Mannauður Sjálfstæðisflokksins

Framboð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til formennsku í Sjálfstæðisflokknum beinir athygli að því mikla og kröftuga mannvali sem flokkurinn hefur innan sinna raða og að hann hefur upp á mörg öflug formannsefni að bjóða.

Bjarni Benediktsson hefur verið vaxandi í störfum sínum sem formaður flokksins undanfarin tvö ár, en sumum þótt hann hafa verið full linur í ESBmálum og ekki síður varðandi Icesave og einnig hefur hann þurft að sitja undir stöðugum árásum vegna þess hverrar ættar hann er, en föðurætt hans hefur verið áberandi í atvinnumálum undanfarna áratugi og fór ekki varhluta af hruninu, frekar en aðrir.

Þessar ósanngjörnu árásir á Bjarna hafa einnig bitnað að nokkru leyti á Sjálfstæðisflokknum, sem þrátt fyrir allt hefur þó verið að sækja í sig veðrið á ný undir forystu Bjarna og hver skoðanakönnunin á fætur annarri hefur staðfest að fylgi við flokkinn fer sívaxandi.

Hanna Birna hefur sýnt í störfum sínum að hún er geysilega öflugur forystumaður, ákveðin og skoðanaföst, en mikill mannasættir og hefur getað laðað fólk til samvinnu, þvert á flokkslínur.

Sjálfstæðisflokkurinn getur stoltur farið inn í næstu kosningar undir forystu hvort heldur er Bjarna eða Hönnu Birnu og þjóðin mun geta litið með tilhlökkun til þeirrar framtíðar þar sem annað hvort þeira mun leiða þjóðina til nýrrar lífskjarasóknar úr stóli forsætisráðherra.

Vonandi þarf ekki að bíða lengi enn eftir Alþingiskosningum og nýrri ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins.


mbl.is Snýst um líklegan sigurvegara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

2 eru semsagt mikið og kröftugt mannaval? Þú ert náttúrlega að spauga eins og alltaf.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2011 kl. 19:09

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þessi tvö eru þau einu sem hafa lýst yfir framboði í formannsembættið, en í framvarðasveit flokksins er fjöldinn allur af stórglæsilegu og öflugu fólki.

Enginn annar stjórnmálaflokkur á Íslandi hefur yfir öðru einn mannvali að ráða í forystusveit sinni og Sjálfstæðisflokkurinn og það jafnt við um sveitarstjórnir og Alþingi.

Axel Jóhann Axelsson, 3.11.2011 kl. 19:36

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Svona skrif hryggja mig beinlínis Axel.

Samt vona ég þín vegna, að það komi einhver huldumaður fram, einhverskonar Superman sem hendir liðleskjunum út úr flokknum svo öll glæsimennin þín fái notið sín. En hvar eru þau?

Bergljót Gunnarsdóttir, 3.11.2011 kl. 20:17

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þeir sem horfðu á Kastljósið í kvöld hljóta að viðurkenna að Hanna Birna sýndi þar og sannaði enn einu sinni að hún er mikill og góður stjórnmálamaður og -foringi. Eins og sagði hér að ofan eru ýmis "glæsimenni" flokksins í sveitastjórnum hringinn í kringum landið, að ógleymdu Alþingi.

Að sjálfsögðu er misjafn sauður í mörgu fé, en á heildina litið getur Sjálfstæðisflokkurinn verið stoltur af framvarðasveit sinni.

Axel Jóhann Axelsson, 3.11.2011 kl. 20:38

5 identicon

Gæti ekki verið meira óssammála þer Axel ,hvað Hönnu Birnu áhrærir !!  .....enda verður hun buin að svikja þig áður en haninn galar tvisvar !!

Ragnhild H (IP-tala skráð) 3.11.2011 kl. 22:10

6 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Greinilega mikil örvænting hjá vinstrafólki eftir tíðindi dagsins.

Ragnar Gunnlaugsson, 3.11.2011 kl. 22:31

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Nei Ragnar, tóm áægja, það ætti hver heilvita maður að geta séð

Hver ætti svo sem að örvænta þó einhver sjálfsánægð frekjudós fari í framboð og það hjá Íhaldinu, gæti í raun ekki verið betra.

Bergljót Gunnarsdóttir, 3.11.2011 kl. 22:37

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er varla von að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hoppi hæð sína af fögnuði vegna frétta af Sjálfstæðisflokknum og allra síst þegar um jákvæð tíðindi er að ræða.

Axel Jóhann Axelsson, 3.11.2011 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband