Nú verða margir svefnvana

Héraðsdómur hefur ógilt niðurfellingu Heiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, á persónulegri ábyrgð eins af fyrrverandi framkvæmdastjórum bankans á lánum sem hann tók til kaupa á hlutabréfum bankans á árunum fyrir hrun.

Í þessu tilfelli var um að ræða 2,6 milljarða lántöku, sem daginn fyrir bankahrun var fært yfir í einkahlutafélag og ábyrgð framkvæmdastjórans felld niður um leið og leit héraðsdómarinn svo á að í raun hefði verið um persónulega gjöf að ræða, enda greiddi einkahlutafélagið aldrei eina krónu af láninu, eftir að það "yfirtók" lánið.

Staðfesti Hæstiréttur þennan dóm hlýtur niðurstaðan að vera fordæmisgefandi fyrir fjölda slíkra mála, enda virtist það vera viðtekin regla í bönkunum að starfsmenn tækju hundruð- eða milljarða lán til hlutabréfakaupa í þeim fjármálastofnunum sem þeir unni í, hirtu arðgreiðslur af bréfunum en greiddu aldrei lánin. Nokkrum mínútum fyrir hrun var svo gefin út yfirlýsing um að persónulegar ábyrgðir væru fallnar úr gildi og viðkomandi þar með lausir allra mála.

Þessi dómur mun því valda mörgum andvöku á næstunni og margir munu bíða niðurstöðu Hæstaréttar með mikilli skelfingu.


mbl.is Greiði Kaupþingi 2,6 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ekki pirrar það mig að þessir aðilar sem svona gerðu skuli verða andvaka!

Sigurður Haraldsson, 2.11.2011 kl. 17:16

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi niðurstaða héraðsdóms er mjög eðlileg. Bankaræningjarnir vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera: að auðga sjálfa sig og vini með einbeittum brotavilja. Skyldu þeir eiga sér einhverjar málsbætur? Að öllum líkindum ekki enda voru brotin fyrirfram framin með þeirri von að yfirvöld sýndu þeim miskunn.

Þessir örfáu menn ollu allri þjóðinni ómældar þjáningar og erfiðleikum. Þeir eiga að standa reikningsskap gerða sinna þó síðar sé!

Guðjón Sigþór Jensson, 2.11.2011 kl. 17:40

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eins og sjá má af upphæðinni sem um er fjallað í þessu dómsmáli er nánast ótrúlegt hvað þessum mönnum datt í hug að draga til sín og halda að hægt yrði að komast upp með það.

Vonandi er þetta bara upphafið að því sem koma skal varðandi stjórnendur og eigendur bankanna ásamt þeim gengjum sem voru í tengslum við þá og voru aðalorsakavaldar hrunsins.

Axel Jóhann Axelsson, 2.11.2011 kl. 18:31

4 Smámynd: Jón Óskarsson

Hver treystir bankamanni sem tekur 2,6 milljarða að láni persónulega ?  Hvaða mat var lagt á greiðslugetu hans ?  Hvernig hljóðaði endurgreiðsluáætlunin ?  Hvað var gert ráð fyrir að heildarendurgreiðslufjárhæð væri að lánstíma loknum ?   Sami maður hefði sennilega ekki lánað venjulegum Jóni Jónssyni svo mikið sem 260 þúsund án þess að fá svör við þessum spurningum.

Jón Óskarsson, 2.11.2011 kl. 18:45

5 identicon

Þei sem sátu í stjórn Bankans, og þeir sem sátu í lánanefnd Bankans, eru meðsekir, því það grundvallar regla í öllum Bankarekstri, að tryggja sem hægt er að næg veð séu fyrir útlánum.

Jón Ólafs (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 22:49

6 Smámynd: Jón Óskarsson

Menn voru orðnir svo út úr ruglaðir að það er eiginlega ofvaxið skilningi venjulegs fólks að reyna að setja sig inn í þennan hugarheim.

Það er eitt að hafa "kaupréttarsamning" að hlutabréfum í fyrirtæki, sem menn geta þá nýtt eða sleppt að nýta síðar.  Í því getur t.d. falist að fá hlutabréf á sérverði, sem t.d. venjulegum bankastarfsmönnum bauðst (að vísu þarf að greiða hlunnindaskatt skv. ákveðnum reglum af því sem menn græða þannig).  En það að fá mörg hundruð ára laun sem lánafyrirgreiðslu til kaupa á hlutabréfum er svo stjarnfræðilega vitlaust að mann skortir orð.

Auðvitað eru svona lán ekki veitt án þess að því hljóti að koma margir aðila, svo sem lánanefnd, stjórn bankans og æðstu stjórnendur.   Allir þeir sem þar sátu á árunum fyrir hrun ættu í dag að vera á baka við lás og slá og ekki vera hleypt út nema rétt til að mæta í yfirheyrslur hjá Sérstökum saksóknara, eða fyrir dómstóla.

Það vantaði ekkert upp á að Ingólfi, Magnúsi og Hreiðari væri vorkennt að þurfa að leggjast til hvílu á Hverfisgötunni og síðan á Litla Hrauni í fáeinar nætur í fríu fæði í boði okkar landsmanna.  En það má benda á að fyrir þetta eina "litla" lán Ingólfs hefði mátt byggja fangelsið, hans Ögmundar, á Hólmsheiðinni, fullbúið og eiga afgang til rekstrar í einhvern tíma.  

Jón Óskarsson, 2.11.2011 kl. 23:06

7 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Góðar ábendingar og athugasemdir, en spyrjið ykkur að einu áður en meira og harðar er dæmt:

Hver fékk peningana sem þessum starfsmanni bankans voru lánaðir?

Guðmundur Kjartansson, 3.11.2011 kl. 00:05

8 Smámynd: Magnús Ágústsson

Eru þessir peningar ekki nánast að öllu leyti loftbólu peningar sem bankarnir voru að búa til?

Magnús Ágústsson, 3.11.2011 kl. 04:39

9 Smámynd: Jón Óskarsson

Fyrst þetta var "lán" þá hljóta þeir peningar að hafa farið út úr bankanum (og svo hugsanlega beint inn í hann aftur í formi kaupa á hlutabréfum).   Væri um kauprétt, en ekki kaup á hlutabréfum að ræða þá væri ekki um viðskipti að ræða og því engin út- né inngreiðsla.  Þetta var lán, en ekki "lánsloforð".

Jón Óskarsson, 3.11.2011 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband