sérfræðinga til að skilja það...

þú lýsir þínu innræti og ég mínu ....

Óskar Arnórsson, 23.11.2011 kl. 17:38

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hárrétt hjá þér Óskar, þú lýsir þínu innræti svo skýrt að enginn fer í grafgötur um hvernig það er.

Axel Jóhann Axelsson, 23.11.2011 kl. 18:48

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gott að ég hef rétt fyrir mér einhverntíma. Það breytir ekki því sem þú þarft að laga hjá þér Axwl ...

Óskar Arnórsson, 23.11.2011 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband