Skattgreiðendur eiga ekki að borga skuldir óreiðumanna

Mótmæli breiðast út í Bandaríkjunum gegn þeirri áráttu ráðamanna að velta óreiðu einkabankanna yfir á skattgreiðendur með sífellt meiri fjáraustri úr opinberum sjóðum til björgunar einkabanka sem tapað hafa stjarnfræðilegum fjárhæðum á eigin loftbóluviðskiptum.

Segja má að Íslendingar hafi verið fyrstir til að hafna því að velta skuldum heils loftbólubankakerfis yfir á skattgreiðendur með Neyðarlögunum haustið 2008 og síðar risu skattgreiðendur upp og höfnuðu algerlega í tveim þjóðaratkvæðagreiðslum að taka á sig aukna skattbyrði vegna vafasamra viðskipta Landsbankans í Bretlandi og Hollandi.

Í Evrópu er nú unnið hörðum höndum að því að finna leiðir til að velta vanda evrópskra banka vegna ótæpilegra lána þeirra til ýmissa ríkissjóða, sérstaklega á evrusvæðinu, yfir á skattgreiðendur og mestur þungi slíkra aðgerða myndi þá lenda á þýskum skattgreiðendum, enda Þýskaland stöndugasta ESBríkið.

Almenningur í ESBlöndunum er þegar farinn að setja sig upp á móti því að taka bankasukkið á sínar herðar og væntanlega mun aukinn þungi og kraftur færast í þau mótmæli eftir því sem Merkel og Sarkozy halda fleiri einkafundi um leiðir til að koma óreiðunni yrir á skattgreiðendur.

Uppstokkun fjármálakerfisins er framundan, þar sem verðmæti verða aftur undirstaðan í stað loftbóla.


mbl.is Mótmælt víða um Bandaríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband