10.10.2011 | 16:24
Harðasta stjórnarandstaðan úr óvæntri átt
Andstæðingum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur fjölgar stöðugt og er nú svo komið að hörðustu stjórnarandstæðingarnir eru margir af fyrrum fylgendum ríkisstjórnarinnar og má í því sambandi benda á Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, og ýmsa aðra verkalýðsforingja, sem fam undir það síðasta hafa verið dyggir fylgismenn stjórnarflokkanna.
Gylfi hefur gagnrýnt ríkisstjórnina harðlega undanfarið vegna svika hennar í öllum málum sem snúa að atvinnumálum og ekki síður vegna svika við lífeyrisþega, en stjórnin hefur boðað að nokkurra mánaða loforð um að lífeyrir skyldi fylgja vísitölu verði svikið, ásamt því að lauma inn skattahækkunum með því að skattþrep verði ekki látin fylja launavísitölu, þrátt fyrir fögur fyrirheit.
Sambandsþing Alýðusambands Norðurlands hefur einnig sent frá sér harðorðaða ályktun vegna sömu svika og Gylfi hefur rætt um, ásamt áskorun um að fiskveiðifrumvarpið verði afturkallað og ný lög byggð á sátt sem ríkisstjórnin hafði sjálf staðið að, en auðvitað svikið.
Í ályktuninni segir m.a: "Nú eru blikur á lofti. Stutt er í endurskoðun kjarasamninga og samkvæmt nýútkomnu fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir að ellilífeyrir, örorkubætur og atvinnuleysisbætur hækki í samræmi við lægstu laun, eins og lofað var í tengslum við gerð kjarasamninganna."
Skyldi nokkur ríkisstjón, sem kennir sig við "velferð", hafa svikið jafn mörg velferðarloforð á jafn skömmum tíma?
Vilja að stjórnvöld standi við gefin loforð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skyldi nokkur ríkisstjón, sem kennir sig við "velferð", hafa svikið jafn mörg velferðarloforð á jafn skömmum tíma?
Nei en spurningin er bara ætlum við að láta hana komast upp með það?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2011 kl. 17:59
Jóhanna og Steingrímur hafa margsýnt að þau taka ekkert mark á gagnrýni og allra síst frá almenningi.
Axel Jóhann Axelsson, 10.10.2011 kl. 18:15
Nákvæmlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2011 kl. 18:46
Því er alveg fyllilega treystandi að þegar þessi ríkisstjórn lofar einhverju þá verða efndirnar öndverðar.
Magnús Óskar Ingvarsson, 10.10.2011 kl. 18:57
Gylfi má líka taka sig á eftir að ljúga til um stuðning aðildarfélaga ASÍ með inngöngu í ESB Ég skrifaði öllum formönnum þeirra og sagðist engin styðja aðild og það væri ekki í þeirra höndum hvað félagsmenn gerðu. Semsagt stuðningur ASÍ við inngöngu á sínum tíma var ein lygasaga ofan á allar hinar.
Valdimar Samúelsson, 10.10.2011 kl. 22:36
Alveg það sem ég þóttist vita Valdimar. Gott og þarft framtak hjá þér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2011 kl. 22:40
Ég hef öll afrit á tölvunni. Þetta er með ólíkindum hve menn geta logið í þessum geira.
Valdimar Samúelsson, 10.10.2011 kl. 22:57
Gott hjá þér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2011 kl. 22:59
Valdimar, þetta eru athyglisverðar upplýsingar sem þú hefur í fórum þínum. Þeim þyrfti að koma betur á framfæri opinberlega.
Axel Jóhann Axelsson, 10.10.2011 kl. 23:14
Elle_, 11.10.2011 kl. 15:14
Gylfi hefur alltaf verið dyggur þjónn Jóhönnu og Samfylkingarinnar og því er maður hissa á þessum viðsnúningi hans gagnvart ríkisstjórninni núna. Sjálfsagt býr eitthvað þar að baki sem maður er ekki búinn að uppgötva ennþá.
Axel Jóhann Axelsson, 11.10.2011 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.