4.10.2011 | 13:44
Líflátshótanir?
Skothlkin sem fundust fyrir framan Alþingishúsis við þrif eftir mótmælin í gærkvöldi, hljýtur að hafa verið hent að húsinu þann dag, þar sem áður var búið að þrífa upp eftir ofbeldis- og óþjóðalýðinn sem lét til sín taka í skjóli mótmælanna við þingsetninguna tveim dögum áður.
Varla er hægt að líta á fund þessara skothylkja öðruvísi en sem hótun einhvers glæpamanns, eða hóps slíkra, um beitingu vopna gegn þingmönnum og/eða lögreglumönnum sem sinna skyldum sínum við að halda uppi röð og reglu á mótmælafundum og öðrum stórum samkomum.
Þessi skot sýna enn og aftur að héðan í frá verður lögreglan að taka mun harðar á þeim óþjóðalýð sem nýtir sér slíka mótmælafundi til að fullnægja skrílseðli sínu, siðleysi og virðingarleysi fyrir eignum og lífi samborgara sinna.
Heiðarlegir mótmælendur þurfa einnig að fylgjast með þeim sem lauma sér í raðir þeirra í því eina skini að sinna óeðli sínu og jafnvel beita borgaralegum handtökum í því skyni að uppræta glæpi þessara siðblindingja.
Fundu skothylki við þinghúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll; Axel Jóhann, sem oftar !
Bið þig, að gæta hófs - og róa þig niður, ágæti drengur.
Reyndu; að sjá mál öll, frá fleirri hliðum, takist þér það, munt þú endurskoða þessa grein þína; snarlega.
Óhæft stjórnmála- og embættismanna kerfið, hefir riðið öllu hér á slig, og ætlar óbreyttri Alþýðunni, að hreinsa upp sóðaskapinn, eftir sig, algjörlega.
Finnst þér það sangjarnt; Axel Jóhann ?
Þegar; búið er að koma þorra landsmanna, í þá sjálfheldu, sem raun ber vitni, megum við alveg búast við, að harðneskju megi vænta, úr röðum þeirra, sem allt sitt hafa misst, að óverðskulduðu.
Þannig að; í upphafi skyldi, hvern enda skoða, Axel minn, og vel treysti ég þér til, að gaumgæfa þessi orð mín, til fullnustu.
Auðvitað; vonum við, að ekki komi til þess ástands, sem nú ríkir í löndum Berba og Araba, sem víðar um grundir - en; framhaldið ræðst af, hversu snarir stjórn málamenn kunna að verða, til þess að hreinsa upp, óþverrann;; eftir sjálfa sig, og meðreiðarsveina sína, ágæti drengur - héðan; í frá.
Með beztu kveðjum /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 14:04
Að loknum mótmælunum í gærkvöldi tíndi lögreglan upp allt laustlegt sem lá á stéttinni og umræddum tröppum við gamla innganginn.
Ef skothylkin hefðu verið þar þá hefðu þeir átt að koma auga á þau. Þeim hlýtur því að hafa verið komið fyrir eftir að búið var að taka saman og mótmælum lokið.
Hvernig er það hafa ekki sumir lögreglumenn aðgang að skothylkjum, starfs síns vegna? Ég er ekki að ásaka neinn, bara benda á möguleika...
Guðmundur Ásgeirsson, 4.10.2011 kl. 14:18
Eru virkilega ekki sjálfvirkar videóvélar í kring um Alþingishúsið sem hægt væri að fletta upp í til að rannsaka hvort þeir sem skildu skothylkin þar eftir voru krakkar eða einhver úr röðum þeirra íslensku glæpamanna, ofbeldisseggja og siðleysingja sem kvu ógna lýðveldinu og eru væntanlega nú þegar á skrá hjá löggunni?
Agla (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 14:19
Borgaralegar handtökur - góð hugmynd! En þá ættum við að byrja á því að handtaka fjárglæframennina sem hér ganga lausum hala í viðskiptalífinu og fjármálakerfinu - siðleysingjar sem yfirvöld leyfa að ganga lausum hala rænandi og ruplandi heiðarlegt fólk. Óstjórnleg ásælni þeirra ber vott um siðleysi og virðingarleysi fyrir eignum og lífi samborgara sinna. Héðan í frá verður lögreglan líka að taka mun harðar á þessum óþjóðalýð til að uppræta glæpi þeirra og bæta sig í því að sinna þeirri skyldu sinni að halda uppi röð og reglu í samfélaginu.
Starbuck, 4.10.2011 kl. 14:42
Sæll. Alhæfingar og dylgjur um mótmælendur eru ósiðlegar. Það eru bara örfáir sjúkir einstaklingar sem slæðast með í mótmælin. Að mótmæla því sem samviska manns segir manni að mótmæla er aftur á móti ekki bara dyggð, heldur borgaralega skylda hvers manns sem er annt um frjálst samfélag jafningja líkt og við búum við í vestrænum lýðræðisþjóðfélögum. Þjóðfélagsskipan okkar er viðkvæm og mótmæli nauðsynleg til að viðhalda lýðræðinu.
Commentator (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 15:21
Þá er það komið á hreint að stórglæpamaðurinn, var gæsaskytta sem týndi nokkrum hylkjum úr vasa sínum. Hann fullyrðir að hann ætlaði ekkert skjóta neitt nema fiðraðar gæsir. Allar gæsirnar á alþingi eru ófiðraðar að því að ég best veit. :)
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 15:25
PS: Get fullyrt hvað alþingi varðar að það eru hlutfallslega mun færri geðsjúklingar utan húss að mótmæla, heldur en innan húss að fremja landráð.
Commentator (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 15:25
Sem betur fer hefur komið í ljós að um þaulvana gæsaskyttu var að ræða, sem týndi skotfærunum sínum við friðsamleg mótmæli. Eins og kunnugt er þá er það vani vanra veiðimanna að ganga alltaf með alla vasa fulla af skotum og þar af leiðandi sáldrast þau auðvitað hingað og þangað um bæinn, þar sem skyttan á leið um í það og það skiptið.
Öllum hlýtur að létta verulega við upplýsingarnar um umgengni vönu mannanna um skotfærin sín, enda eiga þeir að vera nýgræðingunum góð fyrirmynd og sjálfsagt ekkert við því að segja þó menn með litla reynslu gleymi líka að taka byssurnar af öxlunum í bæjarskreppi.
p.s. Athugasemdirnar hér að ofan frá "Commentator" eiga sjálfsagt að túlka hugsun heilbrigðs huga, sem ekki þjáist af votti af geðveilu, enda hefur lítill skilningur ekkert með geðveiki að gera, eins og alkunna er.
Axel Jóhann Axelsson, 4.10.2011 kl. 16:19
Þegar menn vita allt betur en aðrir alltaf.Þegar menn ljúga að fólki hvað eftir annað. Þegar menn hlusta ekki á aðra, og vilja ekki skilja hlutina eins og þeyr eru,þá eru þeir ekki endilega geðveikir" heldur nautheimskir og ættu ekki að fá að ráðskast með heila þjóð!!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 4.10.2011 kl. 17:43
Eyjólfur, það er alveg stórmerkilegt að þessi stórgáfaða íslenska þjóð skuli alltaf kjósa yfir sig mestu heimskingja landsins til að stjórna sér og landinu. Það er nú samt staðreyndin, ef eitthvað er að marka ýmsa bloggara og t.d. sést af þessari athugasemd þinni.
Axel Jóhann Axelsson, 4.10.2011 kl. 18:51
Kæri pistlahöfundur,
Mér þykir fullhart í árinni tekið að kalla þetta líflátshótanir... við vitum að það er sem betur fer afar fámennur hópur (ef hópur) sem hagar sér illa í svona mótmælum, ég ætla ekki að úthrópa það fólk neitt, þú sérð svosem um það... en þú virðist samt kalla alla sem mótmæla... "óþjóðalýð"? er það rétt skilið hjá mér?
Þegar fólk hefur misst atvinnu, misst heimili, misst fararskjót, misst jafnvel hjónabandið /fjölskylduna... og í mörgum tilfellum má það rekja til fjárhagsvandræða. ... þá er erfitt að skilja ekki reiði fólks. Og mér finnst í raun barnaskapur og þröngsýni að kalla alla sem mótmæla óþjóðalýð ...
Þessi hylki sem fundust þarna... er ekki lögreglan fullfær að rannsaka það?... -reyndar vona ég að lögreglan fái að rannsaka frekar alvöru glæpamennina sem sópuðu að sér eignum okkar Íslendinga.
Adeline, 4.10.2011 kl. 21:37
Adeline, hafir þú lesið pistilinn og aðra sem á undan hafa farið um óþjóðalýðinn og skrýlinn sem nýtir sér mótmæli heiðarlegs fólks til glæpaverka sinna, þá hefðir þú vonandi skilið að skýr greinarmunur hefur verið gerður á óþjóðlýðnum og mótmælendunum.
Axel Jóhann Axelsson, 4.10.2011 kl. 22:11
Nú jæja ok það er gott að heyra, ég les stundum of hratt yfir og það kannski skýrir misskilninginn.
En mér finnst hinsvegar alltof algengt að þegar mótmælin eru rædd, hvaða mótmæli sem hafa verið og þau hafa verið mörg síðustu misseri, að þá sé eytt of miklu púðri, orðum, í einmitt þessa fáu aðila sem eru að haga sér illa og óþjóðlega...
Bjarni Ben og Ragnheiður Elín voru nánast klökk yfir að geta ekki mætt í vinnuna sína...(snöktsnökt) án þess að eiga það á hættu að "slasast" eins og mig minnir að hún hafi orðað það.
Í stað þess að tala um og einblýna á ástæðu þess að friðsamt fólk eins og Íslendingar hafa verið allavega hingað til, sjái sig knúið til þess að sýna reiði sína á þennan eða annan hátt.
Adeline, 4.10.2011 kl. 23:34
Axel - Það mætti ætla að þú sért að reyna að slá " skjaldborg " um ógnarstjórn Jóhönnu og Steingríms - Mættu á Austurvöll í næstu mótmæli þá geturðu tekið að þér borgaralegar handtökur á " skrílnum " Ætli lögreglan verði ekki öll komin réttu megin við girðinguna í næstu mótmælum. Þegar lögreglan er gengin til liðs við mótmælendur í útlöndum kallast það borgarastyrjöld.
Benedikta E, 5.10.2011 kl. 22:29
Benedikta, er einhver sem þekkir mig les þessa athugasemd þína, er sá hinn sami örugglega hlæja sig máttlausan yfir því að einhverjum detti í hug að ég sé að reyna að slá "skjaldborg um ógnarstjórn Jóhönnu og Steingríms". Slíkt dytti heldur varla nokkrum í hug, sem séð hefur eitthvað af pistlum mínum á þessari bloggsíðu.
Hinsvegar styð ég ekki skrílslæti og ofbeldisverk, þegar óþjóðalýður notar mótmæli heiðarlegs fólks til óhæfuverka sinna og þá skiptir engu máli hver situr í ríkisstjórn hverju sinni.
Axel Jóhann Axelsson, 6.10.2011 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.