Jón Gnarr í lögguna

Jón Gnarr fékk að sitja í löggubíl síðast liðna nótt og fylgjast með vinnandi fólki fást við erfitt og vandasamt starf.

Það hefur vafalaust verið mikil lífsreynsla fyrir borgarstjóraómyndina, sem alveg frá fyrsta degi í embætti hefur sýnt og sannað, bæði með aðgerðar- og getuleysi sínu og ekki síður fáránlegum ummælum við ýmis tækifæri, að hann hefur ekkert til að bera til að gegna opinberu starfi og allra síst ábyrgðarstarfi.

Jón lýsir mikilli aðdáun sinni á lögreglunni eftir þessa lífsreynslu sína og segir réttilega að lögreglan eigi mikla virðingu og hrós skilið fyrir störf sín.

Þar sem bæði Jóni Gnarr og Reykvíkingum væri fyrir bestu að hann skipti sem fyrst um starfsvettvang, væri athugandi fyrir hann að kanna möguleika á starfi hjá lögreglunni.

Hugsanlega gæti hann þá gert eitthvert gagn.


mbl.is Jón Gnarr hrósar lögreglunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afar bjálfaleg ummæli frá þér.....enda ekki við öðru að búast frá manni með krónískt harðlífi.....öll þín skrif eru geðstirð í meira lagi.

Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 14:30

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Svakalega ertu dapur Axel Jóhann! Tek undir með Jóni að geðilskan einkennir viðhorfin þín í kringum Borgasttjóra. Í staðin fyrir að viðiurkenna að þarba fer albesti Borgarstjóri sem nokkurtíma hefur verið kosin á Íslandi, velurðu að kvarta eins og úrill gömul kelling sem engin nennir að tala við lengur.

Ég vil bara gefa þér eitt ráð: Pantaðu nú tíma hjá Jóni Gnarr og segðu honum allt sem þér finnst um hann. Láttu bara allt flakka. Þér á eftir að líða miklu betur og þá útskýrir hann fyrir þér hvað það sé mikilvægt að vera Borgarsjóri í alvörunni, enn ekki leika Borgarstjóra eins og flestir fyrirrennar hans eru búnir að gera...

Það er alveg komin tími á að embættismenn á Íslandi sé ekki að hlaupa á eftir dyntum neikvæðasta fólks á Íslandi...Jón Gnarr verður vonadi næsti forsætisráðherra svo það sé hægt að breyta þessu landi til batnaðar....og kanski gera það kanski gaman að búa þar!

Óskar Arnórsson, 5.11.2011 kl. 14:47

3 identicon

Óskar,,Jón Gnarr albesti borgarstjórinn sem kosinn hefur verið á skerinu??? Bara þessi umæli gera þig ómarktækan og að þú skulir ýmynda þér eitt augnablik að þessi mannfígúra, sem Gnarrinn er, verði kosinn aftur er í besta falli til þess að maður myndi vorkenna þér, ef þú værir með fullu viti.

Casado (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 15:13

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi gremja þín út í Jón Gnarr er einhver besti brandarinn hér á blogginu.  Ertu búinn að gleyma þeim darraðadansi, sem átti sér stað í borgarstjórn á árunum fyrir s.l. kosningar.  Hnífasettin, geysir grínið, hallarbyltingarnar etc...

Saknarðu þess?

Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2011 kl. 17:34

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ráða menn í landinu ekki sjálfir hverju og hverjum þeir taka mark á Casido? Ég tek fullt mark á þér nema skoðun þinni á Jón Gnarr. Hún er út í hött og tómt rugl. Hvað það er sem veldur veit ég ekkert um og kemur það ekki heldur við...

Óskar Arnórsson, 5.11.2011 kl. 18:22

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Maður er steinhættur að vera hissa á vitleysunum sem Jón Gnarr lætur út úr sér við hvert einasta tækifæri sem honum er gefið til að tjá sig um eitthvert mál, en ennþá verður maður undrandi á því að sjá fólk, sem líklega vill láta taka sig alvarlega, mæla vitleysunni bót og reyna að verja hana.

Axel Jóhann Axelsson, 5.11.2011 kl. 18:50

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Gnarr gerði ekkert annað nú en að lofsama störf lögreglunnar og þeirra sem störfuðu í henni.  Þú hefur sennilega verið gapandi hissa á því Axel? Reiknað með að hann úthúðaði henni, þessi vondi og ómögulegi maður sem hann nú er, eða hvað?

Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2011 kl. 19:17

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hef bara aldrei upplifað aðra eins ólund og hér Axel. Ég verð bara að segja það. Er enginn annar sem hefur haft þetta á orði við þig? ´>Eg vona bara að þú sért ekki svona í umgengni þinni við fólk í ketheimum. Þá er þé í raun vorkunn.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2011 kl. 19:21

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það var nú tekið fram í upphafsfærslunni að Jón Gnarr hefði RÉTTILEGA hrósað lögreglunni og það verður að segjast eins og er, að reiknað var með að jafnvel aðdáendur hans færu ekki að þrugla um að lítið væri verið að gera úr þeim ummælum, þó sagt væri að hann léti út úr sér nánast tóma vitleysu í hvert sinn sem hann tjáði sig opinberlega.

Engin er regla án undantekninga og athugasemdir eins og þessi nr. 7, er ekki einu sinni hlægileg þó líklega hafi hún átt að vera fyndin.

Axel Jóhann Axelsson, 5.11.2011 kl. 19:26

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Á meðan athugasemd nr. 9 var skrifuð, datt inn enn ein athugasemd frá Jóni Steinari, þ.e. þessi nr. 8. Um hana er ekki hægt að segja annað en æ æ æ æ. Ekki skánar húmorinn a.m.k.

Axel Jóhann Axelsson, 5.11.2011 kl. 19:33

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þú ert alveg merkilegur stirðbusi Axel Jóhann. Ég hef aldrei séð þig koma með nein rök fyrir einu eða neinu sem Jón Gnarr á að hafa gert til að æsa þig svona upp í hásterrt. Er það að hann er ekki bara kópía af kópiu af öllum hinum Borgarstjórum? Er leikritið sem passar best við hegðun lávarða í ensku konugshirðinni, snobbkúltúr og önnur þykjastmennska sem þú ert að mæla með að hann leiki? Hefuru skoðað fólkið sem er á móti Jóni Gnarr? Hvaða einkenni það hefur, hvernig það talar og hvað það hefur á móti honum?

Ég er ekkert að krítisera þig sem persónu Axel, heldur hugsun þína gegn frelsi fólks að vera þeir sjálfir. Það er ekkert unnið með því að leika alltaf nágranna sinn og vera skíthræddur við álit annara. Og það sem hræðir mest Axel Jóhann, það er fólk sem er ekki með það vandamál að hafa hegðunaruppskriftina tilbúna á leiðarvísir fyrir framan sig...hoppaðu bara úr þessari hugarfarsklemmu þinnu og þér á eftir að líða miklu betur. Og elska Jón Gnarr út af lífinu... ;)

Óskar Arnórsson, 5.11.2011 kl. 19:52

12 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Alltaf við sama heygarðshornið! Axel þó!

Bergljót Gunnarsdóttir, 5.11.2011 kl. 20:00

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Já, Bergljót, maður er alltaf við sama heygarðshornið, enda ekki annað hægt í þessu tilfelli. Oftast vaxa menn í starfi með tíð, tíma og reynslu, en því miður er því ekki þannig varið með borgarstjórann sem Reykvíkingar eru svo óheppnir að sitja uppi með um sinn.

Aldrei getur hann svarað neinu til um málefni borgarinnar og nægir að benda á að í dag neitaði hann að svara til um leikskólana og sama á við um flest önnur borgarmál. Hins vegar bullar hann út í eitt þegar hann er í viðtölum um sjálfan sig og flokkinn sinn og nægir að benda á viðtal við fjölmiðla í Bandaríkjunum nýlega.

Fylgist fólk virkilega ekkert með því sem er að gerast í kringum það?

Axel Jóhann Axelsson, 5.11.2011 kl. 20:48

14 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Jú, jú, en segðu mér eitt, fannst þér forysta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur til einhverrrar fyrirmyndar þegar þeir voru við stjórnvölinn Vilhjálmur og co., síðan Ólafur Magnússon, Vilhjámur og co aftur, og aftur og aftur elti hver vitleysan aðra aftur. Mér finnst minnið ansi stutt hjá mörgum þeirra sem vilja Sjálfstæðisflokkinn yfir okkur aftur.

Ef að líkum lætur munt þú svara og segja að Hanna Birna hafi verið seglskúta borgarinnar í mörg ár. Við skulum vona að henni takist að sigla hraðbyri inn í forystu flokksins, þar sem henni tækist væntanlega að lama allt með sinni alkunnu ákveðni, sem er eins leiðinleg, þurr og óspennandi, eins og þar væri á launum menntuð frekjudós.

Bergljót Gunnarsdóttir, 5.11.2011 kl. 21:04

15 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Axel Jóhann. Nú er ég svo aldeilis hissa á þínum skrifum, enda ekki fædd í gær, né leiðitöm í skoðunum, án réttlátra raka.

Ég veit ekki hvern eða hverja þú ert að verja í þessum pistli, en mig grunar að þú sést að verja fallöxi lýðræðisins á Íslandi.

Vonandi hef ég rangt fyrir mér.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.11.2011 kl. 21:12

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Á þá einhver vitleysa í fortíðinni að réttlæta ennþá meira rugl í nútíðinni? Að bera saman Hönnu Birnu og Jón Gnarr sem stjórnmálamenn er eins og að jafna gulli við ryðgað járn. Svo er bara að bíða og sjá hvernig einhver af misheppnuðu grínurunum reynir að snúa út úr þeim samanburði.

Axel Jóhann Axelsson, 5.11.2011 kl. 21:17

17 Smámynd: Dexter Morgan

Þetta er orðin viðtekinn venja hjá síðuhöfundi að agnúast endalaust út í Forsetann og Borgarstjórann. Og það var mikið, að fleiri en ég tóku eftir því hvað kallinn er eitthvað krumpaður þessa dagana. Ég hef tekið eftir þessu en ekki þorað að minnast á það, enda gæti hann lokað á komment frá mér og það vil ég nú alls ekki :) Vonandi átt þú notalegan nætursvefn fyrir höndum, og vaknar býsperrtur í fyrramálið og ferð réttu meginn fram úr kallinn minn. Skál !!!

Dexter Morgan, 5.11.2011 kl. 21:24

18 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þú ert alveg ótrúlegur Axel minn. Ég tek að vísu undir eitt atriði, og það er eins og að bera saman gull og ryðgað járn að bera Jón Gnarr og Hönnu Birnu saman. Jón Gnarr er gullið okkar og Hanna Birna verður að ryðguðu járni í samanburðinum. Auðvitað er það neikvætt að gera svona samanburð, enn ég treysti á næstu kosningar þegar Jón Gnarr verður í framboði sem næsti forsætisráðherra landsins.

Það er komin tími á jákvætt og ekta fólk við stjórn landsins, og ekki neikvæðar þykjastmanneskjur og eftirhermur. Hanna Birna er einn af betri pólitíkusum sem er í læri hjá Jóni Gnarr akkúrat núna. Það fverður fengur að hafa hana með í ríkisstjórn. Enn hún má ekki fá að ráða of miklu....

Óskar Arnórsson, 5.11.2011 kl. 21:51

19 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Óskar, þú brást ekki þeim vonum mínum um misheppnaða brandarakallinn, sem settar voru fram í athugasemd nr. 16. Sjálfsagt fylgja fleiri slíkir í kjölfarið, bara verst hvað húmorinn er á lágu stigi.

Axel Jóhann Axelsson, 5.11.2011 kl. 22:04

20 Smámynd: Jón Óskarsson

Ég verð að koma vini mínum Axel Jóhanni til varnar og segja að hann er langt frá því að vera einhver "fúll á móti".  Það er eins og að sumt fólk eigi bara að vera í glerbúri og bannað sé að gagnrýna það.  Hvers konar borgarstjóri hefur Jón Gnarr verið ?  Alla vega ekki í topp 10 yfir þá bestu.  Reyndar hafa margir af undanförnum borgarstjórum, ég nefni Ólaf F. og "Þetta er fallegur Dagur" sem dæmi ekki verið ýkja glæsilegir borgarstjórar.   Aftur á móti stóðu bæði Þórólfur (sem er svo óheppinn að eiga Árna Pál að bróður) og Hanna Birna sig bæði mjög vel.   

Þið sem gagnrýnið AJA hér að ofan ættu að lesa eigin skrif eftir svona 2-5 ár og velta því fyrir ykkur þá hvort svona orð hafi ekki verið betur ósögð !

Jón Óskarsson, 5.11.2011 kl. 22:04

21 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ég á ekki orð yfir þeirri umræðu sem hér á sér stað, Axel er að lýsa þeirri týpísku stefnu stjórnmálamanna, sér í lagi þeirra sem á höllum fæti standa, að fara á meðal almennra vinnandi manna og auglýsa sig á þann háttinn, sem og "Gnarrinn" gerir með því að sitja eitt kvöld með löggunni og er svo hrokafullur daginn eftir að lýsa aðdáun sinni á störfum þeirra, minnist ekki á niðurskurð til lögreglunnar í einu orði, þetta er eins og að horfa á lélega ameríska bíómynd.

Annars eru svör bloggara hér að ofan lýsandi fyrir heimsku reykvíkinga, þeir kusu Jón Gnarr síðast og taka afleiðingum þeirra verka.

Guðmundur Júlíusson, 6.11.2011 kl. 01:23

22 identicon

Þetta er sonur lögreglumanns. Hann er ekki að lýsa neinu sem hann hefur ekki séð eða þekkir ekki. Sjálfur þarf hann að mæta mikilli andúð og hótunum rétt eins og lögreglan, eins og flestir í slíkri stöðu, og getur ekki skýlt sér bak við einhverja tölvu í skrifborðsstól. Ég hafði mikla trú á honum og hef að vissu leyti enn, en hann hefur ekki staðið sig og fallið í þá gömlu gildru að láta blekkja sig og afvegaleiða og svo fara menn að líkjast kunningjum sínum og hann umgengst of mikið af fólki of náið sem er af verra andlegra atgerfi en hann sjálfur, sem hann hefur leyft að spilla sér, eyðileggja og jafnvel heilaþvo. Það er álíka geðslegt að horfa upp á það eins og hæfileikaríkan tónlistarmann sem lætur smekklaus stórfyrirtæki og umboðsmenn breyta sér í enn eitt froðusnakkið, sem fær smá stundarljóma, og deyr svo fellur í algjöra gleymsu. Ef Jón Gnarr losar sig undan áhrifum þessa fólks og fer að velja sér öðruvísi fólk í kringum sér þá á hann bjartari framtíð en hann sjálfan grunar. Ef ekki, þá er leiðin niður á við og þaðan neðan og neðar.

K (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 03:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband