Óhugnanlegt viðtal

Viðtalið við Guðrúnu Ebbu, dóttur Ólafs Skúlasonar fyrrum biskups, var í senn óhugnanlegt, heiðarlegt og opinskátt um þær ótrúlegu hörmungar sem hún þurfti að þola af hendi föður síns öll sín æskuár og aftur síðar á sem orðin kona.

Það þarf mikinn kjark til að koma fram fyrir alþjóð og ræða svo sára og ömurlega reynslu, sem þó á ekki að vera einkamál, því barnaníð kemur öllu samfélaginu við og á að vera samvinnuverkefni allrar þjóðarinnar að útrýma og koma lögum yfir svíðingana.

Guðrún Ebba er sannkölluð hetja og vonandi verður viðtalið vopn í baráttunni gegn þessum viðbjóði.


mbl.is Beitti hana ofbeldi árum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband