Kosið um framtíðarleiðtoga sameiginlegra hugsjóna

Farið er að bera á nokkuð undarlegum málflutningi vegna framboðs Hönnu Birnu til formennsku í Sjálfstæðisflokknum sem einkennist af nokkurri taugaveiklun stuðningsmanna Bjarna Benediktssonar. Bæði hann sjálfur, Tryggvi Þór Herbertsson og fleiri hafa látið að því liggja að framboð hennar sé "tilgangslaust", enda hafi hún ekki komið fram með nýjar áherslur og tillögur og þá sérstaklega ekki varðandi efnahagsmál.

Nýlega voru lagðar fram ýtarlegar tillögur Sjálfstæðisflokksins um endurreisn efnahagslífsins og voru þær unnar af stórum hópi manna, þar á meðal ýmissa sérfræðinga á ýmsum sviðum og eru tillögurnar að sjálfsögðu lagðar fram sem tillögur flokksins, en ekki einstakra flokksmanna, þingmanna eða embættismanna á hans vegum.

Fólk styður stjórnmálaflokka vegna sameiginlegra hugsjóna og stefnu í sveitarstjórnar- og landsmálum og málefnastarf og samþykktir um afstöðu til einstakra mála er unnið og afgreitt af landsfundum flokkanna og eftir þeim ber kjörnum fulltrúum þeirra að starfa.

Þar af leiðandi er algerlega fráleitt að snúa framboðsmálum innan flokka upp í ásakanir um að viðkomandi frambjóðendur hafi ekki sína eigin stefnu um einstök mál, enda ber þeim að framfylgja stefnu flokkanna en ekki einkaskoðunum sínum, fari þær að einhverju leiti í bága við lýðræðislega mótaðar og samþykktar ályktanir landsfunda.

Vonandi tekst að halda kosningabaráttunni um formennsku Sjálfstæðisflokksins á málefnalegum nótum og persónulegt skítkast og baknag komi þar hvergi nærri.


mbl.is Finnur fyrir miklum stuðningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband