Flokkakerfið stendur styrkum fótum

Þrátt fyrir háværar raddir um uppstokkun flokkakerfisins og einhverskonar persónukjör kemur í ljós í hverri skoðanakönnunni á fætur annarri að flokkakerfið stendur styrkum fótum í huga alls þorra kjósenda, enda skipar fólk sér í flokka eftir skoðunum sínum á þjóðmálum og hvernig eigi að stjórna landi og þjóð.

Fylgi flokkanna er nokkuð stöðugt, þó fram komi tiltölulega litlar sveiflur á milli kannanna og ráðast þær aðallega af því sem er að gerast í þjóðlífinu hverju sinni, en að lokum jafnast fylgi flokkanna á ný og helst svipað í hverjum kosningum, með útúrdúrum þegar eitthvað alveg sérstakt og óvenjulegt á sér stað, eins og t.d. efnahagshrun af völdum óprúttinna banka- og útrásargengja.

Aðeins 15% aðspurðra í síðasta þjóarpúlsi Gallups sagðist myndu skila auðu, eða sitja heima, ef kosið yrði til Alþingis núna ig 10% nefna önnur stjórnmálaöfl en þau, sem nú eiga fulltrúa á þinginu.

Þessi niðurstaða sannar enn og aftur, að óánægjukórinn sem kyrjar flokkakerfinu bölbænir, er hávær og skrækur en afar fámennur.


mbl.is 15% myndu skila auðu eða ekki kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæll Axel, hann er ekki fámennur, en skrækur og hávær. Í raun er þetta kosninga kannana tal um allt og alla tóm endaleysa þar sem svörin fara eftir því hvernig spurt er og þetta vitum við.Könnun sem sýnir 70% með snýst í 70% á móti ef spurt er öðruvísi um nákvæmlega sama mál (ASI) Ekki tek ég mark á skoðanakönnunum á Íslandi sem keyrðar eru á undanþágu vegna stórgalla. En satt er að flokkakosningar eru ansi vanabindandi hér og kennum smæð landsins um það held ég en ef þetta er tilfellið, þá er 25% þjóðarinnar í kosninga rugli.

Eyjólfur Jónsson, 4.11.2011 kl. 00:03

2 Smámynd: Snorri Hansson

Hann Eyjólfur er brattur.Svo brattur að hann fullyrðir að Íslenskur almenningur sé fífl.

Snorri Hansson, 4.11.2011 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband