Íslenskur útrásarbrandari

Michael Lewis, bandarískur metsöluhöfundur, sem er vel kunnugur fjármálamörkuðum heimsins, gerði stólpagrín að íslenskum útrásarvíkingum í viðtalsþættinum Gharlie Rose á Bloomberg sjónvarpsstöðinni, sem sérhæfð er í fjármálafréttum og -skýringum.

Eitt dæmið um útrásarvíkingabrandara sem hann tiltók voru kaup Hannesar Smárasonar og félaga hans í Baugsgenginu á bandaríska flugfélaginu American Airlines, en enginn úr þeim hópi hafði nokkurt vit á rekstri flugfélaga, eins og eftirminnilega sást á "viðskiptagerningum" klíkunnar á FL-Group, Sterling og fleiri félaga í þeim geira. Allur fór sá rekstur lóðbeint á hausinn og það eina sem enn tengist einum félaga úr þeirri klíku er Iceland Express, sem Pálma Haraldssyni tókst að ná út úr Fons rétt fyrir gjaldþrot þess félags.

Nánat hvert einasta félag sem útrásarvíkingarnir komu nálægt á sínum tíma er nú gjaldþrota, eða komið í eigu banka og lífeyrissjóða, en áður hafði þeim tekist að raka til sín háum launum og milljarðaarði. Að lokum olli þessi "viðskiptasnilld" hruni alls bankakerfis landsins með tilheyrandi kreppu og erfiðleikum fyrir alla landsmenn.

Þó útlendingar geti leyft sér að hljæja að þessum "útrásarbrandara", þá er íslendingum enginn hlátur í hug, enda sagan öll afar ófyndin í þeirra huga.

Hitt er svo annað mál að "efnahagssnillingar" austan hafs og vestan hafa ekki gefið þeim íslensku svo mikið eftir í "skemmtilegheitunum", enda kreppir nú víða að vegna gerða þeirra og afleiðingunum í flestum tilfellum velt yfir á skattgreiðendur viðkomandi landa.

Almenningur á Íslandi hafnaði algerlega Icesave-"brandaranum", jafnvel þótt stjórnvöldum landsins hafi þótt hann bráðskemmtilegur og viljað borga stórfé fyrir "skemmtunina".


mbl.is Hlegið að Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Waage

Hann gagnrýndi reyndar alla, ekki bara Íslendinga, mér fannst þetta áhugavert viðtal við þennan mann.

Gunnar Waage, 5.10.2011 kl. 16:08

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Axel mér er ekki hlátur í huga því þessir þjófar ganga enn lausir og valsa um kerfið sem aldrei fyrr!

Sigurður Haraldsson, 5.10.2011 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband