4.10.2011 | 20:08
Meingölluð tillaga um "sannleiksnefnd"
Nokkrir þingmenn, undir foystu Björgvins G. Sigurðssonar, flutt tillögu á Alþingi um að skipuð verði "sannleiksnefnd" til þess að rannsaka svokölluð Guðmundar- og Geirfinnsmál, sem síendurtekið koma til umræðu í þjóðfélaginu, þar sem skiptst er á skoðunum um réttmæti dómanna í málunum og oft á tíðum eru stóru orðin ekki spöruð á báða bóga.
Hæstiréttur hefur í tvígang hafnað endurupptöku málanna, þar sem rétturinn hefur ekki talið að nein ný gögn hafi komið fram, sem kollvarpi upphaflegri rannsókn og dómum. Um þetta er deilt endalaust og einhvern veginn þyrfti að koma þessum málum út úr umræðunni í eitt skipti fyrir öll.
Tillaga Björgvins og félaga er þó meingölluð, þar sem aðeins er lagt til að reynslumikill fjölmiðlamaður, lögfræðingur og sagnfræðingur (ekki er tekið fram að þeir þurfi að hafa neina reynslu) rannsaki öll gögn málsins og skili skýrsu til Alþingis innan eins árs. Ekki er tekið fram í tillögunni hvað Alþingi eigi svo að gera við skýrsluna, eða niðurstöðuna á hvorn veginn sem hún yrði.
Greinargerðin með tillögunni er algerlega afdráttarlaus um sakleysi allra sem dóma fengu vegna málanna og þar með vaknar spurning um til hvers Björgvin og félagar ætlast af "sannleiknsnefndinni".
Hver sem niðurstaða Björgvins og félaga er, eða "sannleiksnefndarinnar" verður er staðreyndin sú, að enginn getur fellt endanlegan dóm nema Hæstiréttur og til að hann endurskoði fyrri dóma, þarf væntanlega að leggja fram ný og skotheld gögn, sem sanni sakleysi hinna dæmdu.
Vilja sannleiksnefnd um Geirfinnsmálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Spurningin er, hver á að borga brúsann? Skattborgarar, eða ætla þessir þingmenn og konur sem tillöguna eiga að borga þetta úr eigin vasa? þvílík dómsdags vitleysa er þetta eiginlega? Þessi sömu þingmenn eru að heimta þetta og hitt. Tökum dæmi, Þráinn Bertelss. Hættur bara að vera með ef ekki er kvikmyndaskóli. Að Margrét Tryggvad. skuli geta haft geð til standa með Þráni að tillögu sem er svo ótrúlega heimskuleg að það er með ólíkindum.
Vonandi dagar þetta uppi á þingi, eða dómsmálaráðherra taki af skarið
Það er ekki starfsvið alþingis að taka upp þrjátíuogfimmára gamalt sakamál. Hvar gerir Björgvin þingmaður næst? Hann kemst aldrei aftur inn á þing, hvar sem hann ber niður.
Verður það þegar Jón Arason var hálshöggvinn? Gangi þér vel Björgvin, þér leggst eitthvað til.
Jóhanna (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 20:26
Mér finnst ekkert þurfa að sanna sakleysi hinna seku þar sem sekt þeirra var aldrei sönnuð, aldrei voru lögð fram sönnunargögn sem sanna sekt þeirra. Ekkert lík eða morðvopn fannst, sem er grundvallaratriði í réttarríkjum þegar það á að dæma menn fyrir morð, og svo voru játningar þvingaðar út úr mönnunum. Mér finnst alveg ástæða til að rannsaka það.
Bjöggi (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 21:54
Ég meina auðvita sakborninga, ekki hinna seku.
Bjöggi (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 21:56
Í réttarríkjum þarf að sanna sekt fyrir dómi, ekki sakleysi. Sú regla var svo sannarlega brotin í þessu máli.
Bjöggi (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 21:57
Ekki hef ég lesið öll málsskjöl sem tengjast réttarhöldunum sem fram fóru og treysti mér því ekki til að kveða upp dóm í málinu, enda er það hlutverk dómstólanna. Einhvern veginn þyrfti að komast að endanlegri niðurstöðu í málinu, svo ekki þurfi að deila um það áfram næstu áratugina.
Tillaga Björgvins og félaga er meingölluð og greinargerðin hreint ekki hlutlaus, en ný rannsókn yrði að vera yfir alla gagnrýni hafin og ekki skilja málið eftir galopið í höndum Alþingis, sem hvort eð er gæti ekki sýknað einn eða neinn, eða fellt nýja dóma. Það getur enginn gert annar en Hæstiréttur og þá þarf að leggja fram ný gögn, sem ekki lágu fyrir á sínum tíma. Hugsanlega gæti rannsóknarnefnd fundið slík gögn, en slík nefnd þyrfti að byggja á traustari grunni en þessi tillaga gerir ráð fyrir.
Vonandi dettur Ögmundur Jónasson og/eða Innanríkisráðuneytið niður á traustari leið í málinu en Björgvin og félagar.
Axel Jóhann Axelsson, 4.10.2011 kl. 22:07
Axel Jóhann. Ég fullyrði að Geirfinnur sé á lífi.
Það er dómsstóla að koma með skotheldar sannanir gegn minni fullyrðingu í þessum svikamálum Íslenska dómskerfisins.
Það er ekki víst að höfuð-kúgunar-paurarnir í þessu svikadóms-máli séu íslendingar.
Þann þátt þarf svo sannarlega að rannsaka betur en allt annað. Við erum ekki sjálfstæð þjóð, ef erlendir aðilar hafa kúgað stjórnvöld og dómskerfið frá upphafi svokallaðs "sjálfstæðis" Íslands.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.10.2011 kl. 10:24
Anna Sigríður 10:24
Hefur þú séð Geirfinn á lífi?????
Ef svo er, leggðu fram sannannir, t.d. með ljósmyndum eða einhverjum sönnunum. Ekki einhverjum upphrópunum að þú sért viss....
Ég er viss um að hann er ekki lifandi, jafnviss um það og að Erlu Bolladóttur var EKKI nauðgað í Síðumúlafangelsi. Ég var ekki þar og þú ekki heldur. Hvor okkar hefur rétt fyrir sér????
Með kærri kveðju.
Jóhanna (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 20:29
Þessi nefndartilbúningur hefur augljóslega þann tilgang einan að afla þeim stjórnmálamönnum sem að standa lýðhylli. Þetta er ekkert annað en viðbjóðslegt lýðskrum, vegna þess að við vitum að það verður ekki hægt að rannsaka þessi mál af neinu viti umfram fyrri rannsóknir, nú fjörutíu árum eftir að þessir atburðir gerðust. Það skiptir engu þó pottur hafi verið brotinn við fyrri rannsókn, ef ekki standa líkur til að hægt sé að gera betur úr þessu þá á málið að liggja kyrrt. Það myndi ekkert koma nýtt fram hjá þessari nefnd annað en síbreytilegur framburður sakborninganna, þeirra framburður hefur alloft breyst í málinu síðan játningarnar komu fram.
Anna Sigríður: Það er ekki dómstóla að koma fram með sannanir, það er verkefni ákæruvaldsins. Dómstólar meta síðan fyrirliggjandi gögn en í þessu máli voru það m.a. játningar sakborninga, sem verður að taka tillit til, þó þeir sjálfir hafi síðar breytt framburði og fullyrt að að um þvingun hafi verið að ræða. Það eru þeirra ósönnuðu staðhæfingar.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.