Reykingar samkvæmt læknisráði?

Enn á ný hefur verið flutt tillaga á Alþingi um að gera tóbak lyfseðilsskylt og að það verði eingöngu selt í lyfjaverslunum.

Sífelldur niðurskurður hefur verið í heilbrigðiskerfinu á undanförnum árum og álag á lækna og hjúkrunarfólk aukist ár frá ári og skortur er orðinn á heilsugæslulæknum, enda þarf fólk að bíða árum saman eftir föstum heimilslækni, ef það fær hann þá nokkurn tímann.

Að ætlast til þess að reykingafólk framtíðarinnar fari reglulega á heilsugæslustöðvarnar til að fá "lyfseðil" fyrir kartoni af sígarettum er svo geggjuð hugmynd, að ótrúlegt er að nokkrum manni, sem vill láta taka sig alvarlega, skuli detta annað eins í hug. Þeir sem ekki hafa aðgang að heimilislæknum gætu þá þurft að leita á bráðadeildir sjúkrahúsanna til að ná í "lyfseðil" fyrir tóbakinu sínu og hljóta allir að sjá að slíkar deildir hafa í nógu öðru að snúast en að útvega fólki tóbak.

Til að aðrir þingmenn þurfi ekki að liggja undir grun um að taka þátt í þessum ótrúlega tillöguflutningi, er rétt að láta fljóta með hverjir flutningsmennirnir eru, en það eru Siv Friðleifsdóttir, Þuríður Backman, Ásta R. Jóhannesdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Álfheiður Ingadóttir og Eygló Harðardóttir.


mbl.is Tóbak verði bara selt í apótekum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Það verður spennandi fyrir erlenda reykingamenn að heimsækja Ísland.

Það þyrfti að setja upp heilsugæslustöð í Leifsstöð þar sem þeir fengju tíma hjá lækni til að "sanna" tóbaksfíkn og fá resept upp á sígarettur! (Ertu annars viss um að þessi hugmynd um lyfseðil sé enn inni í tillögunum?)
 

Haraldur Hansson, 4.10.2011 kl. 17:32

2 identicon

Ef það er eitthvað sem fer meira í taugarnar á mér en reykingar er það svona þenkjandi fólk sem vill að svipta fólk frelsi til að "vernda" það.

Those who would give up Essential Liberty to purchase a little Temporary Safety, deserve neither Liberty nor Safety.

Benjamín Franklín

Njáll (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 17:47

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Tillagan er auðvitað gjörsamlega fáránleg og yrði örugglega óframkvæmanleg. Allir vita auðvitað að reykingar eru engum hollar, en spurning er hvort áfengi valdi ekki meiri skaða en tóbakið og valdi fleiri dauðsföllum og öðrum hörmungum.

Samkvæmt fréttum um daginn reykja "aðeins" 14% þjóðarinnar og miðað við fækkun reykingamanna undanfarna tvo áratugi verður Íslands nánast ogðið reyklaust eftir tuttugu ár, án boða og banna en með áframhaldandi fræðslu og áróðri gegn tóbakinu.

Vilji svona "beturvitrungar" endilega reyna að útrýma reykingum með boðum og bönnum, þá væri miklu einfaldara að flytja hreinlega tillögu um algert reykinga- og tóbaksbann í landinu.

Axel Jóhann Axelsson, 4.10.2011 kl. 18:46

4 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það verður fljótlega móðgun við N-Kóreu að líkja þeim við ruglið hér.

Óskar Guðmundsson, 4.10.2011 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband